Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1965, Side 43

Andvari - 01.06.1965, Side 43
ANDVARI SÍMTAL 41 — Hringt'? Hver ætti sosum að hafa hringt? Varstu ekki að shilja við fé- laga þina? — Nú, eins og ýmsir gætu ekki hafa hringt, anzar dóttirin tanntúðug. Bætir svo við: Ég var að enda við að segja, að það væru margir í skólanum lasnir. Ella var ekki í dag, og ekki Dóra. — Það hefur enginn hringt núna áður en ég kom heim? — Hvað er þetta, barn? Ég var að enda við að segja, að enginn hefði hringt. Annars hef ég verið mest uppi hjá Bóa; ég hef ekki setið við símann, ef þú átt von á því. — Ég spurði bara. Stúlkan riðlast á kollinum, hefur fengið nægju sína af kökunum. Móðirin horfir á hana með vanþóknun. — Þessar buxur eru allt of þröngar á þig. Ég skil ekkert í þér að vilja glenna þig um allt svona strengd eins og — eins og einhver dansmær á sýningu. — Þær eru ekkert þröngar, anzar stúlkan snúðugt, sprettur upp eins og fjöður, flýgur fram í forstofuna, hallar undir flatt, hlustar, næstum krefjandi, — lyppast síðan aftur niður á kollinn í eldhúsinu. Móðirin er tekin að hella upp á, lítur enn með vanþóknun á dótturina, segir: — Mér heyrðist þú koma í bíl í gærkvöldi. Ég ætla að vona að þú sért ekki farin að flengjast í bílum með einhverjum villingum, sem þeytast um allar jarðir eins og vitfirringar. Stúlkan lítur snöggt á móður sína, þögult einvígi á nýjan leik, unz hún segir fljótmælt: — Hjónin í næsta húsi tóku mig upp, þau voru líka á bíó. — Jæja, segir móðirin, setur bolla fyrir dótturina, hellir í hann. Flýttu þér nú að drekka, barn, svo að þú komist einhvern tíma á stað. — Annars hélt ég þið hefðuð ekki svona mikið að tala um, mér heyrðist bíllinn ganga einar tíu mínútur héma fyrir utan. Dóttirin grúfir sig niður í bollann, lítur svo einbeitt á móður sína, segir helzt til fljótmælt: — Þau voru að biðja mig að vera barnapía hjá sér á fimmtudagskvöldið. Við vorum að tala um það. — Einmitt, segir móðirin vantrúuð, leggur eyrun við hljóði að ofan, lítur svo á dótturina, — lengi. Þær horfast í augu, enn þögult einvígi. I sama bili heyrist kallað „mamma“ ofan af loftinu, hátt og ergilega, og móðirin bíður ekki boðanna. Það stenzt á endum, meðan inóðirin hleypur upp stigann, hringir síminn; stúlkan fer í loftköstum inn í stofuna.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.