Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 36

Andvari - 01.10.1959, Side 36
146 JAKOlí THORARENSEN ANDVAIU þessu sinni. Þaðan var því helzt að vænta nýs blóðs, heilbrigði og þróttar í þjóðlíkamann á næstu mannsöldrum. „Já, mikil feikn og skelfing hefur nú á dágana drifið undanfarna mán- uði,“ sagði Þórólfur. „En sárast af öllu finnst okkur samt, hér um slóðir, að vera prestlaus." „Þú segir svo, Þórólfur bóndi, en fleira mundi samt við þurfa en prest, eins og lífið horfir við — eða þær lífsrytjur, sem eftir eru skildar,“ sagði Sighvatur. „Ekkert mundi þó við hjálpa lífinu neitt viðlíka eins og prestur og guðs- orðið nógu klárt og kröftugt, svo sem nú er komið ráði manna,“ mælti Þórólfur af auðheyrðum sannfæringarhita. „Jæja, Þórólfur góður, úr því mætti þá kannske bæta að nokkrum mun,“ sagði Sighvatur. „Það á svo að heita, að ég hafi fram að þessu verið þjónandi prestur í Möðrudal á Fjalli.“ „Er sem mér heyrist? — Þetta kalla ég mikil tíðindi og góð. Guði algóð- um sé lof fyrir yðar hingaðkomu," sagði Þórólfur fagnandi. „Ég þakka vinsamleg orð,“ sagði séra Sighvatur. „Verður nú og, hýst ég við, staðnæmzt til frambúðar, hjá okkur Sesselju, í þessari sveit. En ekki sný ég aftur með það, að til eru þeir hlutir, sem Island þarfnast nú jafnvel enn meira en prests, ef vel á að fara. Mest og brýnust allra nauðsynja er þá fjölg- unarþörfin. . . . En hvað ég vildi mér segja. — Ég lít svo til að báðar konurnar, sem hér eru fyrir muni komnar yfir fimmtugt. Er ei sem mér sýnist?" „Jú, Ingunn þarna er fimmtíu og tveggja vetra, en Þórkatla nálgast sextugt," svaraði Þórólfur. „Næst vík ég þá orðum mínum að þér, ungi maður, sem ég heyri nefndan Jón, og munt vera hinn einasti eftirlifandi Jón hér um sveitir og þó víðar væri leitað. Hvað gamall ert þú, góðurinn minn?“ sagði prestur. „Ég er tuttugu og fjögra vetra,“ svaraði Jón. „Þá aðspyr ég þig, Sesselja sæl, mín þolna og frábæra samferðakona, hver er aldur þinn?“ „Ég er þrjátíu og eins árs,“ gegndi Sesselja. „Nú — jæja, á öllu betra verður ekki kosið, úr því seni gera er,“ sagði prestur — „og sérð þú nú, Sesselja, þína sæng upp reidda, heillin mín. Þér og Jóni þarna, hinum unga, ánalna eður afhendi ég á þessari stundu eitt mesta hlutverk lífsins, — ef guð lofar og hugðir mannanna og tilhneigingar reynast líkar því sem þær hafa lengstum verið. Við megum ekki digna, stúra eða bugast láta, hvað sem á dynur. — Við margt verður sjálfsagt að stríða, á kom-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.