Andvari - 01.10.1959, Side 97
ANDVAHI
ÍSLENZKUR SAGNASKÁLDSKAPUR 1949—1958
207
Gnðmnmlur Steinsson.
i’ótt bajjilcgar á kreppuárunum — og þó?
Þetta er ósköp daufur skáldskapur.
Efnið í bókum Jónasar Árnasonar er
annaðhvort blaðamannslegur skáldskapur
eSa skáldleg blaðamennska, en byggist
a upplifun, sem kallast öðru nafni
reynsla. Jónas lýsir jafn vel börnum og
Færeyingum, og þættir hans af Pétri út-
vegsbónda í Selsvör munu lengi í góðu
gildi. Sjóferðasögur Jónasar auka alltaf
í mér matarlystina af því að mér finnst
eg kominn á haf út með honum og fé-
lögum hans. Þar fer saman margt, sem
einkennir góðar bókmenntir. Frásagn-
irnar ráða úrslitum, því að Jónas ger-
þekkir vettvang sinn og sögufólk og lýsir
Fetjum hversdagslcikans eins og mennsk-
um görpum. Hins vegar gætir hclzt til
mikillar einhæfni í bókum höfundarins.
En Jónas er snjall og sérstæður rithöf-
u.ndur, og hann á vissulega skáldsheiti
skilið. Gleggsta sönnun þess er smásagan
^krín í „Veturnóttakyrrum". Hún reynist
svo sterk í fljótu bragði, að liggur við
ykjum, en við nánari athugun kemur í
]jós salfræðilegur skilningur og raunsönn
Jónas Árnason.
upplifun, sem gæðir hana öldugangsleg-
urn undirstraumi. Ennfremur er ástæða til
að lofa stíl Jónasar. Hann einskorðast cf
til vill dálítið af flutningi höfundarins,
en er svipmikill og persónulegur og býr
yfir skemmtilegri fjölbreytni. Þar kemur
og til sögunnar kírnni Jónasar Árnasonar,
Stundum verður honum þungt í skapi,
og þá leggur hann gjarna til atlögu
ádeilunnar, en það eru mannalæti. Ilitt
er andstæðingum hans bættulegra, þegar
hann fer að gera að gamni sínu. Þá
óska ég alltaf, að Jónas væri samherji
minn.
Árið 1954 kom út skáldsagan „Síld“
eftir Guðmund J. Gíslason. Hún var
stórgallað byrjandaverk, og bar margt til.
Síðan hefur Guðmundur tekið upp föður-
nafnið Steinsson og tamið sér ný og
gerólík vinnubrögð. Skáldsaga hans
„Maríumyndin“ er sennilega skemmti-
legasti bókarviðburðurinn frá liðnu
hausti. Ekki nóg með það, að hún sé
margfalt betri skáldsaga en „Síld“. Þetta
er bók, sem vekur miklar vonir um höf-
undinn og framtíð hans. Sagan gerist á