Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 64

Andvari - 01.10.1959, Page 64
174 Í3JÖ11N ÞORSTliINSSON ANDVARI útlendinga til norskra skattlanda, en Englcndingar létu ekki skipast við þau boð, tóku hirðstjóra konungs á íslandi höndum og fluttu þá fanga til Eng- lands.13) Ut af þessum ofbeldisverkum jukust dcilur milli dönsku og ensku ríkisstjórnanna, en þeirn lauk með því, að enska þingið setti lög 29. september 1429 þess efnis, að Englendingar, sem girnist að kaupa skreið, skuli einungis sigla til miðstöðvar skreiðarverzlunarinn- ar í Björgvin, en þar hafi Eiríkur kon- ungur veitt Englendingum sömu réttindi til verzlunar og Hansamönnum.14) Þessi lög voru ítrekuð af samningi ríkisstjórn- anna 1432 og með enskri tilskipun frá 1444.Í5) þessj fyrirmæli voru að engu höfð af enskum sæförum, eins og hezt kemur fram í erindinu um ísland í ensku aldarfarsbókinni, The Lihellc of Englyshe Polycye, sem talin er frá því um 1436: Llm ísland er þarflaus orða gnótt, utan hvað skreið er þangað sótt. Til heilla á hraut og heim um ál er heitið á stein og segulnál. Frá Byrstofu er skroppið á skammri stund og Skarðaborg um hin köldu sund og fleyi stýrt undan hrönnum hratt, og hafa skulu menn fyrir satt, að svo mörg skip hafa siglt í ár, að sumra var hluturinn minni en smár.10) Arið 1447 lét Danakonungur hertaka nokkur ensk skip á Eyrarsundi og neyddi ensku stjórnina á þann hátt til samninga. Vopnahlé var samið 1449 og skyldi standa í tvö ár, en á því tímabili var ákveðið, að enskir kaupmenn sltyldu hvorki sigla til íslands, Hálogalands né Finnmerkur án sérstaks leyfis Noregs- konungs.17) Þar með gafst dansk-norska ríkisstjórnin upp við að útiloka algjör- lega verzlun Englendinga við ísland. Eftirtektarvert er það, að hvergi er minnzt á fiskveiðar í samningi þessum. Hins vegar segir í Lönguréttarbót, sem konungur sendi Islendingum árið eftir, að allir engelskir menn og írskir, sem til íslands sigli, séu útlægir og friðlausir og skip þeirra og góss upptækt, nema þeir hafi í höndurn siglingaleyfi frá kon- ungi.18) Um þessar mundir reyndi danska stjórnin að efla umboðsstjórn sína og skattheimtu á Islandi, en án sýnilegs árangurs. Llansasambandið var eina veldið í Norður-Evrópu, sem gat skákað Englendingum við Islandsstrendur, en íslandsverzlun freistaði ekki forystu- borgar þess enn sem komið var. Norska skreiðarverzlunin var í höndum Lýbiku, og virðist hún hafa fullnægt fiskþörf meginlandsmarkaðarins. Reyndist það ógjörlegt að einoka íslandsvcrzlunina í Björgvin, töldu Lýbikumenn hag sínum bezt borgið með því að beina henni til Englands, en þar ráku Hansamenn enga teljandi fiskverzlun. Eftir 1449 gátu enskir sæfarar keypt sér leyfi til Islandsferða, en fæstir hirtu um það formsatriði. íslandssiglingar urðu því eftir sem áður deiluefni milli ríkis- stjórna, og enn var setzt að samninga- borði 1465. I þeim samningum, sem nú voru gerðir, segir, að Englendingar megi sigla til Islands að fengnu leyfi Dana- konungs, en hvorki til Idálogalands né Finnmerkur, nema þeir hrepptu hafvill- ur.10) Þessi greinarmunur á norsku skatt- löndunum er sennilega gerður að ósk Ilansamanna. Englandskonungur staðfesti ekki ákvæði samningsins urn Eyrarsundstoll- inn, svo að Kristján I. nam úr gildi öll siglingaleyfi, sem hann hafði veitt ensk- um skipum, en Englendingar héldu engu að síður til Islands og drápu þar hirð- stjóra konungs, Björn Þorleifsson. Kristján I. svaraði með því að láta her- taka 7 ensk skip á Eyrarsundi dagana
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.