Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 29

Andvari - 01.10.1959, Síða 29
JAKOB THORARENSEN: STÓRAPLÁGA Sögubrot frá fimmtándu öld. Dauðinn ríkti í landinu, svo dauft var yfir byggðum. Samt var glaða- sólskin dag eftir dag, oftast dálítil vestlæg gola um hádaginn, en gjaman stilli- logn, er leið að aftni, enda var þetta á fegursta tíma ársins. Hann hóf ferð sína seint í júlímánuði í hjörtu, indælu veðri, — og erindið var að leita uppi lifið. Hann var einhesta og hann var nestislaus, enda alls staðar hægt að skipta og taka sér nýjan hest eftir því sem þörfin krafði, eða þá um frarn alla þörf, því honum var í rauninni hjartanlega heimill til eignar og yfirráða gervallur búpeningur margra sveita. Eins var um hitt, hvað nestið snerti, að þess var engin þörf, því víðast var nógan mat að fá, ekki sízt á stórbæjunum, þar var að hafa hákarl og skreið í hjöllum, smjör í belgjum, súrrnat í sáum, og jafnvel af sjálfu hangikjötinu var hægt að taka að vild sinni og efna til kjarnmáltíÖa í hlóðacldhúsum bæjanna, því sums staÖar var enn að finna neista undir felhellum, sem glæða mátti. Engan þurfti leyfis að biðja til neins, því hvergi var mann að sjá, allt var dautt, allt fólk að segja. Hestar, kýr og kindur dreifðu sér hins vegar hvarvetna um brekkur og bala, en undi sér þó bezt, eins og vonlegt var, í óslegnum, vel sprottnum túnum. Enginn stuggaði við því. — Slíkt vom stakir sæludagar. Hann hóf að sveima um Múlasýslu norðanverða. Allt var dautt í Jökul- dal, allt virtist og útaf sofnað í Fljótsdalshéraði, eftir því sem næst varð komizt. En stök furða mátti það heita, hve lítið sást þó af líkum, aðdáunar- vert, hvað fólkið hafði komizt yfir að jarðsyngja og greftra meðbræðurna, rneðan til vannst eða nokkrir stóðu uppi til þeirra moldarverka. Sumir höfðu að síðustu hnigið niður í slægjunni og hvíldu þar og til var, að menn höfðu gefizt upp milli bæja, flestir sennilega á heimleið frá jarðarförum. En þó lítið sæist yfirleitt af líkamsleifum hinna burtkvöddu, var ferða- nianninum samt einna minnst um baðstofur bæjanna gefið, því þar lágu sums staðar einn eða tveir framliðnir; miklu tryggilegra, til að forðast lirellingar, var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.