Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 23

Andvari - 01.10.1959, Síða 23
ANDVARI ÞORVALDUR THORODDSEN 133 sín um þennan fluggáfaða danska Júða, ef krafinn hefði liann veriÖ slíks. Það er eins og hann skorti skyggni á það, sem stórfenglegt var í eðli manna og ráði, nema ef til vill í fræðum og náttúruvís- indum. En óræktarmaður er Þorvaldur Thor- oddsen ekki. Hann er í senn viðkvæmur og þykkjumikill, tryggur, langminnugur og langrækinn. Hann minnist t. d. hlý- lega Tryggva Gunnarssonar, er var hon- um vel á háskólaárum hans, eins og fleiri íslenzkum Hafnarstúdentum. Lofar hann Tryggva stórum, sem á marga lund er maklegt. Hann getur hans oft í minn- ingum sínum og aldrei nema að góðu. Allt af ber garpurinn Tryggvi sæmd og sigur af hólmi, hæði í baráttu fyrir góð- um málefnum á alþingi, handalögmáli á strandferðaskipum og í áflogum á veit- ingakránni „Bauk“ á Akureyri. Hætt er við, að sitthvað liefði lekið úr penna Þorvalds Thoroddsens Tryggva til vansa, ef veriÖ licfði honum í nöp við hann. Þó að stór-margt væri vel um Tryggva, hefði þar ekki þrotið frásagnarefni. Ann- ars auðkennir það fagurlega höfðinglund- aða ræktarsemi Þorvalds, er hann segir: „Sérstakleg ánægja var mér, að ég gat síðar hjálpaÖ honum sjálfum (Tryggva Gunnarssyni) um peningalán, þegar hon- um lá mikið á“. Má ekki gleyma, að þessum stórvirka fræðimanni var í mörgu drengilega farið, og er skemmtilegt að minnast slíks. Þorvaldur Thoroddsen hefir í ýmsu h'kzt föður sínum, skáldinu Jóni Thorodd- sen. Hann hafði á sína vísu „Lust zu fahulieren", gaman af að segja sögur, einkum ef þær voru skringilegar og skop- legar. I Iann hafði, sem faðir hans, glöggt skopauga. Sökum þess —• en ekki af ill- kvittni — segir hann stundum skrýtlur af samtíðarmönnum sínum, er sumir við- kvæmir fyrir hönd frænda og feðra hefðu kosiÖ í gleymsku grafnar. En því er samt ekki að leyna, að frá blaÖsíÖunum í Minningabók hans leggur gremju og ónotakulda. Slíkt sýnist því óafsakan- legra og furÖulegra, sem Þorvaldur Thor- oddsen virðist í fljótu bragði verið hafa hinn mesti hamingjumaÖur um dagana. Hann hlaut auðugt gjaforð og virðulegt — að heimsins dómi. AldarfjórÖung eða rösklega það gat hann vígt orku og ævi vísindum og fræðum, sem hann hafði unnað frá blautu barnsbeini, og bjó þá við góð efni, eftir því sem gerðist um íslendinga á þeim árum. Hann hlaut mikil metorð og ærinn vísindaframa, og hann fékk miklu afkastað. Samt leikur mér fastlega grunur á, að nokkuÖ veru- lcgt hafi skort á lífsgæfu hans. Þorvaldur Thoroddsen miklaðist ekki af verkum sínum. Hann sagði einu sinní við mig eitthvaÖ á þessa leið, að eftir sig lægi ekki meira en eftir fjölda erlendra vísindamanna, Islendingum fyndist hann miklu koma í verk aðeins af því, að þeir væru þess konar dugnaði óvanir. I banalegunni kvartaði hann undan, hve lítið hann hefði unniÖ eða litlu hann hefði lokiÖ, eftir því sem bróðir hans, Þórður Thoroddsen, sagði mér frá. Margir Ijóðelskir íslendingar kannast við kvæði Einars Benediktssonar, Ævin- týr hirðingjans. Hann kveður þar um íþróttamann, sem fór land úr landi og ávann sér frægð og auð: „Með gull og með kransa frá landi til lands lians leikarasigur var unninn". En samt var „gæfa Iians visin við grunninn". Og sú gæfuvisnun stafaði af, að hann var rótlaus. Hann og fljóð lians áttu hvergi heima:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.