Andvari - 01.10.1959, Síða 15
ANDVAKt
Í3K. SlGllRGEIR SIGURtíSSON KlSKUP
125
gripa til kirknanna og liinu, að endurbæta kirkjurnar og byggja nýjar, þar
sem þörf krafði. Hefði þó vafalaust ennþá meir að þessu kveðið, ef eigi hefðu
margvíslegar hömlur af hálfu þess opinbera dregið úr framkvæmdum eða
stöðvað þær.
Sigurgeir biskup var, árið 1940, skipaður formaður nefndar til þess að
endurskoða sálmabók íslenzku þjóðkirkjunnar. Starfaði sú nefnd í nokkur ár
og var hin nýja sálmabók ekki fullbúin og prentuð fyrr en árið 1945. Um þetta
verk stóð nokkur styrr á tímabili og skal það ekki rakið hér. Yfirleitt mun
þó litið svo á nú, að hin nýja sálmabók sé til mikilla bóta og margir sálmar,
sem inn í hana voru teknir, hafa hlotið rniklar vinsældir og það að verð-
leikum. Hitt er auðskilið mál, að um val sálma í slíka bók hlýtur jafnan að
orka nokkuð tvímælis og sitt sýnist þar hverjum. I sambandi við útgáfu
sálmabókarinnar var að tilhlutan kirkjuráðs og á kostnað Prestakallasjóðs gefinn
ut viðbætir við kirkjusöngsbókina, þar sem er að l'inna lög við fjölda sálma,
sem teknir voru í sálmabókina.
1 hinni anna- og erilsömu biskupstíð gafst biskupi eðlilcga lítið tóm til
ritstarla. Var hann og rneira hneigður til að kveikja elda áhugans með orðum
og starfi en að eyða tíma til vísindalegra rannsókna og ritstarfa. Auk allmargra
greina í blöð og tímarit skrifaði hann Hirðisbréf til presta og prólasta á
íslandi (Rvík 1940) og mun eg nánar víkja að því síðar. Þá var og sérprentaður
háskólafyrirlestur hans, er hann nefndi Sannleiksleitin. Hann stofnaði 1943
Kirkjublaðið, hálfsmánaðarblað um kirkju- og kristindómsmál, og gaf það út
ril dauðadags. Ritaði hann jafnan allmikið í það blað, eftir því sem annir leyfðu.
í Hirðisbréfi því til presta og prófasta á íslandi, sem hinn nýskipaði biskup
gaf rit árið 1940, lýsir hann viðhorfi sínu til trúmálanna og kirkjunnar. Þar
kemur glöggt í ljós eigi aðeins frjálslyndi hans og víðsýni í trúarefnum, heldur
°g brennandi áhugi hans á því að vinna kirkju sinni og þjóð sem mest gagn
1 hinu ábyrgðarmikla starfi.
„Eg get hreinskilnislega játað það,“ segir hann, „að ábyrgðartilfinningin
lielir lagzt á mig með sínurn mikla þunga og jafnframt tilfinning um eiginn
vanmátt og skort á hæfileikum til þess að skipa hinn virðulega biskupsstól á
þann hátt, sem hugsjón mín bendir mér. Eg á ekki annars úrkosta en að
leggja fram alla rnína krafta. Það mun eg gjöra og biðja mér hjálpar frá
honum, sem getur gjört hina undursamlegustu hluti, sem getur gjört veikan
°g vanmáttugan mann að verkfæri í sinni hendi til þess að koma góðu verki
ril leiðar. Llndir hans vilja vil eg beygja mig. Biskupsstafinn til að styðja
núg við, vil eg þiggja úr hans hendi, láta trúna á hann leiða mig og Ijós
hans lýsa mér.“