Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 13

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 13
ANDVARI WILLIAM SHAKESPEARE 11 er meir í ætt við fóstruna í „Rómeó og Júlíu“, safamikill og upprunalegur, orð- hákur hinn mesti, sem aldrei opnar svo munninn, að hann taki ekki upp í sig og það svo um munar; þyrfti helzt að komast í færi við Pantagruel eða Sancho Panza til að fara í mannjöfnuð. Persónan varð reyndar svo vinsæl á hinu shakespeareska sviði að höfundur varð að setja saman framhald, sem kennt er við kátu konumar í Windsor. LTm það leyti, sem Globe-leikhúsið tekur til starfa, verða til tveir gleðileikir, sem hvað hæst ber, ,,Sem yður þóknast" og „Þrettándakvöld". Þar skiptast á leiftrandi andríki og hressilegt skop, spaklegar ígrundanir og glitrandi lýrik eins og í vísu fíflsins í „Þrettándakvöldi": Komdu feigð, komdu feigð svöl og fel mig þar sem síprus grær; svíf á braut, svíf á braut, kvöl, mig sveik í tryggð ein yngismær. Á bjúpinn ljósa leggið þó lyngið rauða; sú ást var djúp sem dapran bjó mér dauða. Engin rós, engin rós fær að ilma við mitt svarta skrín; engin hönd, engin hönd kær með ástúð signi beinin mín. Mitt græna leiði á gleymdum stað gróa látið, svo enginn geti gist við það og grátið. Helgi Hálfdanarson þýddi. Mannlýsingarnar eru elskulegar í þessum griðastað skáldskaparins, sem em Ardennaskógur og hirð Orsínós, elskulegastar þó lýsingar Rósalindu og Viólu, elskulegastar í upphaflegri merkingu þess orðs, ímyndir kvenlegs yndis- þokka og æsku. Ljóðmál Shakespeares er hlank verse, órímuð hraglína með fimm áherzlu- atkvæðum, öfugum tvíliðum. Fyrst er þessi bragarháttur notaður í harmleikn- um „Gorboduc", sem saminn er um miðja öldina af tveimur háskólamönnum, Thomas Norton og Thomas Sackville; sá leikur var í stíl rómverska skáldsins Seneca. John Lyly tók upp hragarháttinn, en mál hans þótti nokkuð sykursætt og uppskrúfað. Hann beitti mikið rími í enda vísuorðs að ítalskri hefð. Marlowe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.