Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 89

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 89
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN" 87 sem eru efst á baugi, svo sem aukinn sparnað í fjármálastjórn hins opinbera, meiri og betri menntun verkamanna, vinnuhagræðingu og hagsýni í rekstri, samtök verkamanna, samvinnu fram- leiðslufjár og vinnuafls, opinberar ráð- stafanir í efnahagslífinu. Hann telur allar slíkar umbótatillögur hafa sér til ágætis nokkuð, en þær nái of skammt, úr því að þær rífi ekki meinsemdina upp með rótum. I sumum tilvikum geta verkalýðs- félög fengið launahækkun, en þá verður allur þorri almennings að greiða hana í hærra vöruverði og húsaleigu. Verka- lýðsfélögin sækja launahækkun sína ein- göngu í framleiðsluféð, sem stendur jafn höllum fæti gagnvart aðalmeinsemd- inni, jarðrentunni í höndum útvalinna auðmanna. Aðeins heildarsamtök mundu þrýsta jarðrentunni niður á við, svo að bæta mætti kjör verkamanna til muna, en ólíklegt er, að slík samtök verði mynduð vegna hagsmunaárekstra einstakra hópa innan þeirra. Auk þess yrði verkamaður- inn eins og hjól í stórri vél í slíkum sam- tökum, svo að hann mundi glata öllu frelsi sínu, sem hann er þó að berjast fyrir. Hugsjón sósíalismans er stórfeng- leg og göfug, og það má koma henni í framkvæmd, en slíkt þjóðskipulag verð- ur ekki skapað, heldur verður það að þróast. Þjóðfélagið er lífræn heild, ekki vél. Það lifir aðeins vegna einstakling- anna. Eins er þess að gæta, að það afl, sem reynzt hefur þessari hugsjón bezt — sterk og einlæg trú — fer sífellt þverrandi. Henry George er stuttorður um hina „sönnu úrbót“. Hann lýsir henni á tveimur blaðsíðum af 563 í grundvallarriti sínu og raunar aðeins í einni setningu: „Við verð- um að gera landið að alvienningseign ‘ (We must make land common property. bls. 326). Hann leggur þeim mun meiri áherzlu á að réttlæta þessa úrbót, gera grein fyrir framkvæmd hennar og lýsa áhrifum hennar. Jafn réttur allra manna til jarðarinnar er eins ótvíræður og réttur þeirra til að draga andann. Það eitt að lifa og hrærast veitir þeim þennan rétt. Að öðrum kosti mætti gera ráð fyrir, að sumir menn hefðu rétt til að lifa í þessum heimi en aðrir ekki. Hlutur verður því aðeins talinn séreign, að hann sé ávöxtur mannlegrar vinnu. Eignarréttur fær ekki staðizt á öðrum grundvelli. Hins vegar rugla menn oft saman eignarrétti og náttúrugæðum. Bæði hús og lóðin, sem það stendur á, eru talin „fatsteign", þótt þessir hlutir eigi ekkert sameiginlegt. Annar verður til vegna vinnu, hinn er hluti af náttúr- unni. Einkaeignarréttur á jarðnæði fær aldrei staðizt. Almættið hefur skapað jörð- ina fyrir manninn og manninn fyrir jörð- ina og veitt öllum kynslóðum sama rétt til að hagnýta hana. Einkaeignarréttur á jörð á sér aðeins hliðstæðu í þrælahaldi. Setjum eitt hundrað menn á eyðieyju. Gerum 99 að þrælum eins þeirra eða gef- um einum þeirra alla eyjuna, og afleið- ingin verður hin sama: Vinnuaflið hefur verið hneppt í þrældómsfjötra. Jarðeig- endum Suðurríkjanna finnst nú, að þeir hafi ekki misst spón úr aski sínum, þótt þrælahald hafi verið afnumið, úr því að þeir halda jörðum sínum. Einkaeignar- réttur á jarðnæði er aðeins nútímamynd þrælahalds. Meðan þetta „þrælahald" er við lýði, munu „Sjálfstæðisyfirlýsing" og „Tilskipun um afnám þrælahalds" ekki ná tilgangi sínum. Hvernig má þá veita öllum jafnan að- gang að jörðinni? Herber Spencer lagði til í Social Statics, að einkajarðir yrðu teknar eignarnámi með þeim skilyrðum þó, að eigendur fengju nokkrar skaða- bætur. Hvorki er nauðsynlegt að kaupa jarðir né taka þær eignarnámi. Hið fyrr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.