Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 6
6 10. september 2009 FIMMTUDAGUR FÉLAGSMÁL Kafli nýrrar skýrslu vistheimilanefndar um Heyrn- leysingjaskólann er sláandi. Í honum lýsa nemendur skóla- göngu sinni, og lífi sínu þar með, en lengi bjuggu flestir nemenda á vist skólans. Var sumum ekið í skólann að hausti og sóttir að vori. Flestir þeirra sem voru í Heyrnleysingjaskólanum á ára- bilinu 1947-1968 hófu nám á fjórða eða fimmta aldursári. Í skýrslunni segir að flestir þeirra sem nefndin ræddi við hafi lýst að þeir hafi að litlu leyti haft hug- mynd um hvert þeir væru komn- ir og hversu lengi þeir ættu að dvelja í skólanum. Kona úr röðum viðmælenda lýsir að hún hafi grátið dögum saman og fundist hún mæta kulda frá starfsmönnum heimavistar. Hún er nú á sjötugsaldri og kveðst aldrei hafa sætt sig við að hafa verið send í skólann og skilin þar eftir í hópi ókunnugra. Athyglisvert er að það er nán- ast samdómaálit viðmælenda vist- heimilanefndar úr röðum nem- enda við Heyrnleysingjaskólann að þeir skildu ekki það sem fram fór í kennslustundum og töldu sig hafa lítið gagn af náminu. Stóð það þó í mörg ár. Á þessum tímum var svokölluð talmálsstefna kennd við skólann en hún miðaði að því að kenna heyrnarlausum börnum að tala með rödd og lesa af vörum. Notk- un táknmáls í skólanum var illa séð, ef ekki hreinlega bönnuð. Kennslustefnu skólans var breytt á níunda áratugnum. Nefndin ræddi við sextíu nem- endur Heyrnleysingjaskólans og hafði meira en helmingur þeirra sögu af ofbeldi að segja. Hafði fólkið ýmist orðið sjálft fyrir ofbeldi eða séð skólasystkin sín beitt ofbeldi. Margar samhljóða sögur voru sagðar um illa meðferð eða ofbeldi af hendi skólastjórans og eins kennara. Báðir eru látnir og því ómögulegt að bera sögurnar undir þá. Skólastjórinn var til að mynda sagður hafa átt til að taka í eyrun á nemendum, slá þá í fingurna og klípa þá í húðina undir hökunni. Enn fremur komu fram frásagn- ir um að hann hefði hýtt tiltekinn nemanda með belti. Vöktu þessar athafnir skóla- stjórans og kennarans ótta í hugum nemenda, sem skildu oft ekki af hverju þær stöfuðu. Átt- uðu þeir sig ekki á fyrir hvað verið var að refsa þeim. Átján þeirra sem nefndin ræddi við greindu frá því að hafa sætt kynferðislegu ofbeldi, kynferðis- legri áreitni eða hafa orðið vitni að slíku. Var það ýmist framið af öðrum nemendum, tilteknum kennurum eða utanaðkomandi einstaklingi. bjorn@frettabladid.is Mállaus börnin vissu ekki hvar þau voru Margir nemenda Heyrnleysingjaskólans misstu tengsl við fjölskyldur sínar. Þeir skildu ekki það sem fram fór í kennslustundum og telja sig hafa haft lítið gagn af náminu. Margir voru beittir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í skólanum. ■ Tveir einstaklingar greindu meðal annars frá því að hafa mætt með foreldrum sínum í skólann og ekki áttað sig á því hvert þeir væru komnir. Hafi þeir síðan verið háttaðir ofan í rúm á heimavist skólans í svefn- sal þar sem fjöldi barna svaf hlið við hlið en vaknað næsta morgun fullir skelfingu og reynt að leita að foreldrum sínum í byggingunni. ■ Sumir viðmælenda nefndarinn- ar töldu sig hafa misst tengsl við fjölskyldur sínar og ekki hafa myndað aftur góð tengsl við þær og röktu það til þess að þeir hefðu ekki hitt fjölskyldu sína allt skólaárið, á um níu mánaða tímabili, einkum þeir sem hefðu átt langt heim að sækja. Langur aðskilnaður, þau ár sem einstaklingarnir dvöldu á heimavist, hefði haft þær afleið- ingar að samskipti við fjölskyld- ur á fullorðinsárum hefðu ekki verið eðlileg. ■ Fjórar frásagnir voru af því að börn hefðu stundum verið þvinguð til að neyta matar á matmálstímum sem þau vildu ekki borða. Það hefði verið gert með þeim hætti að haldið hefði verið um kinnar nemenda eða um höfuð og mat þvingað ofan í þá. ■ Meirihluti starfsmanna varð var við vanlíðan hjá nemendum skólans og þá einkum meðal yngstu nemendanna þegar þeir komu til dvalar á heimavist um fjögurra ára aldur, en þó einnig hjá eldri nemendum skólans. Þeir töldu að sú staðreynd að heyrnarlaus og heyrnarskert börn hefðu verið send að heim- an á barnsaldri hefði vissulega valdið þeim vanlíðan sem starfsfólk hefði almennt orðið vart við og verið meðvitað um. LEITUÐU Í SKELFINGU AÐ FORELDRUNUM Á að reisa minnisvarða um Helga Hóseasson á horni Lang- holtsvegar og Holtavegar? Já 72,8 Nei 27,2 SPURNING DAGSINS Í DAG Ætti að tengja húsnæðislán við launavísitölu? Segðu skoðun þína á Vísi.is FERÐAMÁL Blásið hefur verið til átaks til að efla ferðaþjónustuna hér á landi. Það eru iðnaðarráðu- neytið, Ferðamálastofa, Útflutn- ingsráð og Reykjavíkurborg sem taka höndum saman um málið. Auglýst hefur verið eftir tillög- um frá íslenskum ferðaþjónustu- aðilum að samstarfsverkefnum til að markaðssetja Ísland frá október til desember í ár. Umsækjendur þurfa að leggja fram mótframlag, að lágmarki helmingi hærra en framlag Ferðamálastofu. Gert er ráð fyrir fimmtíu milljónum króna af opinberu fé og 100 milljónum í mótframlag. Hámarksframlag til eins verkefnis er tíu milljónir, en fimm milljónir að lágmarki. - kóp Fjölmargir í samstarfi: Átak gert í ferðamálum STAKKHOLT Heyrnleysingjaskólinn var til húsa að Stakkholti í Reykjavík frá 1917 til 1971 þegar hann fluttist í Öskjuhlíð. Húsið sem skólinn var í við Stakkholtið hefur verið rifið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL Halldór Halldórsson hefur tilkynnt félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum á Ísafirði að hann hyggist ekki gefa kost á sér til endurkjörs við sveitarstjórnar- kosningarnar að ári. Halldór hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðar í tólf ár og gegnir einnig stöðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga nú um stundir. Halldór segir enn óráðið hvað hann taki sér fyrir hendur; hann sé ekki að hætta til að fara í ákveð- ið starf. „Ég hef verið þeirrar skoð- unar að maður eigi ekki að vera mosavaxinn í starfi, það er bara mín persónulega skoðun. Þá eiga menn alls ekki að vera mosavaxnir sem kjörnir fulltrúar,“ segir Hall- dór, en frá árinu 2002 hefur hann verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum. Hann var ráðinn bæjar- stjóri fjórum árum fyrr. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um framhaldið og hefur verið nefnt að sjálfstæðismenn í Hafnar- firði hafi sóst eftir liðsinni hans. Halldór vill ekki staðfesta það, en segir þó þrjú sveitarfélög hafa haft samband við hann. Allt sé þó óráðið og fyrsti valkostur sé að búa áfram á Ísafirði. Hann segist ekki hættur í stjórn- málum og vilja helst geta starfað áfram við eitthvað þeim tengt. Hann útilokar ekki framboð til Alþingis. Halldór segir óvíst hver taki við oddvitastöðunni en mörg nöfn hafi verið nefnd. - kóp Halldór Halldórsson hættir sem bæjarstjóri á Ísafirði eftir tólf ár í starfi: Ekki hættur í stjórnmálunum HÆTTIR Í VOR Halldór lætur af störfum bæjarstjóra Ísafjarðar í vor. Hann situr sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga til haustsins 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TYRKLAND, AP Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið vegna skyndiflóða í gær í Istanbúl. Alls hafa nærri þrjátíu manns farist í flóðum við norðvestur- strönd Tyrklands nú í vikunni. Vegfarendur á fjölfarinni hraðbraut áttu sér einskis ills von þegar vatnið streymdi skyndilega yfir veginn. „Ég greip dóttur mína, fór úr bílnum og átti fótum mínum fjör að launa,“ sagði Mihat Demirata, einn ökumannanna. „Ég er viss um að mörgum tókst ekki að bjarga lífi sínu.“ Flóðin stafa af gríðarlegu úrhelli, því mesta sem orðið hefur í áttatíu ár. Flóðin urðu til þess að tvær ár innan borgarmarkanna flæddu yfir bakka sína. Vatn- ið í ánum varð of mikið til þess að það kæmist eðli- lega leið til sjávar. Allt að tveggja metra djúpt vatn flæddi yfir Iki- telli-verslunarhverfið og hraðbraut sem liggur frá Istanbúl til Grikklands og Búlgaríu. Afleiðingin varð meðal annars sú að leiðin til Ataturk-flugvallarins lokaðist. Á stæði fyrir flutningabifreiðar fundust sjö lík og bifreiðarnar lágu eins og hráviði um allt. Sjö önnur lík fundust í lítilli fólksflutningabifreið fyrir utan vefnaðarvöruverksmiðju í Ikitelli-hverfinu. Þar var um að ræða konur sem voru að mæta til vinnu í verk- smiðjunni. - gb Skyndileg flóð í Istanbúl vegna mestu úrkomu sem þar hefur orðið í áttatíu ár: Borgarbúar áttu fótum fjör að launa FLUTNINGABÍLAR EINS OG HRÁVIÐI Sjö lík fundust á þessu bifreiðastæði í gær eftir flóðin miklu sem ekki gerðu boð á undan sér. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNARMÁL Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur kynnt stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga þá hug- mynd sína að kannaðir verði mögulegir sam- einingarkostir í hverjum lands- hluta sem síðar yrðu lagðir fyrir Alþingi. Látið yrði í staðinn af fyrir- ætlunum um að hækka lágmarks- íbúafjölda úr 50 í 1.000. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, mun kynna viðhorf ráðherrans í stjórn sambandsins og í framhaldinu fara fram frek- ari umræður um leiðir til sam- einingar sem lið í eflingu sveitar- stjórnarstigsins. - shá Sameining sveitarfélaga: Ráðherra setur fram nýja leið KRISTJÁN MÖLLER FERÐAMENN Markvisst átak verður til að fjölga ferðamönnum frá október til desember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FERÐAÞJÓNUSTA Fyrstu sex mánuði þessa árs höfðu sjö prósentum fleiri ferðast frá Bandaríkjunum til Íslands miðað við sama tíma árið áður. Á sama tímabili höfðu 9,5 prósentum færri ferðast frá Bandaríkjunum til Evrópu. Pétur Þ. Óskarsson, formaður stjórnar verkefnisins Iceland Naturally, sem er samstarfs- verkefni stjórnvalda og einka- fyrirtækja um kynningu Íslands vestanhafs, segir Bandaríkja- menn að mörgu leyti vera dýr- mætari ferðamenn en aðrir. „Þeir koma flestir utan háanna- tíma og stoppa stutt við en eyða miklu fé,“ segir Pétur. - kg Ferðamenn á Íslandi: Fleiri Banda- ríkjamenn Bjargað úr sjálfheldu Erlendum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í Þverfelli í Engidal í Skutuls- firði í gær. Maðurinn var með farsíma og gat sjálfur hringt eftir aðstoð. Björg- unarfélag Ísafjarðar bjargaði mannin- um, sem sat fastur í klettabelti. SLYS Leitað að vinstri skó Einn gesta dansleiks á Reykhóladeg- inum um síðustu helgi varð fyrir því óláni að tapa vinstri skó sínum. Frá þessu segir á vef Reykhóla. Um forláta rauðan strigaskó var að ræða sem viðkomandi hafði átt í yfir tuttugu ár. Hans er því sárt saknað og finnendur eru beðnir að hafa sambandið við heimilisfólk á Gróustöðum. ÖSKUBUSKUSAGA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.