Andvari - 01.10.1959, Page 26
136
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
og virðing landa sinna voru ef til vill
þau laun, sem hann þráði mest fyrir
slíkt vísindaafrek. Slíkt grefur um sig í
hug og hjarta. Af slíku hefir, ásamt
fleiru, sprottið kuldinn og beiskjan í
hrjósti hans.
En enn er ótalið það atriði, sem ég get,
að verst hafi leikið sál hans og skaphöfn.
Svo ram-íslenzkur maður sem Þorvaldur
Thoroddsen dvelst ekki vítalaust í aldar-
fjórðung í erlendri stórborg, fjarri fóstur-
jörð og feðraþjóð. Hann er orðinn
fertugur, er hann flyzt alfarinn af landi
brott.
,,Þó allt gangi að óskum
í erlendum bæ,
er hreysið manns heima
samt hjartfólgnast æ —
þó þrætt sé af þjóðleið
til þaks undir snæ",
segir einhver merkasti útlaginn í íslend-
ingasögum, Stephan G. Stephansson.
Hann fluttist þó ekki nerna tvítugur af
landi brott. Ætla má, að Þorvaldur Thor-
oddsen hafi fastari taugum fjötraður
verið við ættland sitt. Hann fluttist
þaðan fertugur. Og hann yfirgaf ekki
hreysi — eftir því sem þá var títt, er
hann fluttist héðan. Hann hafði, að sjálfs
sín sögn, búið mjög vel um sig. Hann
ritar: „Mér þótti að mörgu þungbært að
sltilja við ísland, hafði búið vel um mig
og var eftir þeirn mælikvarða, sem þá
var á Islandi, rétt vel efnaður". Hann
kveðst og ekki geta neitað því, að oft
hafi hann síðan „saknað hússins og
heimilisins í Skálholtsstræti. Við höfðum
búið þar 8 góð og farsæl ár“. Og því fór
fjarri, að allt gengi honurn að óskum
erlendis. Þar biðu hans „mikið strit,
mörg vonbrigði og skapraunir". Á rann-
sóknarferðum sínum um ísland hafði
hann safnað miklu efni um náttúru þess.
Hann hugðist nú sjálfur að vinna úr
safni sínu og fá sérfræðinga til að rita
um það, sem hann sjálfan brast lærdóm
til. Hann var næsta stórhuga. Hann hafði
í hyggju að „róa að því öllum árum, að
stofnað væri til fastra rannsókna á nátt-
úru íslands". En „þrátt fyrir margra ára
tilraunir . . . tókst þó ekki að koma
neinu öðru í framkvæmd en því, sem ég
sjálfur var við riðinn". Hann fékk enga
aðstoð sérfræðinga, af því að fé skorti
til greiðslu fyrir rannsóknir og vinnu.
Helzti náttúrufræðiprófessor háskólans
vildi cnga samvinnu við hann eiga né
styðja hann til að koma föstum náttúru-
fræðirannsóknum á stofn á íslandi.
Kvaðst hann hafa séð það, er hann var
fluttur utan, að hann hefði verið „allt
of hjartsýnn á veröldina". Þykir honum
sér Iiafa farið „barnalega", er hann von-
aði, að hann, ekki auðugri maður, gæti
komið fyrirætlunum sínum í framkvæmd.
Kennir mikillar gremju í garð Hafnar-
búa, er hann segir frá raunaferli sínum
og ósigrum. Kveður hann það t. d. sagt
hafa verið í skopi, að Hafnarbúar „elsk-
uðu aðeins tvennt: hunda sína og Ieik-
ara“. Af þessu viðhorfi hans má, að sumu
leyti, skýrlega skap hans marka. Þá er
einhver hefir vakið þvkkju hans og
gremju, flæðir andúð hans til mildu
fleiri heldur en sakaraðilja. Þá er nokkrir
Kaupmannahafnarbúar (fáeinir vísinda-
menn þar) gefa ekki gaum að óskum
hans og tillögum, fyllist hann — að því
er virðist — þykkju í allra þeirra garð,
hæðir þá og fjölyrðir um suma ósiðu
þeirra, menningarleysi og menningar-
mein.
Mikið hcfir því skort á það, að Þor-
valdi Thoroddsen léki allt í lyndi í
erlendum bæ. Barningur og andbyri hafa
varnað dýrum óskum hans og viðleitni
sigurs. Og slíkt hefir honum beiskju
bakað. En við þetta bætist, að hann
hefir, að líkindum, allt af verið laus á