Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1965, Page 22

Andvari - 01.06.1965, Page 22
20 I-IARALDUR BJÖRNSSON ANDVARI Má þó undrast hve mörg afbragðs leik- rit félagið tók til meðferðar á þessum ár- um. Það á því ekki illa við af þessu tilefni, þegar minnzt er um allan hinn rnennt- aða heim 400 ára afmælis skáldjöfursins brezka, að líta ögn til baka yfir farinn veg, og staldra lítið eitt við þær leiksýn- ingar, sem verið hafa hérlendis á verkum hans. Margar hafa þær ekki verið, ef mælt er á mælikvarða erlendra leikhúsa, en þó svo margar, að forsvaranlegt má teljast, ef tekið er tillit til hve ung leik- list okkar er og aðstæður allar — frarn á síðustu ár — jafnan hinar erfiðustu. Það var leikárið 1925—26, að Leik- félag Reykjavíkur reið á vaðið með fyrstu sýningu hérlendis á verki eftir Shake- speare. „Þrettándakvöld“ varð fyrir valinu. Frumsýningin fór fram í Iðnó annan jóla- dag 1925. Indriði Einarsson hafði snúið leiknum á íslenzku, og dóttursonur hans, Indriði Waage, var leikstjóri. Leikurinn var sýndur fjórtán sinnum við góða aðsókn. Var það talið rnjög gott á mælikvarða þessara ára. Aðalhlutverk: Orsinó .............. Tómas Hallgrímsson Sebastian ..................Valur Gíslason Víóla................ Soffía Guðlaugsdóttir Tobías hiksti .... Friðfinnur Guðjónsson Andrés bleiknefur . . Brynjólfur Jóhanness. Fífliö .....................Ágúst Kvaran Malvólíó ................... Indriði Waage Olivía .............. Emilía Indriðadóttir María................ Marta Indriðadóttir Leikárið 1926—27 sýndi Leikfélag Reykjavíkur á jólum annað verk Shake- speares: ,,Vetrarævintýri“, líka í þýðingu Indriða Einarssonar, og aftur var Indriði Waage leikstjóri. Nú sýndi hann þann stórhug og dirfsku að panta alla búninga og vopn frá Þýzkalandi. Reyndist það allt hið prýðilcgasta, allt frá tignarklæðum hins háttsetta fólks í leiknum og niður í búninga þjóna og annarra hjálparmanna. Einkurn voru hin rómversku vopn til- komumikil og fögur. Mun þetta allt hafa kostað um sex þúsund krónur. Voru það rniklir peningar þá fyrir fátækt félag, ná- lega styrklaust. En sýningin vakti mikla aðdáun leikhúsgesta, enda urðu sýningar sextán. Aðalhlutverk: Leontes ............. Tómas Hallgrímsson Camilló .......... Brynjólfur Jóhannesson Polyxenus ................. Agúst Kvaran Flórizel...................Gestur Pálsson Antolykus..................Indriði Waage Hermíóne ............. Guðrún Indriðadóttir Mopsa ................. Marta Indriðadóttir Dorcas .............. Arndís Björnsdóttir Gamall hjarðmaður . . Friðfinnur Guðjónss. Ungur hjarðmaður........... Valur Gíslason Pálína ............... Emilía Indriðadóttir Perdita....................Margrét Thors Leikárið 1932—33 var „Þrettánda- kvöld" tekið aftur til sýninga, og urðu þær fimm. Brynjólfur Jóhannesson var leikstjóri við þá uppsetningu og flest aðal- hlutverkin leikin af þeim sömu og í sýn- ingunni 1925—26. Nú verður alllangt hlé, að sýnd séu leikrit eftir Shakespeare. Ekki þó af því, að ekki tækist vel til með þessar undan- gengnu sýningar. Heldur ekki vegna þess, að leikhúsgestir kynnu ekki að meta höfundinn og verk leikara og leikstjóra. Má ætla, að fjárkreppa sú, sem nú fór yfir, hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrn- ar með svo kostnaðarsöm fyrirtæki sem slíkar sýningar jafnan eru, ef til þeirra er vandað verulega, og það hafði verið gert hér. Það er ekki fyrr en árið 1945, að Leik- félag Reykjavíkur ræðst enn á ný í að sýna Shakespeare, og nú var það „Kaup- maðurinn í Fencyjum“, sem varð fyrir

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.