Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 96

Andvari - 01.10.1959, Page 96
206 HliLGl SÆMUNDSSON ANUVAliI bílsins. Þær hefur IndriSi lært af sam- bandi mannsins og bestsins norður í Skagafirði, en einnig af bílnum, sem hann ók forðum og gleymir aldrei af því að endurminningin er honum sönn og áhrifamikil lífsreynsla. Ég veit ekki, hvort Hemingway kann á bíl, en þetta hcfur Indriði G. Þorsteinsson varla numið af honum. Sarna er að segja um það brenni- gler, sem Skagafjörðurinn verður Ijósi sögunnar. Það er ekki innflutningsvara heldur íslenzk framleiðsla. Og svona er sagan öll, þrátt fyrir hliðsjónina af snilli ameríska meistarans. Ég hika ekki við að telja „Sjötíu og níu af stöðinni" snjöll- ustu, sérstæðustu og listrænustu skáld- sögu þeirra höfunda, sem hér segir frá. En er þá ekki „Sjötíu og níu af stöð- inni“ eins konar tilviljun? Því hlýtur Indriði G. Þorsteinsson að svara þjóð sinni, en spurningin er mér raunar ekki vandamál. Smásagnasafn Indriða, „Þeir sem guðirnir elska", ræður þeim úrslit- um, að ég álít höfund „Sjötíu og níu af stöðinnf' sigrinum vaxinn. Flestar sögurnar eru svipmyndir líðandi stundar, en andrúmsloft þess, sem á bak við býr og framundan er, kemur á móti manni við lesturinn eins og veðurblíða eða hauströkkur, sem enginn hefur neitt fyrir að skynja. Sagnagerð þessarar teg- undar krefst miklu einlægari vandvirkni og yfirlætislausari hugkvæmni en nokkur óstýrilátur oflátungur hcfur á valdi sínu. Fruntaskapurinn úr „Sæluviku" cr horf- inn og sömuleiðis mettilburðirnir í „Sjötíu og níu af stöðinni", en þetta er kornið í staðinn. Ég nefni sögurnar Ideiður lands- ins, Eftir stríð og Að enduðum löngum degi þessu til staðfestingar. En Indriði G. Þorsteinsson má vara sig. Guð hjálpi manninum, ef hann reitir aðdáendur sína til reiði með því að láta sér mis- takast! Jón Óskar kvaddi sér hljóðs með smá- sagnasafninu „Mitt antllit og þitf', cn hefur víst síðan lagt mun meiri stund á ljóðagerð en sagnaskáldskap, þó að ég viti ekki, hvað hann kann að eiga í fórum sínum. Smásögur Jóns eru svip- myndir dregnar grönnum línum af hag- leik, allar fíngerðar og sumar ljóÖrænar, mann grunár stundum við lesturinn tón- list í fjarska, þó að efnið sé oftast frern- ur ætlað auganu en eyranu. Jón Óskar er prýðilega menntaður og þjálfaður rit- höfundur, en færist ekki rnikið í fang sem sagnaskáld af þessari bók sinni að dæma. Eigi að síður hlýtur maður að gefa honum góða einkunn. Ég nefni einkum og sér í lagi sögurnar Maður á kvisti — kona á miðhæð, Skip leggur að og frá og Ég, barnið, hundurinn. Þær eru allar, hver á sinn hátt, smáfríður en góður skáldskapur. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli hefur gefið út tvö smásagnasöfn, „Sept- emberdaga" og „Undir högg að sækja“. Fyrri bókin vakti nokkra athygli, enda flestar sögurnar liðlega skrifaðar, og í sumum þeirra gætir sérlegrar gaman- semi. Mestu máli skiptir þó, að Einar kann dável að koma sögum sínum í hæfi- legan búning og segir þær hófsamlega. Seinni bókin er lakari, en „September- dagar" standa fyrir sínu. Einar Kristjáns- son fengi víst verölaun, ef Akureyringar dæmdu mig til að nafngreina skásta smá- sagnahöfund sinn nú á dögum, hvað naumast verður. Af þessu rná ráða, að ég muni lítið hrifinn af smásögum Rósbergs G. Snæ- dals í bók hans, „Þú og ég“. Höfundur- inn bregður raunar upp sæmilegum svip- myndum, en tekst sjaldan að tengja þær, svo að úr verði sú heild, sem vera þyrfti. Helzt er sagan I Mjóagili undantekn- ing. Þar vantar aðeins herzlumun. En smásögur Rósbergs eru of gamaldags af jafnungum manni. Þær hefðu kannski
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.