Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1965, Qupperneq 66

Andvari - 01.06.1965, Qupperneq 66
64 KRISTMUNDUR BJARNASON ANDVARI ill, stjórnsamur, vandfýsinn um öll verk, alvörumaður, varfærinn og fastlyndur, en þrályndur og ósýnt um að láta hlut sinn. — Mælt er, að hann hafi manna bezt lagt „fyrsta grundvöll til mennta og menningar og siðgæðis hjá ungum rnönn- um“. Hann gaf kallið upp við Bjarna son sinn árið 1796 og fluttist á hjáleigu staðarins, Melaleiti, sem hann hafði byggt upp að öllu. Séra Bjarni hafði fengið í skóla fágæt- lega góðan vitnisburð fyrir gáfur og sið- prýði. Hann var ágætlega að sér, meðal annars í búfræðilegum efnum, og ritaði nokkuð í þeim greinum. Báðir voru þeir feðgar landskunnir húhöldar og gróða- menn miklir. Séra Arngrímur var vel látinn af sókn- arbörnum sínum, en séra Bjarni nokkru miður. Þeir feðgar áttu í málastappi ár- um saman, og mæltist ekki vel fyrir. Kvartar biskup og undan því, að ósam- lyndi sé milli Bjarna og sumra sóknar- manna hans, og getur þess, að „hann sé nokkuð strangur og siðavandur og skorti stundum að því er virðist hæfilegt mjúk- lyndi, en hann sé ágætur barnafræð- „ * « an. . . . Þetta er kjarninn í þeim vitnisburði, sem samtíðin gaf þeirn feðgum. Sízt skal í efa dregið, að þeir séu vel að þessum vitnisburði komnir og að í engu sé ýkt að þeirrar tíðar skilningi. Þó verður að draga aðrar ályktanir af sumu hverju en samtímamenn þeirra feðga gerðu: Ymis rök hníga að því, að þeir hafi ekki verið eins snjallir uppalendur og samtíð þeirra vildi vera láta og síðan hefur verið tuggið upp athugasemdalaust í ritum síðari tíma. Viðhorf til uppeldismála hefur ger- breytzt. Ymsir þeir, sem nám stunduðu hjá þeim feðgum, hlutu góða, bóklega mennt- un og sóknarbörn þeirra staðgóða þekk- ingu í sínum kristindómi. En á hitt ber líka að líta, hve dýru verði oft hefur goldið verið. Að sjálfsögðu er erfitt nú að kveða upp óyggjandi úrskurð í slíku máli, en hér verður Þórður Sveinbjörns- son leiddur sem vitni. Hann hafði náin kynni af þeim feðgum, ekki sízt séra Bjarna, en hjá honum var hann til vors 1802, „en þá taldist Bjarni prestur und- an að geta kennt mér lengur og meinti mig fullnuma í því, sem kennt er við latínuskólann í Reykjavík og jafnvel lleiru." Þórður tók síðan próf hjá Geir biskupi, og taldi hann Þórð cinn hinn bezta, er hann hafði prófað. Þórður segir svo frá þeirri raun: „Var ég þá á 16. ári, pasturslaus og heilsulinur aumingi, varla stærri en 12 vetra gamalt barn, því þegar ég hélt skóla- lausnarræðu mína, hvað ég eftir leyfi hiskups fékk að gera á Melum, sást varla á höfuðið á mér upp úr stólnum, hvað að vísu má hafa litið kímilega út fyrir söfnuðinum. . . . Að því búnu fór ég sem vinnumaður að Melum og var þar í næstu tvö ár, sat þar á vefstólnum allan veturinn, en var á selaveiðum með presti á vorum og við slátt á sumrum. Þóttist ég þar miður haldinn að fæði og við- gjörðum en ég óskaði. Kaupgjald fékk ég ekkert, en einkum þoldi ég ei að sitja á vefstólnum, vegna þess ég, sem var svo lítill, varð alljafnt, á tvíbreiðum vefn- aði að ríða með bringspalirnar á brjóst- trénu, hvað ég meina, að lagt hafi undir- stöðu að þeirri lifrarbólgu, er seinna næsturn svipti mig lífinu. . . . Fjör hafði ég aldrei til að bera, og uppeldi mitt á Melum var heldur þvingað en hitt og hné heldur að því, að ég mætti verða yfirlætislaus, nytsamur sveitaprestur, en að ég lærði neitt það, er hjá heldri mönn- um kallast kurteisi og leiðir oft að nokkru af því fínara og frjálsara uppeldi." Oll er frásögn Þórðar hófsamleg, enda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.