Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1965, Qupperneq 8

Andvari - 01.06.1965, Qupperneq 8
6 SVEINN EINARSSON ANDVARI Christopher Marlowe var jafnaldri Shakespeares en orðinn höfuðsháld, er hér var komið sögu; form ljóðleiksins hafði ekki leikið eins í höndum nokkurs brezks skálds fyrr, enginn hafði átt jafn litauðuga orðgnótt á tungu sinni, né jafn ákafamikið flug í huga sér. Orlög höguðu því svo, að Marlowe lætur lífið um þrítugsaldur og verk eins og „Tamhurlaine the Great“, ,,Dr. Faustus" og „Edward II.“ eru því ekld annað en loforð. En William Shakespeare hafa þau ugglaust orðið ríkur lærdómur. Árið sem Marlowe lézt, 1593, kemst óreiða á sjónleikjahald, vegna þess að heiftarleg plága geisar. Árið eftir eru þeir saman um sýningar, Alleyn og Richard Burbage, sonur James þess, sem Leikhúsið byggði, en svo skiljast leiðir og þeir stofna hvor sinn flokkinn, sem síÖan verða helztu keppinautar um hvlli almennings. Flokkur sá, er Burbage tilheyrir, heitir fyrst Lord Chamberlaine’s Men, síðar The King’s Men, Menn kóngsins. Þeir eru fyrst til húsa í The Theatre, leikhúsi Burbages gamla, síðar eða frá 1599 í Globe-leikhúsinu eða Hnettinum, þá nýreistu og loks enn síðar um vetrartímann í gamla Svartmunka- leikhúsinu. WiIIiam Shakespeare er leikari í þessum flokki, John Hemings og Augustine Philipps, en frægastir eru skopleikarinn William Kemp, sem hafði lært kúnstir sínar á meginlandinu og vissi hvernig Commedia dell’arte-leikarar léku undirbúningslaust, og svo harmleikarinn Richard Burbage, keppinautur Allevns. Með kvenhlutverkin fóru ungir drengir. Það var þá siður á Bretlandi. Leikflokkur Henslowes og Alleyns nefndi sig Lord Admiral’s Men eftir sínum verndara og lék í ýmsum leikhúsum, Svaninum, Gæfunni, Rósinni o. s. frv. Þessi leikhús voru stór, rúmuÖu um eða yfir 2000 manns og þóttu glæsileg. Kannski var William Shakespeare aldrei mikill leikari. Um hlutverk hans er mest á huldu; í eigin leikjum herma sagnir að hann hafi leikið Adam í „Sem yður þóknast" og eins vofuna í „Hamlet", hvorugt mikið hlutverk, þó að hið síðamefnda sé vandasamt. Og eftir að kom frarn á seytjándu öldina mun hann lítið hafa leikið. En mikill leikhúsmaður var hann, þar um eru leikrit hans óræk vitni, og hefur þó sumum bókmenntamönnum, sem hvað mest hafa kannað þau, viljað sjást vfir það. Leikrit Shakespeares em skrifuö fyrir leikflokk hans, líkt og síÖar verk annars mikils leikhúsmanns, Moliéres; meðan Richard Bur- bage er á æskuskeiði lýsir liann ásthrifni Rómeós, síðar sjálfskönnun Hamlets, aflrrvði Othellos og hugarkvöl Lear konungs. Fyrsti mikli sigur leikflokksins og Shakespeares sem höfundar er einmitt „Rómeó og Júlía", samið 1594 eða 95. Marlowe er látinn og tvö skáld önnur, sem mikiÖ hafði kveðið að, Greene og Kyd, höfundur „The Spanish Tragedy". — Spanska harmleiksins. Sigur Shakespeares var þeim mun Ijósari. Áður hafði hann samið króníkuleiki um nokkra kónga úr Englandssögunni, merkastur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.