Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1965, Side 13

Andvari - 01.06.1965, Side 13
ANDVARI WILLIAM SHAKESPEARE 11 er meir í ætt við fóstruna í „Rómeó og Júlíu“, safamikill og upprunalegur, orð- hákur hinn mesti, sem aldrei opnar svo munninn, að hann taki ekki upp í sig og það svo um munar; þyrfti helzt að komast í færi við Pantagruel eða Sancho Panza til að fara í mannjöfnuð. Persónan varð reyndar svo vinsæl á hinu shakespeareska sviði að höfundur varð að setja saman framhald, sem kennt er við kátu konumar í Windsor. LTm það leyti, sem Globe-leikhúsið tekur til starfa, verða til tveir gleðileikir, sem hvað hæst ber, ,,Sem yður þóknast" og „Þrettándakvöld". Þar skiptast á leiftrandi andríki og hressilegt skop, spaklegar ígrundanir og glitrandi lýrik eins og í vísu fíflsins í „Þrettándakvöldi": Komdu feigð, komdu feigð svöl og fel mig þar sem síprus grær; svíf á braut, svíf á braut, kvöl, mig sveik í tryggð ein yngismær. Á bjúpinn ljósa leggið þó lyngið rauða; sú ást var djúp sem dapran bjó mér dauða. Engin rós, engin rós fær að ilma við mitt svarta skrín; engin hönd, engin hönd kær með ástúð signi beinin mín. Mitt græna leiði á gleymdum stað gróa látið, svo enginn geti gist við það og grátið. Helgi Hálfdanarson þýddi. Mannlýsingarnar eru elskulegar í þessum griðastað skáldskaparins, sem em Ardennaskógur og hirð Orsínós, elskulegastar þó lýsingar Rósalindu og Viólu, elskulegastar í upphaflegri merkingu þess orðs, ímyndir kvenlegs yndis- þokka og æsku. Ljóðmál Shakespeares er hlank verse, órímuð hraglína með fimm áherzlu- atkvæðum, öfugum tvíliðum. Fyrst er þessi bragarháttur notaður í harmleikn- um „Gorboduc", sem saminn er um miðja öldina af tveimur háskólamönnum, Thomas Norton og Thomas Sackville; sá leikur var í stíl rómverska skáldsins Seneca. John Lyly tók upp hragarháttinn, en mál hans þótti nokkuð sykursætt og uppskrúfað. Hann beitti mikið rími í enda vísuorðs að ítalskri hefð. Marlowe

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.