Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 85

Andvari - 01.10.1959, Side 85
ANDVARI JÓN ÞORKHLSSON OG I’IIORKILLIISJOÐUR 195 og gáfumaður þjóðarinnar á sinni tíð og talinn mesta latínuskálcl Islendinga fyrr og síðar. Ha;in liafði á námsárum sínum erlendis lagt stund á mælskufræði, skáld- skaparvísindi, stærðfræði, grasafræði, læknisfræði og eðlisfræði og þjóðréttar- vísindi. „Er skoðun Jóns á þjóðréttar- stöðu landsins hin nv rkilegasta, því að hann segir blátt áfrain, nð „landið lúti konunginum alleina" . . ." Eftir hann liggur mikill fjöldi rita í h.indriti, bæði í bundnu máli og óbundnu, irumsaminna og þýddra á ýmsum tungumálum, þó mest á latínu, enda var latínan ef'.irlætis- mál hans og alþjóðamál þeirra tíma, scm hann mun hafa talið, að lifa mundi um aldir. I lafa rit þessi verið lesin af fræði- mönnum víða um lönd og hvarvetna þótt hin merkustu. Hefir hann með ritum þessum vakið þá athygli á landi og þjóð, sem ckki verður metin að verðleikum, enda mun ísland hafa í mörgu haft beint gagn af þessari landkynningu. Munu flest handrit hans vera í erlendum söfn- um, aðallega dönskum og einnig brezk- um, en afskriftir af ritum hans allflest- um í landsbókasafninu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að frumritin verði flutt heim, sem og önnur íslenzk handrit, sem eru í Danmörku. Hugsjónamaður og brautryðjandi. Jón Þorkelsson átti margar hugsjónir um betra land og mannaðri þjóð en var um hans daga. Hann gerði því margar tillögur til umbóta á ýmsum sviðum, einkum á menningarmálum, svo sem fræðslu- og kirkjumálum. Eru margar tillögur hans og uppástungur svo merkar °g frumlegar, að telja má hann fyrir- rennara og brautryðjanda ýmissa þeirra menningarhátta, er vér metum nú mikils °g teljum oss ekki mega án vera í þjóð- félaginu. Má telja, að Jón hafi skapað hliðstæðan kafla í menningarsögu lands- ins og störf samtíðarmanns hans Skúla Magnússonar í þágu iðnaðar og verzlunar. Faðir barna- og alþýðufræðslunnar. Verknám. Jón Þorkelsson liefir verið réttnefndur faðir barna- og alþýðufræðslunnar í land- inu, og má meðal annars benda á, að hann á fyrstur manna hugmyndina að honum svo nefndu verknámsskólum, því að samkvæmt reglugerð Hausastaðaskóla frá 1792, sem beinlínis var samin í anda Jóns Þorkelssonar, átti, auk þess að kenna börnunum lestur, skrift og reikning, að venja þau við alla algenga vinnu. Æðri menntun. Gísli Magnússon og þjóðskólinn. Þá setti Jón fram, fyrstur manna, hug- myndina um, að landsmenn eigi að hafa æðstu menntastofnanir handa sér í land- inu sjálfu. Gísli Magnússon sýslumaður, sem hef- ir verið nefndur Vísi-Gísli, hafði reyndar hundrað árum áður komið fram með hugmyndina um þjóðskóla á Þingvöllum, cn Vísi-Gísli ætlaðist til þess, að þjóð- skólinn yrði aðeins fyrir úrval höfðingja- sona, til þess að uppala nokkurs konar aðal í landinu, en Jón Þorkelsson lagði hina mestu áherzlu á undirstöðuna, al- þýðufræðsluna. Tillaga Vísa-Gísla var aldrei framkvæmd, en tillögur Jóns voru undanfari nútíma fræðslu- og menningar- kcrfis. Tillögur Jóns. I skrá, sem Jón Þorkelsson samdi um tillögur sínar, og mun vera skrifuð á árunum 1740—1741, ef ekki 1738, og enn er til um „það sem virðist þurfa rannsóknar og breytingar til batnaðar á íslandi", má rekja efni þessara tillagna. Og skal þá vikið að nokkrum þeirra. Til menningar alþýðu taldi hann nauð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.