Andvari - 01.10.1959, Page 49
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON:
íslendingar í Vesturheimi.
Sam\vccmt amcrís\um s\ýrslum.
I manntalsskýrslum Kanada og Bandaríkjanna má fá noklua vitneskju um fólk
þar, sem af erlendu bergi er brotið, og þar á meðal um Islendinga. Ekki fást þó
upplýsingar um þá í sama mæli sem um stærri þjóðir. Stundum er öllum þeim
þjóðernum, sem fámennust eru, slengt saman í eitt, og stundum eru Norðurlanda-
þjóðirnar (Svíar, Danir, Norðmenn og Islendingar) teknar í einu lagi, og bvort
heldur sem er, fást ekki upplýsingar um íslendinga sérstaklega varðandi þau atriði,
sem þannig er með farið. Ur skýrslunum um manntölin í Kanada og Bandaríkjunum
um 1930 tíndi ég upp helztu tölurnar, sem þar var að finna um íslendinga, og birti
urn það greinarkorn í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1940. Hugðist ég nú að notfæra
mér á sama hátt manntölin, sem fram fóru um 1950 (í Bandaríkjunum 1. ágúst
1950 og í Kanada 1. júní 1951), en komst þá brátt að raun um, að þar var miklu
minni fræðslu að fá um íslendinga heldur en úr manntölunum um 1930. 1 flestum
töflum, þar sem Islendinga var áður getið sérstaklega, er þeim nú slengt saman
við aðrar þjóðir. I einstaka töflum cru þeir þó cnn út af fyrir sig, og eru aðal-
tölurnar um þá þar birtar hér.
KANADA
Fæðingarstaður, ælterni ug móðurmál. Þjóðerni er miðað við þrennskonar
sjónarmið, fæðingarstað, ætterni og móðurmál, og á manntalsskýrslum Kanada sést,
hver er þáttur Islands miðað við hvert þeirra um sig. Á fæðingarstöðunum má
nokkurnvcginn sjá, hve mikið er af innflytjendum frá hverju landi. í Kanada er
spurt um ætterni allra, hversu langt sem um er liðið síðan forfeður þeirra fluttust
til Kanada, og er þá eingöngu miðað við karllegginn. Allir þeir, sem konmir eru í
karllcgg frá íslenzkum innflytjendum, eru þannig taldir af íslenzku ætterni. Með
íslenzkt móðurmál eru þeir taldir, sem eru frá heimilum, þar sem íslenzka er töluð,
enda þótt þeir tali hana ekki sjálfir (svo sem ómálga börn) eða annað mál (t. d.
enska) sé þeim tamara. Við undanfarin manntöl í Kanada hafa aðaltölurnar um
íslendinga verið þessar: