Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 44
154
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
Ef til vill þykir einhverjum, að það
mæli á móti þeim skilningi á kvæðinu,
sem hér að framan hefur verið lýst, að
það sé allt of ógnþrungið og hryllilegt
til þess að vera örvandi fyrir her, sem
búinn er til tvísýnnar orustu. En þetta
er þá misskilningur nútíma manns, sem
hefur allt aðra tilfinningu fyrir orustu en
víkingarnir höfðu. Fyrir þeim var orustan
ekki fyrst og fremst mannfall og dauði,
eins og hún er fyrir okkur, heldur ógur-
leg lífsfylling og lífsnautn, allt að því
heilagt æði, eins konar æðra stig þess sem
íþróttamenn, t. d. knattspyrnumenn,
finna, er þeir ganga til kappleikja, er
miklu þykja varða. Þetta æði þótti nauð-
synlegt að vekja til þess að barizt yrði
af fyllsta alefli. Þetta æði var jafnvel
stundum brýnt fram, þó að engin orusta
væri fyrir höndum. Það gerir t. d. Egill
í I löfuðlausn, og þar er skyldleikinn við
Darraðarljóð svo náinn, að vel má láta
sér finnast, að bæði kvæðin séu úr sama
afli, og er þó kvæði Egils miklu einhæf-
ara og fátæklegra, talað til orustuæðisins
eins. Tökum til dæmis þessa vísu úr
I Iöfuðlausn:
Flugu hjaldurstranar1) á hræs lanar,2)
vorut3) blóðsvanar benmás4 5 6) granar,B)
sleit und°) freki7), en oddbreki8)
gnúði hrafni á höfuðstafni.9)
Flest orð og atriði Darraðarljóða skil eg
á sama veg og algengast er meðal fræði-
manna í norrænum fræðum. Tvennt skil
1) Þ. e. hrafnar.
2) Þ. e. hrækesti.
3) Þ. e. voru eigi.
4) Þ. e. hrafns.
5) Þ. e. granir, nefin.
6) Þ. e. sár.
7) Þ. e. úlfur.
8) Þ. e. oddbylgja, blóð.
9) Þ. e. nefi.
eg þó á annan veg, og af því leiðir, að
frávik verða um fleira. Annað er ekki
stórvægilegt fyrir kvæðið í heild. Það er
niðurlag fyrsta erindis. Það er á ýrnis-
legan veg í handritum, hefur a. m. k.
sums staðar brenglazt. Flestir hafa viljað
lesa það svona: Nú er fyrir geirum grár
upp kominn vefur verþjóðar, er vinur
fylla rauðum vefti randvesbana. Les-
hátturinn randvesbana styðst við eitt
handrit frá fyrri hluta 14. aldar, Möðru-
vallahók, og er þó ekki vafalaus þar, og
er réttast að skoða hann sem tilgátu 19.
aldar fræðimanna. Sú tilgáta fylgir þeirri
tilgátu, að Randvesbani sé Óðinn, og
séu valkyrjurnar kallaðar vinur (þ. e.
vinkonur) Óðins, og beri að skilja niður-
lag erindisins svo, að þær fylli vefinn
rauðu ívafi. Flestir hafa viðurkennt, að
þetta sé vandræðaskýring, sem til hafi
verið gripið, af því að önnur hafi ekki
fundizt, og sé þá myndin, sem upp er
brugðið í kvæðinu, ærið óskýr og klesst,
og ólík öðru í Darraðarljóðum, þar sem
hver mynd er annars Iilutlæg og skýr,
jafnvel óhugnanlega skýr. Það mælir
einnig á móti þessari skýringu, að í flest-
um handritum er „randverks" eða ein-
hvers konar afbökun þess orðs, og það
getur „randves"1) einnig verið. Orðið,
sem á eftir kemur, er í flestum hand-
ritum „bla“, og væri eðlilegast að lesa úr
því blá, bláan eða bláum, en þá hefur
ekki tekizt að finna neina skiljanlega
meiningu í vísuorðinu. í einu handritinu,
Gráskinnu, sem talið er vera frá því um
1300, er „líka“, þar sem önnur handrit
hafa „bla“. Þessu hefur lítill gaumur
verið gefinn, en þetta mun vera hinn
rétti texti. Ur honum má lesa hlutlæga
og skýra mynd í fyllsta samræmi við allt
annað í kvæðinu. Orðið randverk, sam-
1) Orðið er ritað nieð litlum upphafsstaf 1
Möðruvallabók.