Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 72

Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 72
„búnaðarfélag stofnað 1886, sem hefur verið dauft og framkvæmt lítið, stundum sofið en oftast dottað.“ Segir síðan: „VERSLUNARFÉLAG DALASÝSLU stofnaðist 1886 og urðu Saurbæingar strax deild í félaginu. Hefur deildin að vísu lifað þessi 22 ár, sem síðan eru liðin bráðum. En það er eitt af sorglegasta tákni tímans, að þessi félagsskapur skuli enn ekki hafa náð almennu og eindregnu fylgi í hreppnum. Á hverju einasta ári hefur félagsmönnum orðið 20-35% hagur að viðskiptum við félagið, þegar vöruverð á útlendri og innlendri vöru hef- ur verið borið saman við verslun kaupmanna á félags- svæðinu. Aðeins einn maður í hreppnum hefur haft mestalla verslun sína í félaginu síðan það byrjaði og hann einn hefur oftast verslað nærri eins mikið í félaginu eins og allir aðrir hreppsbúar til samans. Hagnaður sá er Saurbæingar hafa látið ganga úr greipum sér með því að versla ekki alveg í félaginu, skiptir mörgum tugum þús- unda króna síðan félagið hófst. Þetta væri mér hægt að sanna og sýna með skýrum reikningi, ef mér þætti þörf á því, en ég hugsa að flestir kannist við að ég hef rétt að mæla. KAUPFÉLAG SAURBÆINGA var stofnað 1898, eða fyrir 10 árum. Félag þetta hefur, sem von er, átt erf- itt uppdráttar, því samgönguleysið hefur staðið því til- finnanlega fyrir þrifum. Samt eiga nú sveitarmenn þar í sjóði um 6.000.00 krónur, sem þeir í rauninni vita ekki hvernig þeir hafa eignast. Enginn hefur kostað þar til einum einasta eyri, að undanteknum 600.00 krónum, sem lagðar voru fram í byrjun. En þetta félag hefði mátt ganga miklu betur, ef félagsmenn hefðu látið sér betur skiljast tilgang þess og stofnun og látið sér vera annara um vöxt þess og viðgang. Af gömlum vana hafa margir heldur viljað versla við kaupmenn, en við sitt eigið félag, þó að vöruverð í félag- inu hafi verið eins gott og stundum betra en hjá kaup- mönnum, og þó að þeir vissu að þeir eignuðust sjálfir þann ágóða, sem yrði af viðskiptunum, og að sá hagur yrði því meiri, sem þeir versluðu meira. Þetta hafa of margir átt bágt með að skilja eða muna enn sem komið er.“ 9 Félagshyggja og framfarir Áfram heldur Torfi í Ólafsdal að boða sveitungum sín- um félagshyggju og framfarir í búskap og verklegum efnum, sérstaklega þeim, sem verða að byggjast á sam- vinnu. Önnur héruð séu að stíga stór skref fram á við: „Ef við tökum ekki rögg á okkur, þá verðum við svo langt á eftir að við missum sjónar á þeim.“ Hann átti og fáa sína líka sem boðberi, fortölumeistari og samvinnu- leiðtogi. Því til órækrar og ævarandi sönnunar, er loka- kafli þessarar ritgerðar sem skrifuð er í Ólafsdal 10. marz 1908: „Ég vil að síðustu minna menn á það að enginn félags- skapur getur þrifist til lengdar, nema menn gjöri sér það skiljanlegt, að einstaklingurinn verður oft að leggja eitthvað í sölurnar fyrir heildina í byrjuninni. En það framlag marg borgast á síðan hverjum einstaklingi í þeim hagnaði og þeim stuðningi, sem hann nýtur af fé- lagsskapnum þegar hann er kominn á fastan fót. Þetta er reynsla allra menningarþjóða. Og ef vér gefum ekki reynslunni gaum, og skellum skollaeyrum við öllum góð- um aðvörunum, þá er hætt við að fari fyrir oss eins og nátttröllunum, að vér dögum uppi þegar framfaradagur- inn ljómar kringum okkur.“ 9 72 Friðar- plakat Alþjóða- sambands samvinnu- manna Sameinuðu þjóðirnar helga hverju ári ákveðið baráttumál eins og kunnugt er og árið sem nú er senn liðið er ár friðarins. í tilefni af því hefur Alþjóðasam- band samvinnumanna (ICA) gefið út þetta skemmtilega plak- at þar sem fánalitir samvinnu- manna mynda grunninn, en síðan kemur friðardúfan fljúg- andi og á henni er orðið friður letrað á ýmsum tungumálum. — I byrjun nóvembermánaðar sl. var árlegur fundur í miðstjórn ICA haldinn í Basel í Sviss og sóttu hann 500 samvinnumenn hvaðanæva úr heiminum. Full- s trúar Islands voru Erlendur Einarsson og Valur Arnþórs- son. Formaður ICA er nú Svíinn Lars Marcus, en framkvæmda- stjóri er bandarískur, Robert Beasley.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.