Andvari - 01.10.1959, Page 63
ÁNDVAHI
IIINRIK VIII. OG ÍSLAND
173
öld flyzt einungis 31% af innflutningi
til Lundúnaborgar með enskum skipurn.
Um 1520 hefur utanríkisverzlun lands-
ins fjórfaldazt, en þá kemur um 41%
af innflutningi höfuðborgarinnar á inn-
lendum skipum, enn þá eru um 59%
í höndum útlendinga.
II.
Þegar Uinrik VIII. tók völd 22. apríl
1509, var Englendingum bannað að
sigla til Islands lögum samkvæmt, en
frjálst í framkvæmd. Þá höfðu enskir sæ-
farar stundað siglingar hingað norður í
hundrað ár rétt, eftir því sem næst verður
komizt, og oftast í heimildarleysi. Vorið
1408 eða 1409 hafa enskir fiskimenn í
fyrsta sinn séð ísland rísa úr hafi.1) Á
næstu árum löðuðu auðug fiskimið við
strendur landsins fjölda skipa „til hinna
köldu stranda". Þessar siglingar voru brot
á verzlunarréttindum Björgvinjarkaup-
manna, sem höfðu einkarétt til verzlunar
við skattlönd norska ríkisins,2) og Islend-
ingar voru lítt hrifnir af erlendum sjó-
mönnum á fiskimiðum við landið. Árið
1413 bannar Eiríkur Danakonungur af
Pommern íslendingum að verzla við
erlenda kaupmenn, sem þeir væru ekki
vanir að kaupslaga með.3) Slík bönn
voru um þær mundir út í bláinn, því
að Danir voru ekkert flotaveldi og um-
boðsstjórnin á Islandi umkomulítil til
stórræða. Konungur varð því að neyta
annarra bragða til þess að stöðva þann
leka, sem kominn var á skatt- og toll-
heimtu hans á íslandi. Þegar Hinrik V.
kom heim að unnurn frægum sigri við
Agincourt, biðu hans í Lundúnum sendi-
menn norsku krúnunnar og kærðu ný-
uppteknar, löglausar fiskveiðar og verzl-
un Englendinga við ísland og aðrar fisk-
veiðieyjar Noregskonungs.4) Þar með
hófust deilur um fiskveiðirétt við ísland,
og þeim er ekki lokið enn í dag. Hinrik
VIII. varð tilhlýðilega við kærum frænda
síns og bannaði Englendingum að sigla
til íslands í citt ár „nema samkvæmt
fornri venju“ (aliter quam antiquitus
fieri consuevit). Þetta bann var tilkynnt
í enskum hafnarborgum, en því var sam-
stundis mótmælt kröftuglega af neðri
málstofu enska þingsins.5) Stjórnin virð-
ist ekkert hafa gert til þess að frarn-
fylgja banninu næsta ár, enda mun ensk
sigling til Islands hafa farið stöðugt vax-
andi. Islenzkir annálar herma, að árið
1419 hafi 25 ensk skip farizt við Island
í ofviðri á skírdag,8) en annars er fátt
vitað um enskan skipafjölda á Islands-
miðum á 15. öld; helzt mætti ætla, að
þau hafi oft verið um 100.
Fiskur var aðalútflutningsvara Islend-
inga um þessar mundir eins og jafnan
síðan, en fyrir íslenzka skreið hafði
aldrei verið mjög góður markaður í
Björgvin, því að Norðmenn veiddu
gnægð af fiski sjálfir. Við komu Eng-
lendinga opnaðist íslendingum nýr og
betri markaður fyrir fisk, því að þeir
buðu um helmingi betra verð en Norð-
menn höfðu gert.7) Englendingar boluðu
því Norðmönnum frá verzlun við íslend-
inga á fáum árum. Hin aldagömlu við-
skiptabönd þessara landa rofnuðu og
urðu ekki hnýtt aftur um nokkrar aldir.8)
íslendingar fögnuðu frá upphafi kaup-
siglingu Englendinga, en börðust gegn
fiskveiðum þeirra á ýmsan hátt.°) Á al-
þingi reyndu íslenzk stjórnarvöld að
skipuleggja athafnir þeirra með lögum
og leyfisveitingum,10) en konungsvaldið
og Björgvinjarkaupmenn gripu fram fyrir
hendur þeim. Nýr hirðstjóri, Hannes
Pálsson, var sendur til íslands og þýzkur
verzlunarerindreki.11) Þeir félagar riftuðu
tilskipunum Islendinga, sviptu menn
embættum og reyndu að skera upp herör
gegn Englendingum.12) Árið 1425 ítrek-
aði Danakonungur bannið við siglingum