Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 10

Andvari - 01.10.1959, Side 10
120 SVEINN VIKINGUR ANDVAHI til framkvæmda lög nr. 21, 27. júní 1921, um biskupskosningu. Má telja biskupskjör það, er þá fór fram, merkilegan atburð í íslenzkri kirkjusögu, því þá var prestastétt landsins, í fyrsta skipti síðan kristni var lögtekin, fengið í hendur óskorað vald til þess að velja sér biskup. Aður höfðu biskupar jafnan verið skipaðir án kosningar. Að vísu voru hinir fyrstu íslenzku biskupar í kaþólskum sið valdir af prestum og veraldlegum höfðingjum í sameiningu. En veitingin og vígslan var þó á valdi erkibiskups og páfa. Gátu þeir neitað hinu kjöma biskupsefni um vígslu, ef þeim svo sýndist. Eigi kom þó slík neitun til framkvæmda hér fyrr en á Sturlungaöld. Við þetta fyrsta biskupskjör prestastéttarinnar fóru atkvæði nokkuð á dreif og fékk enginn tilskilinn meiri hluta atkvæða. En þar sem séra Sigurgeir hlaut flest atkvæði, var hann skipaður biskup Islands hinn 29. nóvember 1938 frá 1. janúar 1939 að telja. Er hann áttundi biskupinn í röðinni, síðan landið var gert að einu biskupsdæmi. Á undan honum höfðu skipað það sæti: Geir Jónsson Vídalín ................. 1801—1823 Steingrímur Jónsson................... 1824—1845 Helgi Guðmundsson Thordersen ......... 1845—1866 Pétur Pétursson ...................... 1866—1889 Hallgrímur Sveinsson ................. 1889—1908 Þórhallur Bjarnarson ................. 1908—1916 Jón Helgason ......................... 1916—1938 Séra Sigurgeir tók við biskupsstarfi á erfiðum tímamótum. Það féll í hans hlut að verða leiðtogi íslenzkrar kristni og kirkju á stórfelldustu byltingatím- unum, sem orðið hafa í sögu þjóðarinnar. Náði sú bylting í raun og veru til allra sviða þjóðlífsins. Eleimsstyrjöldin síðari, samfara bernámi landsins og síðan áframhaldandi seta fjölmenns herliðs, liafði ekki aðeins í för með sér gjörbyltingu á sviði efnahags- og atvinnumála, heldur og í menningu og hugs- unarhætti þjóðarinnar. Allt þetta skapaði ný viðhorf og vandamál hvarvetna og þá einnig í kirkju- og kristindómsmálunum. Um það er enn of snemmt að dæma, hversu hinum nýskipaða biskupi tókst í biskupsdómi sínum að stýra kirkjunni í gegnum brim og boða þessara viðsjálu tíma. Það mun heldur ekki verða gert hér. En um það munu alHr vera sammála, sem nokkuð þekktu til, að hvorki hafi hann skort áhuga né vilja til þess að vinna kirkjunni allt það gagn, sem hann mátti. í þessu sambandi tel eg rétt og skylt að skýra frá þeim helztu málum, sem hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.