Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 76

Andvari - 01.10.1959, Side 76
186 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI una.79) Þetta varð til þess, að dr. Lee var gerður aftur út af örkinni 1534 til Hamborgar, og flutti hann að þessu sinni Hamborgarráði beiðni Englandslconungs, að það veitti herra hans aðstoÖ í réttlætis- máli hans gegn lögleysum æðsta prests- ins í Róm.80) Þannig hafði erindi Thomasar Lee gjörsamlega breytt um inntalc frá árinu áður, en þá vissi Hinrik gjörla að hverju rak. Að þessu sinni var íslenzka dcilan enn á dagskrá, en undir þeim dagskrárlið var hvorki rætt um skaðabætur né refsingar, heldur reglu- gerðina, sem átti að tryggja frið milli Hamborgara og Englendinga við ís- land.81) Urn þessar mundir cru stærri sjónar- mið farin að opnast Hinriki VIII. í norðri en verzlun og siglingar við ísland og þrætur um þá hluti. Friðrik I. Dana- konungur andaðist 3. apríl 1533, og urðu strangir flokkadrættir um ríkiserfðir. Ríkisdagurinn danski frestaði konungs- kjöri um sumariÖ að vilja kaþólska flokks- ins, en Lýbilca (Wullenwever) með hluta I Iansaborganna sér við hlið reyndi í nafni hins fangelsaÖa konungs, Kristjáns II., að efla þar til valda stjórn, sem tryggði Hansamönnum forréttindi til verzlunar í danska ríkinu og takmarkaði siglingar Idollendinga inn á Eystrasalt. Helzti and- stæðingur þeirra áforma varð brátt Kristján hertogi af Holtsetalandi, sonur FriÖriks I. Ilann naut styrlcs holzteinska og danska aðalsins og um skeiÖ Niður- landa. Greifastríðið (1534—’36) um danskar ríkiserfðir var löngum háð af rneira kappi af erindrekum við hirÖir fursta og konunga cn á vígvöllum, en þar börðust prótestantiskir borgarar oft mcð styrk kaþólskra fursta gegn lúthersk- um hertoga. Flér skiptir þessi styrjöld ckki máli að öðru leyti cn því, að Hinrik VIII. mun um skeið hafa gert sér vonir urn áhrifavald á Norðurlöndum, ef Lý- bika hrósaði sigri. Sumarið 1533 leggur lýbskur víkingur, Marcus Meyer, skipi sínu við England til þess að afla vista, en hann hafði herjaÖ á Hollendinga á Norðursjó. Englending- ar tóku víkinga höndum og Marcus Meyer var fluttur til Lundúna og varpað þar í Tower. Elclci dvaldist hann lengi í dýflissunni, því að konungur veitti hon- um frelsi, hengdi gullkeðju um háls hon- um í stað snöru, sló hann til riddara, veitti honum heiÖurslaun og sendi hann heim til Lýbilcu. Seint á árinu fer stjórnin í Lýbiku þess á leit við Hinrik, að hann láni fé „til þess að undiroka konungs- ríkið Danmörku" (to subdue the realm of Denmark), en á næsta ári fær full- trúi borgarinnar a. m. k. 20.000 gyllini „léð borginni Lýbiku til ráðstöfunar í eigin þágu“.82) Sumarið 1534 er Kristján hertogi kjörinn konungur Danmerkur, en völd hafði hann í fyrstu lítil utan Jót- lands, því að dönslcu eyjarnar voru að mestu í höndum andstæÖinga hans, Lý- bilcu og bandamanna hennar. Kristján III. tók brátt upp stjórnmálasamband við Hinrilc VIII. og reyndi að teygja hann frá stuÖningi við óvini sína. Snemma árs 1535 sendi hann Peder Svave, ritara sinn, til Skotlands og Englands, og átti hann m. a. að lcomast að því, hvers konar samband væri milli Hinriks VIII. og Lýbiku, en við þeirri spurningu féklc hann engin gild svör. Hinrik lét hins vegar í það skína, að liann væri fús til málamiðlunar milli stríðsaðila í Dan- mörku.83) Þann 15. marz 1535 leggur Svave fyrir Cromwell greinar að friðar- samningi og sáttmála milli Danmerkur, Lýbikumanna og Englendinga, en þar er gert ráð fyrir, að ísland verði veÖsett Englandskonungi fyrir ákveðinni fjár- hæð.84) Ekki er vitað, að Hinrik hafi þótt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.