Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 24

Andvari - 01.10.1959, Page 24
134 SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ANDVARI „Þau áttu ei heima með auð sinn og seim í öllum veraldar geirni". Fleiri geta beSið sama hlutskipti sem þessi hirðingi, þótt þeir séu fjáðir og frægir, ef þeir ala aldur sinn fjarri félög- um og fósturjörð. Svo hefir sagt mér skilríkur maður, sem allra manna var kunnugastur Þor- valdi Thoroddsen, samfylgdarmaður hans á rannsóknarferðum hans, Ogmundur Sigurðsson, að sér hafi virzt hann breyt- ast í skaplyndi á seinni árum eða nokkru síöar en hann fluttist alfarinn til Hafnar. I stað hlýju hafi komið kuldi, í stað hrifni gremja. Réð Ögmundur þetta af bréfaskiptum við sinn forna félaga og kennara. Hann gerði og á Hafnarárum mínum ótrúlega lítið úr því, sem þá var hafzt að á Islandi. Margt var samt starfaÖ, íslandi til viðreisnar, á þeim árum. Hann var yfirleitt niðrunargjarn, talaði illa um fólk, eins og títt er um marga skemmtilega menn. Honum virðist því ekki hafa liðiÖ eins vel í HafnardýrÖinni og ætla mætti •— „utan til að sjá“. En hvað gat valdið gremju hans og geðbreyting, sem Og- mundur Sigurðsson minnist á? Ef til vill verður mörgum nú hugsað til einkamálanna. Hann eignaÖist tvær dætur, aðra áður en hann kvæntist, og missti báðar. Hefir án efa verið rnikill harmur að honum kveðinn, er hann var sviptur þeim. Annars getur hann þess oftar en einu sinni, að það hafi veriÖ sér mikið lán, að eignast Þóru biskups- dóttur, „svo ágæta konu“, eins og hann um hana að orði kemst. Hann segir, að hún hafi verið „skarpvitur og framúr- skarandi úrræðagóð og glöggskyggn“. Hann kveðst hafa ráðgazt við hana um allar fyrirætlanir sínar og eins um mörg vísindaleg atriði, sem hún „með sínum fljóta og „praktiska" skilningi gat ráðið fram úr, þó vandasamt væri“. Er slíkt næsta trúlegt, því að kona hans var í móðurætt komin af miklum hygginda- og fjáraflamönnum, Hrappseyingum og Staðfellingum, einum hinum styrkasta kynstofni vestanlands. Þorvaldi Thorodd- sen má sjálfum veriÖ hafa kunnugast um hjúskaparlán sitt. Orð hefir verið á því gert, að hann hafi verið óvenju-nærgætinn eiginmaður, geðprúður í sambúð og konu sinni eftirlátur, sýnt þar sanna mann- kosti. Það mun ekki þykja kurteisi að vefengja vitnisburð hans um hjúskapar- hamingju sína. En víst er eigi að síður, að veröldin er mikil kaupkona, sem fá gæði sín lætur gefins í té. Það er því heldur ótrúlegt, að hann hafi, á sálræna vísu, fengið biskupsdótturina og biskups- auðinn fyrir ekki neitt. Þorvaldur Thor- oddsen var þróttmikill fjörmaður, úr náttúrumiklu blóði runninn. Þóra bisk- upsdóttir var nokkru eldri en hann og ekki glæsikona, þótt margt væri vel um hana á annan hátt. Grunurinn hvíslar, að hann hafi mátt leggja á sig nokkra sjálfsafneitun „i munarhcimi". Slík sjálfsafneitun á einatt fylgjur „meini blandnar“, „sem þér er betra að þegja um en segja um“. Þær fylgjur bregðast oft í annarlega hami, flytja úr einni huglendu í aðra og bitna oft á öðrum en þeim, er á þeim eiga sök. Því er ekki við að búast, að nokkurs staÖar verði ráðið af Minninga- bók Þorvalds Thoroddsens, að dulin hjú- skaparóánægja eigi nokkurn þátt í þeim kala til manna og mála, sem í henni kennir, ef henni væri til að dreifa. Hér er ekkert staðhæft um slíkt. Hér er að- eins, sálglöggum til athugunar, bent á, hvað líklegt sé í „skuggsýnum skógar- lundum Lofnar", líkt og skáldiÖ segir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.