Andvari - 01.10.1959, Page 31
ANDVARI
STÓRA PLÁGA
141
„Já, mikill er sá guðsdómur yfir saklausu fólki,“ sagði Sesselja. „Ég licl’
úthellt öllum mínum tárum til einskis og ekki á ég heldur nokkur orð til í
eigu mínni, — misst öll nánustu skyldmenni, verið manni heitin að auki og
hann farið sömu leið og hinir. Mikil undur og skelfing hefur þetta verið
erfiður og úthreiddur sjúkdómur."
„Og minnstu ekki á það, heillin góð,“ sagði hann. „Eg hygg að þetta
verði kölluð sú skæðasta pest, sem gengið hefur, síðan land var hyggt; sjálfur
Svartidauði í byrjun þessarar aldar verður naumast verri talinn."
„Æi-jæja, það sýnist til lítils að berjast við að lifa í þessu landi," sagði
stúlkan. „Og nú hefur María guðsmóðir ekki fengið miklu að ráða.“
„Það má sýnast svo, við vitum það bæði, að hún hefur gert allt, sem
hún liefur getað til líknsemdar," sagði hann. „En hún hefur sjálfsagt átt við
rannnan reip að draga, því Hann — Hann hefur verið svo reiður."
„Skárra reiðikastið, ég segi ekki nema það,“ varð Sesselju að orði. — „En
gakktu í bæinn, maður; viltu eklti skyrspón og rjóma?“
„Það tek ég mér til þakkar,“ anzaði hann og fylgdi henni inn göngin
ásamt kátum, uppveðruðum hundi, sem hér var til heimilis.
Þegar gestkomandi hafði lokið við að matast tók hann svo til orða: „Guð-
laun fyrir góðgerðirnar, skyr þitt er kekkjalaust og svalar vel í sólblíðunni. —•
En — jæja, stúlka mín góð, nú er fyrir okkur að hjálpast að og halda saman.
Ekki skulurn við hugfallast láta eða sýta svo mjög, þó fátt sé um manninn og
eyðilegt orðið um að litast. Allt er ráð okkar í hendi guðs, góðin mín. Nú
liggur fyrst fyrir að svipast urn eftir lifendum. Ekki vil ég öðru trúa en lifs-
kvikið aukist ögn þegar kemur, til að mynda, í Reyðarfjörðinn. Veldu þér nú
góðgengan, lipran hest, við skulum síga í áttina suður á bóginn."
En Sesselja kvaðst ekki eiga heimangengt og færðist undan að gefa sig
í slíkt ferðalag. — Það væri bæði kýrnar og ærnar, sem sinna þyrfti, sagði
hún. En auk þess yrði að verja túnið, ótækt að láta sauðfé og hesta leggja
það undir sig, — og það jafnvel aðkomuhesta. En sér í lagi væri það sarnt
skyrið og smjörgerðin, sem ekki mætti vanrækja.
En Sighvati var spurn: Hvað ætti í raun og veru að gera við mjólk og
smjör, og hverjum væri það til baga, þó búpeningur fengi að naga túnið, eins
og nú væri komið?
Því var hún ekki viðbúin að svara og lenti í nokkrum vífilengjum og
rökleysum um sinn. — Innan stundar féllst hún svo á brottförina og fór að
búast skjaldhafnarfötunum.
Sighvatur tók sjálfum sér einnig nýjan, föngulegan reiðskjóta í stað þess,
er hann hafði áður riðið. Hann fann að sönnu að slíkt var stuldi líkast, eftir