Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 92

Andvari - 01.10.1959, Side 92
202 IIELGI SÆMUNDSSON ANDVARI lilut að verða í senn heimsborgarar og íslenzkir listamenn. Einangrun er heimskuleg fjarstæða í veröld atómaldar- innar. Ungu sagnaskáldin mótast af þessu. Þau eru börn sinnar aldar og lúta þróun hennar. Æskumaður, sem fæðist og starfar í Reykjavík og sækir nám til Frakklands, Bandaríkjanna, Þýzkalands eða Bret- landseyja, hugsar öðru vísi en unglingur, sem elur aldur sinn norður í Elörgárdal, vestur í Bolungarvík eða austur í Horna- firði og hleypir aldrei heimdraganum á langri og góðri ævi. Þessa hlýtur að gæta í íslenzkum skáldskap, enda er svo. Breyt- ingin verður ekki öllum að skapi, en hún er eigi að síður staðreynd. Og skáldskap- ur þessa nýja umhverfis og þessara nýju örlaga á tvímælalaust sama rétt og gömlu bókmenntirnar. Hann er alveg eins ís- lenzkur og miklu meira verkefni líkt og Iicyskapur á jörð, sem batnar og stækkar með ræktun og véltækni nútímans. Islendingar hafa miklu frá að segja og eiga hægt um vik að læra og tileinka sér listræn vinnuhrögð, sem hezt gefast mcð öðrum þjóðum. Ég trúi því, að þetta komi hér mjög við sögu í framtíð- inni. Sagnaskáldskapur síðasta áratugar opinberar ekki þessa reynslu nema að litlu leyti, en hún kennist og mun ganga yfir, ef að líkum lætur. Við lifum dag- renningu nýrrar aldar á Islandi. Ég vík þá að einstökum höfundum og bókum þeirra, en hlýt fyrst að gefa skýr- ingu á því, að tveir mcnn verða hér aðeins nafngreindir. Þeir eru Loftur Guð- mundsson og Stefán Júlíusson — öðru nafni Sveinn Auðunn Sveinsson. Báðir kvöddu þeir sér hljóðs fyrir 1949 og koma því ekki í minn verkahring. Mér finnst þetta miður, þar eð ég hef dálítið aðrar skoðanir á skáldskap þeirra en ýmsir félagar mínir í hópi gagnrýnenda daghlaðanna, en til þess eru reglur að fylgja þeim og sér í lagi, ef maður hefur sett sér þær sjálfur. Þrjár konur læt ég nánast liggja milli hluta. Þær heita Dagbjört Dagsdóttir, Guðrún A. Jónsdóttir og Sóley í Ellið, sem mun kallast Elólmfríður Eljartardóttir í kirkjubókinni og samfélaginu. Allar þessar konur hafa samið skáldsögur úr íslenzku sveitalífi og ekki tekizt verr en svo, að bækur þeirra myndu tilvaldar framhaldssögur fyrir íslenzku vikublöðin í Kanada. Boðskapur þeirra á hins vegar erindi við gamla kynslóð og liðna tíð, þó að skáldskapurinn sé meiri og skárri en margt af því lesefni, sem íslending- um fellur bezt til dægrastyttingar. Dag- hjört, Guðrún og Sóley segja þokkalega frá, en skáldskapur þeirra er mér og minni kynslóð lítið undrunarefni. Agnar Þórðarson á hér varla heima, cn þó byrja ég upptalninguna á honum. Skáldsaga hans, „Haninn galar tvisvar", er lítið afrek þroskuðum manni, þó að nýstárleg sé. ,,Ef sverð þitt er stutt" skilar sér betur. Þar gætir þjóðfélagslegrar ádeilu og sálfræðilegrar skýringar, cn sögufólkið stendur einhvern veginn bak við atburðina. Idöfundurinn ræður ekki við þá tækni, sem hann ætlar að beita. Skáldsagan er naumast vettvangur hans af þessum bókum að dæma. Hins vegar er Agnar kunnur leiluitahöfundur, en sleppur frá mér, þegar þar er komið sögu, enda nógir við að taka. Björn J. Blöndal varð frægur af bók- um sínum, sem flytja frásagnir eða endurminningar, enda slyngur stilisti og nákunnugur ævintýraheimi þess um- hverfis, sem hann segir frá, náttúruskoð- ari, veiðimaður og svcitarbarn, þótt kom- inn sé löngu til vits og ára. Björn túlkar þannig athafnir sínar í skauti borg- firzkrar náttúru og endurminningar lið- ins tíma, að lesendunum finnst hann skáld. Þetta verður aftur á móti ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.