Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Síða 22

Andvari - 01.06.1965, Síða 22
20 I-IARALDUR BJÖRNSSON ANDVARI Má þó undrast hve mörg afbragðs leik- rit félagið tók til meðferðar á þessum ár- um. Það á því ekki illa við af þessu tilefni, þegar minnzt er um allan hinn rnennt- aða heim 400 ára afmælis skáldjöfursins brezka, að líta ögn til baka yfir farinn veg, og staldra lítið eitt við þær leiksýn- ingar, sem verið hafa hérlendis á verkum hans. Margar hafa þær ekki verið, ef mælt er á mælikvarða erlendra leikhúsa, en þó svo margar, að forsvaranlegt má teljast, ef tekið er tillit til hve ung leik- list okkar er og aðstæður allar — frarn á síðustu ár — jafnan hinar erfiðustu. Það var leikárið 1925—26, að Leik- félag Reykjavíkur reið á vaðið með fyrstu sýningu hérlendis á verki eftir Shake- speare. „Þrettándakvöld“ varð fyrir valinu. Frumsýningin fór fram í Iðnó annan jóla- dag 1925. Indriði Einarsson hafði snúið leiknum á íslenzku, og dóttursonur hans, Indriði Waage, var leikstjóri. Leikurinn var sýndur fjórtán sinnum við góða aðsókn. Var það talið rnjög gott á mælikvarða þessara ára. Aðalhlutverk: Orsinó .............. Tómas Hallgrímsson Sebastian ..................Valur Gíslason Víóla................ Soffía Guðlaugsdóttir Tobías hiksti .... Friðfinnur Guðjónsson Andrés bleiknefur . . Brynjólfur Jóhanness. Fífliö .....................Ágúst Kvaran Malvólíó ................... Indriði Waage Olivía .............. Emilía Indriðadóttir María................ Marta Indriðadóttir Leikárið 1926—27 sýndi Leikfélag Reykjavíkur á jólum annað verk Shake- speares: ,,Vetrarævintýri“, líka í þýðingu Indriða Einarssonar, og aftur var Indriði Waage leikstjóri. Nú sýndi hann þann stórhug og dirfsku að panta alla búninga og vopn frá Þýzkalandi. Reyndist það allt hið prýðilcgasta, allt frá tignarklæðum hins háttsetta fólks í leiknum og niður í búninga þjóna og annarra hjálparmanna. Einkurn voru hin rómversku vopn til- komumikil og fögur. Mun þetta allt hafa kostað um sex þúsund krónur. Voru það rniklir peningar þá fyrir fátækt félag, ná- lega styrklaust. En sýningin vakti mikla aðdáun leikhúsgesta, enda urðu sýningar sextán. Aðalhlutverk: Leontes ............. Tómas Hallgrímsson Camilló .......... Brynjólfur Jóhannesson Polyxenus ................. Agúst Kvaran Flórizel...................Gestur Pálsson Antolykus..................Indriði Waage Hermíóne ............. Guðrún Indriðadóttir Mopsa ................. Marta Indriðadóttir Dorcas .............. Arndís Björnsdóttir Gamall hjarðmaður . . Friðfinnur Guðjónss. Ungur hjarðmaður........... Valur Gíslason Pálína ............... Emilía Indriðadóttir Perdita....................Margrét Thors Leikárið 1932—33 var „Þrettánda- kvöld" tekið aftur til sýninga, og urðu þær fimm. Brynjólfur Jóhannesson var leikstjóri við þá uppsetningu og flest aðal- hlutverkin leikin af þeim sömu og í sýn- ingunni 1925—26. Nú verður alllangt hlé, að sýnd séu leikrit eftir Shakespeare. Ekki þó af því, að ekki tækist vel til með þessar undan- gengnu sýningar. Heldur ekki vegna þess, að leikhúsgestir kynnu ekki að meta höfundinn og verk leikara og leikstjóra. Má ætla, að fjárkreppa sú, sem nú fór yfir, hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrn- ar með svo kostnaðarsöm fyrirtæki sem slíkar sýningar jafnan eru, ef til þeirra er vandað verulega, og það hafði verið gert hér. Það er ekki fyrr en árið 1945, að Leik- félag Reykjavíkur ræðst enn á ný í að sýna Shakespeare, og nú var það „Kaup- maðurinn í Fencyjum“, sem varð fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.