Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 32

Andvari - 01.10.1959, Síða 32
142 JAKOB THORAUENSEN ANDVARI því eignalögmáli, sem gilt liafði til þcssa, en nú var engum manni með þessu miski gerður, svo mjög breytilegur reyndist jaínvcl sjálfur eignarrétturinn á þeirri nýju tíð, sem gengin var í garð. Sesselja hraðaði heimanhúnaði, læsti dyrurn vandlega og sté síðan á bak. I lún tók einungis með sér stálpaðan kettling, sem hún reiddi í keltu sinni í poka, lét þó snjáldrið standa upp úr, svo kisi naut útsýnis og þæginda eftir því sem við varð komið. Að sjálfsögðu elti hundurinn og sýndist liann nú vart kunna sér læti fyrir lífsfögnuði. Síðan sigu þau af stað og lögðu á hinn erfiða Nípuljallgarð áleiðis til Norðfjarðar. En allir reyndust sofa svefninum langa í þeirri byggð, sama var að segja um Eskifjörð — og þegar kom í Reyðarfjörðinn brást hann líka um öll lífs- mörk, hvað mennina áhrærði, en sprækur og fjörugur búpeningur dreifði sér þar sem annars staðar um allar jarðir. Fáar baðstofur voru þar tilkippilegar vegna burtsofnaðra, og tóku þau sér því fyrstu samgistingu í fjárhúskofa. Svo var ferðinni haldið áfram um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og Berufjörð. Þau stungu við stafni rétt á hverjum bæ og þóttust leita af sér allan grun um líf meðbræðranna, en hvarvetna var sami djúpi svefninn. Alls staðar voru því auðveld og guðvelkomin hestaskipti, matur, gisting og hvað eina. Annars dauði — dauði. Og samt sveif andinn yfir sveitum, því víða mátti sjá bókfellin — kálfskinnsbækurnar, ekki sízt á hinum meiri bæjum. I áningarstað einum í Álftafirði sagði ferðastúlkan: „Ætli það sé rétt, sem heyrzt hefur, að í fyrndinni hafi einhverju sinni rignt svo mikið vikum eða mánuðum saman, að öll lönd hafi farið í kaf og elcki staðið upp úr nema fáir einir allra hæstu fjallatindar — og að í þessu óhemjulega flóði hafi ekki komizt af nema sárfáar mannkindur á einum stórum báti, sem Örk nefndist? — Ætli þetta geti verið satt?“ „Þú átt við syndaflóðið," anzaði Sighvatur. — „Jú, það er satt og rétt með farið, lamhið mitt. Það stendur í heilagri ritningu, sem er feikna stórt bókfell, allvíða til í útlöndum, og mun þetta sjást svart á hvítu, ef afrit þeirrar frábæru skinnbókar kynni að berast til okkar lands, sem vera má að guð gefi einhverntíma, og lukkast megi þá að útleggja það á vort móðurmál. En fráleitt verður það fyrr en löngu eftir að landið hefur hjarnað við eftir þessi veikindi/ „Mikið feikilega hefur það skip hlotið að vera stórt,“ sagði Sesselja. „Frétzt hefur að formaðurinn hafi tekið með sér í bátinn minnst tvö dýr af hverri einustu tegund. — sitt af hvoru kyni, og ekki einungis hesta, kýr, hunda og ketti, heldur líka mýmörg útlenzk dýr, sem nefnd eru fíll, úlfaldi, tígrisdýr,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.