Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1965, Side 92

Andvari - 01.06.1965, Side 92
90 ÓLAFUR JENS PÉTURSSON ANDVART vitni um þau frumsannindi, að sjálfs- elsku og eigingirni verði útrýmt á leið til stundlegrar og eilífrar hamingju, ef menn snúa sér til guðs síns — guðs allra manna, og tilbiðja hann í einlægri trú á eilíft líf. Framfarir og fátækt var sá grundvöllur, sem georgeistar reistu skoðanir sínar og baráttu á. Menry George bætti litlu við þennan grundvöll. í seinni ritvcrkum sín- um útskýrði hann kenninguna nánar með bliðsjón af hinu iðnvædda þjóðfé- lagi Norðurríkjanna gömlu og persónu- legum kynnum af enskum stjórnmálum, en grundvallarsjónarmið breyttust ckki. I bók sinni, Félagsleg vandamál (1883) gerði hann einokunaraðstöðu auðfélaga nánari skil og fjölgaði starfsgreinum, sem falla skyldu undir opinberan rekstur. í höndum sambandsstjórnar vildi hann hafa talsíma, auk ritsíma og járnbrauta, og í rekstri einstakra fylkja eða borga skyldu vera rafmagn, vatn, biti og gas. Samt sem áður var hann enn þeirrar skoðunar, að afskipti hins opinbera af athafnalífinu næðu aðeins til hins allra nauðsynlegasta. Vcrndartollar eða frjáls verzlun (1886) bar alþjóðahyggju bans ótvírætt vitni, en hún hafði mótað kenningar hans a. m. k. síðan menn kynntust fyrst opinberlega afstöðu hans í stjórnmálum. —- Því eru þessi tvö rit talin hér, að þau ásamt grund- vallarritinu áttu ríkan þátt í útbreiðslu á kenningum höfundarins og Verndartollar eða frjáls verzlun tók sérstaklega af öll tvímæli um, að fram hjá honum yrði ekki gengið í bandarískum stjórnmálum.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.