Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 38
Þjóðsagnabók Ásgríms Jónssonar.
Komin er út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs fögur bók mcð þjóðsagnamyndum Ásgríms
Jónssonar. Svo segir í formála bókarinnar:
„Síðustu missirin, sem Ásgrímur Jónsson lifði, vann hann að verki, sem honum var mjög
í mun að Ijúka áður' en um seinan yrði. Var það nýr flokkur mynda úr íslenzkum þjóðsögum.
Allt frá ungum aldri höfðu þjóðsögur verið Ásgrími hugleikið viðfangsefni, og á langri ævi
gerði hann margar myndir út af þjóðsagnaefni, blýants- og pennateikningar, vatnslitamyndir og
olíumálverk. Aldrei voru þjóðsögurnar honum þó tíðnotaðri efniviður en undir lokin, er hann
vann að því af ofurmannlegu kappi nær hverja stund að glíma við verkefni úr myndauðugum
heimi þeirra.
Fáeinuin vikum áður en Asgrímur andaðist gaf hann Bókaútgáfu Menningarsjóðs kost á að
prenta í bók úrval hinna nýju þjóðsagnamynda sinna, ásamt sögum þeim, er þar til heyrðu. Mynda-
valið gerði hann sjálfur. Starfaði hann að undirbúningi myndanna til útgáfu allt til hinztu stundar.
Að ósk útgefanda var lcitað til prófessors Einars Ol. Sveinssonar um að semja inngangs-
ritgerð að bókinni. Brást hann vel við þeim tilmælum, svo sem gleggst vottar hin ágæta ritgerð
hans, „Ásgrímur og þjóðsögurnar“, sem prentuð er í bókinni.
Sú er von útgefanda, að bók þessi megi í senn vcrða minnisvarði listamannsins Ásgríms Jóns-
sonar og lifandi tákn um þann auð, sem fólginn er í verkum hans og íslenzkum þjóðsögttm.“
] Iér birtist ein af þjóðsagnamyndunum úr bók Ásgríms, allmikið smækkuð.