Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1965, Side 28

Andvari - 01.06.1965, Side 28
26 HARALDUR BJÖRNSSON ANDVARI Haraldur Sigurðsson sem Andrés, Jóhann Ögmundsson ssm Fjasti (fiflið) og Sigtryggur Stefánsson sem Tobías í ,,Þrettándakvöldi“. (Leihfélag Akureyrar). Aðalhlutverk: Hamlet ............... Gunnar Eyjólfsson Kládíus...............Róbert Amfinnsson Hóraz ................ Rúrik Haraldsson Pólóníus......................Lárus Pálsson Leartes .................... Jóhann Pálsson Geirþrúður.........Herdís Þorvaldsdóttir Ófelía ............ Þórunn Magnúsdóttir Konungsvofan .............Valur Gíslason Fyrsti leikari................ Ævar Kvaran Fyrsti grafari ....... Árni Tryggvason Rósinkrans....................Arnar Jónsson Gullinstjarni ........ Gísli Alfreðsson Sýningar á „Hamlet" urðu að þessu sinni 36. Voru þær aðallega sóttar af skólanemendum Reykjavíkur. Leikfélag Reykjavíkur var seinna á ferðinni með sína afmælissýningu, sem var „Rómeó og Júlía" í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Stjórn og leikhússtjóri komu sér saman um að ráða írskan leikstjóra frá Abbey- leikhúsinu í Dublin til að sviðsetja leik- inn. Hann bafði nokkru áður stjórnað uppsetningu á „Gísl“ í Þjóðleikliúsinu, og þótti þá gefast mjög vel, enda fengið mikið lof fyrir, bæði frá leikendum og leikdómendum. Er skemmst frá að segja, að það gekk kraftaverki næst hvernig bonum tókst að korna leikriti þessu fyrir á litla leiksviðinu í Iðnó. Það stækkaði hann fram í salinn, sem að nokkru leyti var líka notaður. Leiknum var vel tekið, og urðu sýningar 26.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.