Andvari - 01.10.1959, Síða 46
156
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
nokkru sinni hefur verið háð. Af þeim
sökum einum, þó að ekki kæmi fleira
til, er skiljanlegt, að atburðarins væri
lengi minnzt. Telja má, að her beggja
aðilja væri felldur í strá. Allir forystu-
mennirnir í orustunni féllu, nema Sig-
tryggur silkiskegg, enda segir í írskum
heimildum, að hann hafi ekki í bardag-
anum verið, heldur látið sér nægja að
horfa á hann úr virkisturni Dyflinnar.
Hinn írski bandamaður norrænna manna,
Maelmortha konungur í Leinster, féll í
öndverðum bardaganum, og komst eitt-
hvað af liði hans undan á flótta. Sig-
urður Orkneyjajarl og Bróðir féllu báðir.
Síðustu leifar norræna hersins leituðu til
strandar, og þar voru flóttamennirnir
ýmist kurlaðir í fjörunni eða þeir drukkn-
uðu í brimgarðinum. „Brjánn féll en
hélt velli“, segir í íslenzkri vísu fornri.
En sigur Brjáns var ekki mikill. Marg-
aður sonur hans, er bjó írska liðið til
orustu og stýrði því, féll í miðjum har-
daga, sonur hans, Kerþjálfaður, er þá tók
upp merkið, féll í sigrinum miðjum. í
síðustu hríðinni, er harizt var við dreif
norræna hersins í fjörunni, gekk yfir
hann brotsjór, og þar drukknaði hann
með fjandmönnum sínum. Enginn niðji
Brjáns gat þá tekið upp rnerki hans. Af
sonum hans lifði aðeins Dungaður, sem
eigi getur hafa verið eldri en 11 ára, og
móðerni hans var slíkt, að þess var engin
von, að Irar hiðu cftir honum sem höfð-
ingja sínum eða konungi: hann var sonur
Kormlaðar. Irland beið orustunnar eigi
bætur í áratugi, jafnvel aldrei. Víking-
arnir norrænu áttu sér enga upprcisn eftir
hana, og er eðlilegt að skoða hana sem
lok víkingarinnar, herferðum Norður-
landamanna til Vesturlanda eftir hana
var öllum stjórnað af þjóðkonungum.
Sigtryggur silkiskegg var áfram konung-
ur í Dyflinni, en aðeins að nafni til, og
aðeins vegna þess, að hann var slíkur
aukvisi, að ekki þótti taka því að reka
hann þaðan. Dyflinn var ekki lengur
norrænt víghreiður, og ekki heldur lengur
tengiliður milli norrænna manna og íra.
Eftir Brjánsbardaga lokuðust leiðir íslend-
inga um Hjaltland, Orkneyjar og Suður
eyjar til írlands. Þeir áttu aðeins til
minningar um þessa týndu þjóðbraut
Darraðarljóð, hergmálið af því heiftar-
æði, er sleit öll tengsl milli íslenzkra og
írskra manna.