Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Síða 75

Andvari - 01.06.1965, Síða 75
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN' 73 aði óðum, svo að hlutafélög, er áttu sameiginlcgra hagsmuna að gæta, gerðu með sér handalög eða runnu saman í hringa, til þess að standa betur að vígi. Hringar þessir náðu einokunaraðstöðu í iðnaði og vörudreifingu, réðu mörkuðum, vöruverði og dreifingarkostnaði að eigin geðþótta. Eitthvert ljósasta dæmið um þetta voru járnbrautarfélögin, einkum þau, er fengu einkaleyfi á Kyrrahafs- brautinni. Lífskjörum bænda og verkamanna fór hnignandi. Á styrjaldarárunum skorti vinnuafl, svo að vélvæðing jókst til muna bæði í verksmiSjuiðnaði og landbúnaði. Sambandsstjórnin aflaði sér þá tekna með háum innflutningstollum, sem breyttust 1 verndartolla eftir styrjöldina. Til þess að fylgjast með þróuninni urðu bændur að taka peningalán til vélakaupa á tollvernduðum markaði. AfurSir sínar urðu þeir eftir sem áður að selja á frjáls- um markaði í fjarlægum löndum líkt og innanlands, og engu gátu þeir ráðið um flutningskostnað. Þegar bændur sátu uppi með „offramleiðslu" neyddust þeir til að taka okurlán gegn tryggingu í jarðnæðinu sjálfu. Þannig komst það í hendur fjársterkra aðila, en sjálfseignar- bændum fækkaði. AnnaS hvort gerðust þeir leiguliðar eða flosnuðu upp og flutt- ust til ört vaxandi borga. Auðfélög höfðu svo uppi skipulagðan áróður, ekki sízt í Evrópu, fyrir landgæðum þar vestra, ef takast mætti að fá menn þangaS til búsetu. Hvort tveggja átti drjúgan þátt í því, að verkalýðsstéttin fjórfaldaðist á tímabilinu 1860—1900. Verkamenn höfðust við í fátækrahverfum stórborga, og í smærri borgum var búsnæðið í eigu auðfélaga, sem þeir skiptu við. Framboð á vinnuafli jókst stöðugt, svo aS atvinnu- leysisvofan varð uggvænlegri með hverju árinu, sem leið. Svo örar sem breytingarnar á lífsbátt- um þegnanna urðu tvo fyrstu áratugina eftir borgarastyrjöldina, er þess naumast að vænta, að af þeim yrðu dregnar nýjar ályktanir í fljótu bragði. Stjórnmálavit- undin var löngu mótuS og reist á þeim grundvelli, sem Thomas Jefferson og samtíðarmenn bans lögðu meS sjálfstæð- isyfirlýsingunni 1776. Þar sagði m. a. svo: „Vér álítum, að sá sannleikur sé auðsær og ótvíræSur: að allir menn séu fæddir jafnir, að skapari þeirra hafi veitt þeim ákveðin, óræk rétt- indi, þeirra á meðal lífið, frelsið og leitina að lífshamingju.... Jafn- skjótt og einhver stjórn brýtur í bága viS þessi markmið, er það réttur þjóðarinnar að breyta henni eða víkja henni frá völdum og skipa nýja sjórn, en þá sé vald hennar grundvallað á þann hátt, sem þjóð- inni sýnist líklegastur til öryggis og farsældar." Snilld þessara orða felst einkum í því, hve vel þau túlka og samræma hug- myndir margra kynslóða um „náttúru- réttinn," a. m. k. allt frá þeim tíma, er John Locke setti fram sínar kenningar um hann 1690 og eins og þær mótuðust meðal franskra heimspekinga á 18. öld. Thomas Jefferson áleit hyggilegast — eins og John Locke — að meirihluti hinna efnaðri þjóðfélagsþegna færi með sjórn ríkisins. Ilann studdi þá kenningu Rousseaus, að ríkisvaldið væri því háska- legra sem handhafar þess stæðu fjær umbjóðendum sínum. Þess vegna lagði hanri áherzlu á sjálfdæmi einstakra fylkja, en valdsvið sambandsstjórnar skyldi takmarkað við allra nauðsynleg- ustu málefni, svo sem utanríkismál.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.