Andvari - 01.10.1959, Síða 55
ANDVARI
ÍSLENDINGAR í VESTURIIEIMI
165
foreldra þeirra eða báðir, en 3. ættliður er talinn amerískur. 1930 voru aðeins þeir
spurðir um móðurmál, sem fæddir voru erlendis, en þar áður var spurningunni beint
einnig til þeirra, sem áttu foreldra fædda erlendis. Talan um móðurmál 1930 er
því sett hér milli sviga, því að hún nær yfir þrengri hóp heldur en tölurnar fyrir
árin á undan og mun ekki fara mjög fjarri tölu manna í Bandaríkjunum fæddra á
íslandi. Því liafa þær tölur, sem svara til hcnnar árin á undan, verið settar milli
sviga í dálkinn um fædda á íslandi. 1 manntalstöflunum 1940 hefur íslenzku verið
slegið saman við önnur fátíð mál og 1950 hefur líka íslenzku ætterni verið slengt
saman við ætterni annarra smáþjóða, en um móðurmál var ekki spurt við það mann-
tal. Ur manntalinu 1950 er því aðeins unnt að fá nokkra fræðslu um fólk í Banda^
ríkjunum, sem fætt er á Islandi, og er hún þó af mjög skornum skammti, aðeins um
heimilisfangið. Skiptist fólk þetta þannig eftir því, í hvaða ríkjum það átti heima
(raðað cftir fjölda):
Washington .......................... 430
New York............................. 350
California .......................... 255
Norður-Dakota ....................... 235
Massachusetts ....................... 160
Minnesota ........................... 150
Illinois ............................ 110
New Jersey .......................... 100
Ohio ................................. 75
Oregon ............................... 60
Michigan ............................. 50
Önnur ríki........................... 480
Samtals 2455
Tafla þessi er gerð með talningu á úrtaki, sem nemur fimmta hluta af öllum
fjöldanum og útkomurnar i hverju ríki því margfaldaðar með 5. Þess vegna enda
tölurnar allsstaðar á 0 eða 5.
Fjölmennastir voru íslendingar í Washingtonríki vestur við Kyrrahaf, en í
öllum Kyrrahafsríkjunum (Washington, Californiu og Oregon) hjó urn 30% af því
fólki, sem fætt var á íslandi, en flutzt hafði til Bandaríkjanna,