Andvari - 01.10.1959, Síða 18
128
SVIiINN VÍKINGUI!
ANDVARI
mann í borginni og allir þekktu hann. Oft tók hann sjómenn eða verkamenn
tali á götunum eða aldraða lconu. Og andlitin urðu að einu brosi. Hraðfleyg
stund, nokkur vingjarnleg og alúðleg orð, en stund sem varð að bjartri, verm-
andi minning, sem þetta fólk geymdi og var þakklátt fyrir. Þannig var bann.
Hann var óvanalega bjartur yfirlitum, og hárið varð mjög snemma alhvítt.
Svipur hans var svo bjartur og hreinn, augu hans svo full af góðvild og ein-
lægri innri gleði og björtu trúartrausti, að ýmsum þótti sem þcir hefðu aldrei
augum litið mann með postullegri ásjónu. Hann var maður tilfinningaheitur
og tilfinningasterkur, áhlaupamaður, sem ganga vildi jafnan hreint til verks
og koma áhugamálum sínum fram án hiks og vafninga. Sumum þótti hann
eiga það til að vera nokkuð ráðríkur, ef því var að skipta. Hann var svo bjart-
sýnn á menn og málefni, að stundum þótti um of. Allar krókaleiðir eða hin
iðna, sívökula lagni til að pota málefnum áfram fet fyrir fet, sem oft reynast
happasælar til árangurs meðalmönnum, voru honum fjarlægar. Hann var einn
þeirra, sem eins og skáldið segir, vilja „brjótast það beint, þó brekkurnar verði
þar hærri“. Hann var ekki gefinn fyrir lognið, kaus heldur að sigla hvassan
vind en damla undir árum. Má og með sanni segja, að sjaldan hafi verið
fullkomið logn yfir kirkju- og kristindómsmálunum hér á landi í biskupstíð
hans. En það var jafnan eitthvað hressandi og lifandi við þann blæ. Og
fullyrða rná, að við lok biskupsdóms hans hafi yfirleitt andað hlýrra til lcirkj-
unnar bæði af hálfu þess opinbera og safnaðanna í landinu, heldur en var,
þegar hann tók við embætti. I því efni hafa líka verkin sýnt merkin.
1 kirkju framkvæmdi hann prestslegt og biskupslegt embætti með mikl-
um virðuleik og glæsibrag. Hann var söngmaður ágætur og tónaði manna bezt.
Ræður hans voru jafnan skörulega fluttar og af þeim sannfæringarhita, sem
oft gagntók hlustendur. Þær voru einlægar og hlýjar, fullar bjartsýni, trún-
aðartrausts og áhuga.
Sigurgeir biskup varð ekki garnall maður. Hann andaðist á heimili sínu
hinn 13. október 1953. Hann hafði þá um allmörg ár kennt verulegrar van-
heilsu, þótt hann léti ekki á því bera. Reyndi hann að leita sér lækninga bæði
hér og erlendis, en það kom fyrir ckki. Að kvöldi hins 12. október kom hann
heim úr erfiðu ferðalagi. Næsta morgun l’ór hann þó í skrifstofu sína eins
og ekkert væri. Við urðum samferða þaðan að venju um hádegisbilið. A leiðinni
heim til sín hafði hann orð á því við ntig, að hann kenndi nokkurs verkjar
fyrir brjósti og um herðar. Eigi að síður grunaði mig sízt, er við tókumst í
hendur hjá heimili hans, að það væri síðasta kveðjuhandtak okkar hérna
megin grafar. Að loknum hádegisverði gekk hann til heimaskrifstofu sinnar
og ræddi þar um stund við gest sinn eins og ekkert væri. Skyndilega stóð