Andvari - 01.10.1959, Síða 20
Tvö þýzk kvæði
Conrad Ferdinand Meyer:
S P O R
Við vorum kornung þá. Ég fylgdi þér
um lundinn heimað húsi nágranrians,
þar sem þú gistir. Þokan ýrði svöl,
þú brást upp hettu á ferðafrakka þínum
og horfðir einbeitt fram með falið enni.
Rekja var á, svo fótspor festi glöggt
á okkar veg um votan skógarsvörðinn.
Þú gekkst við jaðar götunnar og rœddir
um þína ferð; þú œttir enn í vœndum
eina, sem lengri vœri, sagðir þú.
Við hreyfðum spaugi, brugðum blœju að ásýnd
þess skilnaðar sem beið; svo gekkstu brott,
þar sem ris hússins teygðist yfir trén.
Ég hélt til baka hljóður sömu leið,
og gœldi í hug mér enn við yndi þitt,
við gáska þinn og feimni, festi trúnað
á drauma mína um fljótan endurfund.
Þar sem ég glaður gekk, sá ég við stíginn
sporlagið eftir þína skó, svo skýrt
mótað í rekjumjúkan skógarsvörðinn,
spor eftir þig, svo létt, svo létt og hverful,
djörf, hrein, og skógardul, en — ó svo kœr!
Nú vissu förin öndvert þeim sem enn
var einn að reika sama spöl til baka;
og fyrir mínum innri augum reist
þú upp úr sporum þínum. Vöxtur þinn
birtist mér; ég sá barmsins mjúku línu.
Og þú gekkst framhjá, þögul draumamynd.