Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 65

Andvari - 01.10.1959, Page 65
ANDVARl HINIUK VIII. OG ÍSLAND 175 5.—8. júní 1468.20) Þannig hófst styrjöld milli Dana og Englendinga og drógust norður-þýzkar Hansaborgir brátt inn í ófriðinn.21) Vopnahlé var samið 1473 með status quo, en endanlegir friðar- samningar náðust fyrst árið 1490. Við þá friðargerð veitti Hans I. Danakon- ungur Englendingum rétt til fiskveiða og verzlunar við Island, ef þeir keyptu sér þar til áskilin leyfi á 7 ára fresti. Þegar Islendingar staðfestu samninginn á al- þingi um sumarið, felldu þeir niður fisk- veiðiheimildina. A næstu árum hertu þeir baráttuna gegn erlendum fiskimönn- um við ísland með lagasetningum, og voru duggarar dæmdir réttlausir, hvar sem þeir næðust, ef þeir ráku enga verzlun.22) Samkvæmt íslenzkum lögurn gátu því erlendir fiskimenn keypt sér fiskveiðileyfi á Islandsmiðum með því að flytja íslendingum kærkominn varning og kaupa af þeim fisk. Af enskum tolla- skýrslum frá fyrra hluta 16. aldar sést, að fjöldi enskra fiskiskipa hefur notfært sér heimildina. Allar tilraunir danskra og norskra stjórnarvalda til þess að hefta Islands- siglingar Englendinga á 15. öld og beina íslenzku verzluninni á forna braut til lljörgvinjar urðu árangurslausar. 1 styrj- öldinni um 1470 tók Danakonungur að efla Hansamenn til Islandsferða, en bæði Lýbika og Björgvinjarkontórinn þýzki heittu sér eindregið gegn öllurn beinum siglingum milli íslands og Hansastað- anna,23) Hansamenn voru Englendingum því ekki hættulegir keppinautar fyrst í stað við Island. Allt fram á 8. tug 15. aldar eru Eng- lendingar að mestu einráðir á hafinu við ísland, frá því að þeir hófu siglingar þangað norður um 1409. Þótt siglinga- °g verzlunarleiðir lokuðust með strönd- um Evrópu sökurn styrjalda og sjóræn- 1;ngjar lægju þar fyrir kaupförum við eyjar og annes, þá var Englendingum ein leið ávallt örugg, en hún lá norður og vestur í haf. Eftir að Hansamenn hófu siglingar til íslands, tók enska stjórnin að efla öryggi íslandsflotans, gæta þess, að hann væri vel búinn vopn- um og vistum og senda herskip honum til varnar. Elzta heimildin um slíkar ör- yggisráðstafanir er bréf Richards III. til sjómanna í héruðunum Norfolk og Suf- folk frá 23. febrúar 1484.24) Um 1500 höfðu tugir og jafnvel allt að hundrað skip látið úr höfn í Englandi í nærfellt heila öld og siglt norðvestur yfir Atlants- haf. Slíkar siglingar voru nýjung í vestur- evrópskri sögu. Nýtt flotaveldi var að rísa á legg, og það sækir í vesturátt. III. Fyrstu lög, sem fyrsta parlament ríkis- stjórnar Hinriks VIII. setur, fjölluðu um afnárn laganna frá 1429. Þar segir m. a., að ýmsir þegnar konungs, sem þekktu ekki ákvæði þeirra og sigldu til íslands og annarra landa í ríki Danakonungs til kaupa á fiski og öðrum vörum, hafi sætt ströngum refsingum þeim til mikils tjóns og niðurdreps, enda þótt fiskur og aðrar vörur frá því landi séu mjög þarflegar og nytsamar almenningi í rikinu.25) Nú er ókunnugt, að nokkrum hafi verið refsað eftir þessum lögum frá árinu 1464,26) en ónógar rannsóknir á skjöl- um tímabilsins geta verið orsök þeirrar vanþekkingar. Annars hafði lögunum frá 1429 sjaldan verið beitt til þess að hindra siglingar Englendinga til íslands, heldur kröfðust Englandskonungar þess einungis, að þegnar sinir keyptu hjá sér undanþágur frá ákvæðum þeirra, og var Játvarður IV. einkum örlátur á slík leyfi.27) Eftir 1449 gátu Englendingar siglt til íslands á löglegan hátt, ef þeir urðu sér út um leyfi hjá Englands- og Danakonungi og greiddu auk þess tolla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.