Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Síða 43

Andvari - 01.06.1965, Síða 43
ANDVARI SÍMTAL 41 — Hringt'? Hver ætti sosum að hafa hringt? Varstu ekki að shilja við fé- laga þina? — Nú, eins og ýmsir gætu ekki hafa hringt, anzar dóttirin tanntúðug. Bætir svo við: Ég var að enda við að segja, að það væru margir í skólanum lasnir. Ella var ekki í dag, og ekki Dóra. — Það hefur enginn hringt núna áður en ég kom heim? — Hvað er þetta, barn? Ég var að enda við að segja, að enginn hefði hringt. Annars hef ég verið mest uppi hjá Bóa; ég hef ekki setið við símann, ef þú átt von á því. — Ég spurði bara. Stúlkan riðlast á kollinum, hefur fengið nægju sína af kökunum. Móðirin horfir á hana með vanþóknun. — Þessar buxur eru allt of þröngar á þig. Ég skil ekkert í þér að vilja glenna þig um allt svona strengd eins og — eins og einhver dansmær á sýningu. — Þær eru ekkert þröngar, anzar stúlkan snúðugt, sprettur upp eins og fjöður, flýgur fram í forstofuna, hallar undir flatt, hlustar, næstum krefjandi, — lyppast síðan aftur niður á kollinn í eldhúsinu. Móðirin er tekin að hella upp á, lítur enn með vanþóknun á dótturina, segir: — Mér heyrðist þú koma í bíl í gærkvöldi. Ég ætla að vona að þú sért ekki farin að flengjast í bílum með einhverjum villingum, sem þeytast um allar jarðir eins og vitfirringar. Stúlkan lítur snöggt á móður sína, þögult einvígi á nýjan leik, unz hún segir fljótmælt: — Hjónin í næsta húsi tóku mig upp, þau voru líka á bíó. — Jæja, segir móðirin, setur bolla fyrir dótturina, hellir í hann. Flýttu þér nú að drekka, barn, svo að þú komist einhvern tíma á stað. — Annars hélt ég þið hefðuð ekki svona mikið að tala um, mér heyrðist bíllinn ganga einar tíu mínútur héma fyrir utan. Dóttirin grúfir sig niður í bollann, lítur svo einbeitt á móður sína, segir helzt til fljótmælt: — Þau voru að biðja mig að vera barnapía hjá sér á fimmtudagskvöldið. Við vorum að tala um það. — Einmitt, segir móðirin vantrúuð, leggur eyrun við hljóði að ofan, lítur svo á dótturina, — lengi. Þær horfast í augu, enn þögult einvígi. I sama bili heyrist kallað „mamma“ ofan af loftinu, hátt og ergilega, og móðirin bíður ekki boðanna. Það stenzt á endum, meðan inóðirin hleypur upp stigann, hringir síminn; stúlkan fer í loftköstum inn í stofuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.