Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 113

Andvari - 01.10.1959, Side 113
ANDVARI í VEGAVINNU FYRIR 60 ÁRIIM 223 Síðari liluta sumars 1896 kom Sig- urður Thoroddsen til að mæla fyrir veg- inum austur yfir Holtin. Var hann með tvo menn mcð sér og vildi fá þann þriðja til viðbótar. Varð það mitt hlutskipti að fara með honum. Við héldum til í Bitru og gengum á hverjum degi að og frá vinnunni. Var það engin sældarvinna að gösla Holtamýrarnar allan daginn og svo að síðustu hcim á kvöldin í dimmunni. Sigurður vann meðan til sást á kvöldin. Þannig leið hver dagurinn öðrum líkur í tilbreytingaleysi sínu. Vinnan að moka mold, aka hjólbörum eða mylja grjót. Fæðið var eins og áður getur, jafntilbreytingarlaust dag eftir dag. Ekki var þó þetta líf okkar vegagerðar- mannanna tilbreytingarlaust frémur cn annarra Arnesinga þetta eftirminnilega sumar 1896, því að einmitt þá dundu yfir hinir ægilegu landskjálftar. Þeir komu að vísu minna við okkur, scm í tjöldum bjuggu, heldur en við fólkið, sem bjó í bæjum, sem margir hrundu til grunna. Þó kom þetta auðvitað miklu r°ti á hugi okkar. Þá var enginn sími kominn, svo að fréttir úr öðrurn byggðar- lögum bárust ekki fyrr en löngu seinna. Vissi því enginn okkar, sem langt að vor- Urn komnir, hvað var að gerast heima hjá okkur, og jafnvel þótt sími hefði verið kominn, mundi það ekki hafa gagnað mikið. Hann mundi varla hafa staðizt ljau feiknaátök. Um landskjálftana mun eg ckki ræða frekar, því að það er önnur saga- En nokkurri truflun ollu þeir á þcirri áætlun, sem gerð hafði verið um hamgang vegagerðarinnar, sem ákveðið yar að ljúka á tveim árum, en þó var staðið við þá áætlun. En er farið var að vinna að uppbyggingu bæjanna í sveitunum, var mikill skortur á vinnu- aEi, því að margt kallaði þá að í einu. ætti var ekki að fullu lokið og göng- Um, rettum og slátrun varð ekki frestað, en lífsnauðsyn að koma upp skýli yfir fólk og fénað áður cn vetur lagðist að. Varð það því úr, að Erlendur lánaði all- rnarga vegavinnumenn til þessara bygg- ingarstarfa. Mun það hafa verið gert í samráði við landshöfðingja. En öll vega- mál heyrðu þá undir hann. Þetta varð til að seinka vegargcrðinni allmikið. Út af því varð að fjölga nokkuð vinnuflokkum, þegar kom frarn á síðara sumarið. Eitt kvöld scndi Erlendur mér boð að finna sig. Var erindið að tilkynna mér, að hann væri að stofna nýjan vinnu- flokk og hefði hann ákveðið að fela mér forstöðu hans, cf ég vildi taka það að mér. Þetta kom mér mjög á óvart, og spurði ég hann því, hvort hann treysti mér til þess, og hvort hann héldi ekki, að þeim mönnum, sem væru búnir að vera með honum svo árurn skipti og væru mér áreiðanlega miklu fremri, a. m. k. sumir þeirra, vegna reynslu sinnar, — mundi finnast sér misboðið með þessu. Hann svaraði: „Það kann vel að vera, en við því er ekki hægt að gera. Ég lít meira á það, að með þessu færðu þá æfingu, sem þér kemur að góðu haldi síðar. Ég lofaði Guðlaugi sýslumanni því að gera fyrir þig það, sem ég gæti, svo að hann mætti bera traust til þín, þegar á þyrfti að halda, og við það verð ég að standa". Ég kvaðst ekki geta tekið þetta að mér með tómum óvaningum. „Þess ætlast ég ekki til“, sagði hann. „Ég læt þig hafa Ámunda á Urriðafossi og cinhvern annan til. Við tölum svo ekki mcira um þetta“, sagði hann. „Þið byrjið á mánudaginn." Þetta fór sem mig varði, að ýmsir þótt- ust betur að þessu komnir og litu mig nokkru hornauga franian af. En þetta féll fljótlega í gleymsku eins og annað. Læt ég svo útrætt um þetta mál, en ekki má seinna vera, að heimildir séu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.