Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.09.2009, Qupperneq 2
2 10. september 2009 FIMMTUDAGUR Alltaf ódýrara net TAL 12 Mbit/s 10 Gb erlent niðurhal 3.490 kr. Ólafur Helgi, var troðið á rétti mannsins? „Ja, að minnsta kosti tróðu þeir greinilega illsakir hvor við annan.“ Lögreglunni á Selfossi hefur borist kæra frá manni sem segir að ekið hafi verið á sig á snjótroðara. Ólafur Helgi Kjartans- son er sýslumaður á Selfossi. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók fjóra menn í gær vegna rannsóknar á innbrotaöldu sem riðið hefur yfir höfuðborgarsvæðið að undan- förnu. Í fyrradag voru fimm manns handteknir í kjölfar hús- leitar lögreglu. Mikið magn þýfis fannst við húsleitir í gær og fyrradag, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á svæðis stöðinni í Mosfellsbæ, sem þjónar svæðinu austan Elliðaáa. Það var í kjölfar handtöku lög- reglunnar á fjórum mönnum sem brutust inn í verslun nýverið og stálu þar miklu magni af sígarett- um sem leiddi til þess að farið var í húsleit þar sem mennirnir fimm, sem teknir voru í fyrradag, voru fyrir. Lögreglan haldlagði einn- ig bíl sem talinn er tengjast inn- brotum. Lögreglan á hverfisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu vann í gær af kappi við að rekja ýmsar vís- bendingar. Þær leiddu til þess að mennirnir fjórir voru handteknir. Þýfið sem lögregla fann í þessum aðgerðum samanstendur einkum af skartgripum, sjónvörpum, þar á meðal var stór sjónvarpsskjár, auk mikils magns af sportfatnaði. Árni Þór segir talið fullvíst að þýfið sem fannst sé í það minnsta úr fjórum innbrotum. Um er að ræða þrjú innbrot á heimili og eitt í fyrirtæki, þar sem sportfatnað- inum var stolið. Fólkið sem handtekið var er allt af pólskum uppruna. Það sætti yfirheyrslum í gærkvöld, en þá var ekki ljóst hvort gerð yrði krafa um gæsluvarðhald yfir einhverjum hluta hópsins eða öllum. Hinir handteknu hafa sumir hverjir dvalið hér á landi um skeið, en aðrir eru nýkomnir. Fyrir sitja í gæsluvarðhaldi sjö manns, einnig Pólverjar, vegna rannsóknar lögreglu á innbrota- öldunni. Þrír voru teknir við inn- brot 12. ágúst. Aðrir þrír sitja inni eftir að hafa verið gómaðir með mikið magn af stolnum síg- arettum í svörtum ruslapoka í bíl sínum. Gæsluvarðhald þeirra rennur út á morgun. Sá sjöundi var síðan tekinn í íbúð í austur- borginni þar sem mikið magn fannst af þýfi, þar á meðal skart- gripir, tölvur, myndavélar og fleiri munir, sem þjófarnir höfðu gripið með sér. Handtökurnar og húsleitirnar voru samvinnuverkefni þriggja lögreglustöðva: stöðvar III, sem er í Kópavogi, stöðvar IV, sem er í Mosfellsbæ, og stöðvar V sem er í Vesturbæ. Umrædd innbrot höfðu átt sér stað á þjónustusvæð- um viðkomandi stöðva. jss@frettabladid.is SKARTGRIPIR Skartgripir eru áberandi í því þýfi sem lögreglan fann í gær og fyrradag, eins og í þýfi sem tekið hefur verið á undanförnum vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjöldahandtökur í kjölfar húsleitar Húsleit lögreglunnar leiddi til þess að fimm menn voru handteknir. Þeir eru grunaðir um að tengjast innbrotaöldu sem skollið hefur á höfuðborginni að undanförnu. Mikið magn þýfis fannst. Í gær voru aðrir fjórir handteknir. LÖGREGLUMÁL Miklar skemmdir voru unnar á um tuttugu vinnuvél- um í Vatnsmýrinni, þar sem verið er að vinna að byggingu Háskól- ans í Reykjavík, aðfaranótt mið- vikudags. Vírar og slöngur voru klipptar og skorið var á dekk. Verktakar þurftu að taka vélar á leigu til að geta haldið starf- seminni áfram. Talið er að tjónið hlaupi á milljónum króna. Ljóst er að skemmdarvargarnir hafa tekið sér góðan tíma í verk sín; þykkar glussa- og smurslöngur voru klipptar og skorið á rafmagns víra. Ekki er enn vitað hverjir voru að verki, en lögreglan leitar þrjót- anna. - kóp Skemmdarverk í Vatnsmýri: Vinnuvélar stórskemmdar SKEMMT Klippt var á rör og leiðslur skornar á vinnuvélum í Vatnsmýrinni aðfaranótt þriðjudags. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL „Þeir eru mjög marg- ir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu,“ segir Dagur B. Eggertsson, odd- viti Samfylkingar í borgarstjórn Reykjavíkur. Á borgar ráðsfundi í dag leggur Samfylking fram þá til- lögu að tekið verði frá svæði í borg- arskipulaginu fyrir minnisvarða um Helga Hóseasson. Dagur segir það ekki vera stjórn- málamanna að útfæra í smáatrið- um hvernig minnisvarðinn verði: „Það skiptir mestu að finna minnis- varðanum stað í skipulaginu, þannig að gert sé ráð fyrir honum þar sem margir vilja sjá Helga minnst að verðleikum. Við teljum reyndar að rétti tíminn fyrir styttu gerð sé ekki núna í miðri kreppu, þegar verið er að skera niður framlög til skóla og velferðar. En kannski koma fram einhverjar skemmtilegar hugmynd- ir sem kosta lítið eða jafnvel ekki neitt.“ Rúm tuttugu þúsund hafa skrif- að upp á það á netinu að þau vilji minnis varða gerðan um Helga. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að það væri ekki borgarinnar að greiða fyrir þetta. Kannski væri kominn vísir að samtökum, þannig að hver og einn þessara þúsunda legði fram litla upphæð og gerði þetta fyrir eigin kostnað. - kg, kóþ Samfylking vill minnisvarða um Helga Hóseasson en Framsókn vill ekki borga: Virðing borin fyrir Helga MÓTMÆLANDI Margir hafa lagt til að minnisvarði um Helga Hóseasson verði reistur á horni Langholtsvegar og Holta- vegar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur játað brot gegn vald- stjórninni, en honum var gefið að sök að hafa veist að lögreglu- manni á Akureyri í sumar. Sam- kvæmt ákæru réðst maðurinn að að tæplega þrítugum lögreglu- þjóninum, sem var við skyldu- störf, í anddyri íbúðar á Akureyri og sló hann í andlitið með belti. Árásin átti sér stað aðfaranótt 22. júní síðastliðins. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær og vegna þess að játning manns- ins lá fyrir var málið dómtekið þá þegar. - sh Akureyringur játar brot: Barði lögreglu- þjón með belti Tillögur um Alþingisreit Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra hefur skipað átta manna vinnuhóp undir formennsku Kristínar H. Sigurðardóttur, forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins, sem ætlað er að gera tillögur um hvaða stefnu taka skuli varðandi fornleifarannsókn- ir á Alþingisreit og í næsta nágrenni og um varðveislu og sýningu á þeim fornleifum sem þegar hafa fundist. FORNLEIFAR LÖGREGLUMÁL Eigandi hunds, sem varð til þess að átök brutust út á Geirsnefi fyrr í vikunni, hefur kært aðra konu til lögreglu vegna afskipta hennar af þjálfunar- aðferðum sem beitt var við hund- inn. Konan sem kærð hefur verið taldi það ósæmilega þjálfunar- aðferð að berja búr hundsins utan með glerskál. Hóf hún afskipti af málinu sem leiddu til þess að til átaka kom með henni ann- ars vegar og eigandanum, móður hennar og bróður hins vegar. Lögregla var kölluð á staðinn og ók hún konunni sem afskipti hafði af þjálfuninni á slysadeild. - jss Átökin á Geirsnefi: Hundakona hefur kært EFNAHAGSMÁL Innstæður íslenskra fyrirtækja á gjald- eyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum voru heldur lægri í júní og júlí en þær voru síðustu tvo mánuði á undan. Innstæðurnar eru þó mun hærri en þær voru að meðaltali mánuðina fyrir hrun. Eins og fram kom í Fréttablaðinu nýverið telja sér- fræðingar aukna uppsöfnun gjaldeyris á reikning- um benda til þess að fyrirtæki skipti ekki gjaldeyri í krónur komist þau hjá því. Íslensk fyrirtæki áttu andvirði samtals 154,4 milljarða króna á gjaldeyrisreikningum í júlí og 146,8 milljarða í júní. Það er nokkru lægra en í maí, þegar þau áttu 173,5 milljarða, en talsvert meira en í febrúar, þegar eignin stóð í 126,9 milljörðum króna. Seðlabankinn hefur reiknað út stöðu á gjaldeyris- reikningum á föstu gengi janúar í 2007, til að kanna stöðuna á reikningunum án þess að sveiflur í gengi brengli myndina. Þar er þó ekki tekið tillit til vægi mismunandi gjaldmiðla heldur notast við gengisvísi- tölu. Á föstu gengi áttu fyrirtækin að meðaltali 100,5 milljarða á reikningunum í hverjum mánuði fyrstu sex mánuði ársins 2009. Á sama tímabili 2008 áttu þau 119,8 milljarða, og árið 2007 að meðaltali 114,9 milljarða. Sveiflur á gengi krónunnar hafa því veru- leg áhrif á stöðu reikninganna. - bj Staða gjaldeyrisreikninga fyrirtækja enn há samkvæmt upplýsingum Seðlabanka: Eiga 154 milljarða í gjaldeyri GJALDEYRIR Sveiflur á gengi krónunnar hafa mikil áhrif á útreikninga á stöðu gjaldeyrisreikninga. VIÐSKIPTI Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður SPRON, segir Vilhjálm Bjarnason hafa sagt ósatt þegar hann sagði að fólk tengt Guðmundi hefði selt stofnfjár- hluti sumarið 2007. Vilhjálm- ur fullyrti svo á Vísi í gær. Guðmundur staðhæfir einnig að stjórnendur sparisjóðsins hafi ekki búið yfir upplýsingum sem áhrif hefðu getað haft á stofnfjárverðið í júlí 2007. Hann vitnar til bréfs sak- sóknara efnahagsbrotadeildar, sent Samtökum fjárfesta í júní 2008. Vilhjálmur er formaður þeirra. Þar kemur fram að ekki teljist tilefni til að rannsaka grun um innherjaupplýsingar vegna viðskiptanna sumarið 2007. - kóp Stjórnarformaður SPRON: Segir Vilhjálm Bjarnason ljúga GUÐMUNDUR HAUKSSON Unnið verði að upptöku evru Frumvarp tveggja stjórnarandstöðu- flokka, um að unnið verði að því að gera evruna að gjaldmiðli Færeyinga, hefur fengið góðan hljómgrunn í utanríkismálanefnd Lögþingsins. Búast má við að það verði samþykkt í breyttri mynd, segir í frétt Kringvarps Færeyja. FÆREYJAR SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.