Andvari - 01.10.1959, Page 84
194
liGILL 11ALLGRIMSSON
ANDVARI
Skálholt á 18. öld.
Háskólanátn.
AS þessum tíma liðnum hélt hann til
móður sinnar. Hann stóð nú á tvítugu
og hugði til framhaldsmennta erlendis.
Ljótunn móðir hans veitti honum farar-
eyri. Hélt hann síðan yfir Miðnesheiði,
þar sem nú liggur einn stærsti flugvöllur
Evrópu og hin framandi borg í heiðinni,
steig um borð í Básendafar og sigldi með
því til Kaupmannahafnar haustið 1717,
en Kaupmannahöfn var þá og um langan
aldur sameiginleg höfuðborg íslendinga
og Dana. Settist Jón nú í háskólann þar,
sem þá var cinnig háskóli Islands, og
lagði aðallega stund á málfræði og guð-
fræði; fór síðan til Jótlands og Holtseta-
lands og dvaldi eitt ár við háskólann í
Kiel í Þýzkalandi. Fékkst hann þar eink-
um við heimspeki og sögu. Sýndi hann
sem fyrr frábærar gáfur og lauk hinum
ágætustu prófum.
Skólamcistari og lærdómsmaður.
Dvaldist hann nú við ritstörf, kennslu
og nám erlendis samfleytt næstu árin til
1728 að undantekinni snöggri ferð til
íslands 1720 til að heimsækja ættingja
sína. Eftir heimkomuna 1728 varð hann
skólameistari í Skálholti. Ilafði hann
tekið sér fari hcim með Magnúsi kaup-
manni Kristjánssyni frá Básendum, þeim
er hann hafði siglt með utan fyrir nálega
11 árum, og tók ferðin 4 vikur.
Skólameistaraembættinu þjónaði hann
í 9 ár með miklum dugnaði og alúð. Geta
verður þess, að þunglyndi sótti á hann
á þcssum árum.
Jón Þorkelsson var einn mesti lærdóms-