Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1965, Page 66

Andvari - 01.06.1965, Page 66
64 KRISTMUNDUR BJARNASON ANDVARI ill, stjórnsamur, vandfýsinn um öll verk, alvörumaður, varfærinn og fastlyndur, en þrályndur og ósýnt um að láta hlut sinn. — Mælt er, að hann hafi manna bezt lagt „fyrsta grundvöll til mennta og menningar og siðgæðis hjá ungum rnönn- um“. Hann gaf kallið upp við Bjarna son sinn árið 1796 og fluttist á hjáleigu staðarins, Melaleiti, sem hann hafði byggt upp að öllu. Séra Bjarni hafði fengið í skóla fágæt- lega góðan vitnisburð fyrir gáfur og sið- prýði. Hann var ágætlega að sér, meðal annars í búfræðilegum efnum, og ritaði nokkuð í þeim greinum. Báðir voru þeir feðgar landskunnir húhöldar og gróða- menn miklir. Séra Arngrímur var vel látinn af sókn- arbörnum sínum, en séra Bjarni nokkru miður. Þeir feðgar áttu í málastappi ár- um saman, og mæltist ekki vel fyrir. Kvartar biskup og undan því, að ósam- lyndi sé milli Bjarna og sumra sóknar- manna hans, og getur þess, að „hann sé nokkuð strangur og siðavandur og skorti stundum að því er virðist hæfilegt mjúk- lyndi, en hann sé ágætur barnafræð- „ * « an. . . . Þetta er kjarninn í þeim vitnisburði, sem samtíðin gaf þeirn feðgum. Sízt skal í efa dregið, að þeir séu vel að þessum vitnisburði komnir og að í engu sé ýkt að þeirrar tíðar skilningi. Þó verður að draga aðrar ályktanir af sumu hverju en samtímamenn þeirra feðga gerðu: Ymis rök hníga að því, að þeir hafi ekki verið eins snjallir uppalendur og samtíð þeirra vildi vera láta og síðan hefur verið tuggið upp athugasemdalaust í ritum síðari tíma. Viðhorf til uppeldismála hefur ger- breytzt. Ymsir þeir, sem nám stunduðu hjá þeim feðgum, hlutu góða, bóklega mennt- un og sóknarbörn þeirra staðgóða þekk- ingu í sínum kristindómi. En á hitt ber líka að líta, hve dýru verði oft hefur goldið verið. Að sjálfsögðu er erfitt nú að kveða upp óyggjandi úrskurð í slíku máli, en hér verður Þórður Sveinbjörns- son leiddur sem vitni. Hann hafði náin kynni af þeim feðgum, ekki sízt séra Bjarna, en hjá honum var hann til vors 1802, „en þá taldist Bjarni prestur und- an að geta kennt mér lengur og meinti mig fullnuma í því, sem kennt er við latínuskólann í Reykjavík og jafnvel lleiru." Þórður tók síðan próf hjá Geir biskupi, og taldi hann Þórð cinn hinn bezta, er hann hafði prófað. Þórður segir svo frá þeirri raun: „Var ég þá á 16. ári, pasturslaus og heilsulinur aumingi, varla stærri en 12 vetra gamalt barn, því þegar ég hélt skóla- lausnarræðu mína, hvað ég eftir leyfi hiskups fékk að gera á Melum, sást varla á höfuðið á mér upp úr stólnum, hvað að vísu má hafa litið kímilega út fyrir söfnuðinum. . . . Að því búnu fór ég sem vinnumaður að Melum og var þar í næstu tvö ár, sat þar á vefstólnum allan veturinn, en var á selaveiðum með presti á vorum og við slátt á sumrum. Þóttist ég þar miður haldinn að fæði og við- gjörðum en ég óskaði. Kaupgjald fékk ég ekkert, en einkum þoldi ég ei að sitja á vefstólnum, vegna þess ég, sem var svo lítill, varð alljafnt, á tvíbreiðum vefn- aði að ríða með bringspalirnar á brjóst- trénu, hvað ég meina, að lagt hafi undir- stöðu að þeirri lifrarbólgu, er seinna næsturn svipti mig lífinu. . . . Fjör hafði ég aldrei til að bera, og uppeldi mitt á Melum var heldur þvingað en hitt og hné heldur að því, að ég mætti verða yfirlætislaus, nytsamur sveitaprestur, en að ég lærði neitt það, er hjá heldri mönn- um kallast kurteisi og leiðir oft að nokkru af því fínara og frjálsara uppeldi." Oll er frásögn Þórðar hófsamleg, enda

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.