Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 10
10 10. september 2009 FIMMTUDAGUR EVRÓPUMÁL „Innganga Íslands í ESB mun ekki leysa öll vandamál Íslands í efnahagslegu tilliti en getur leikið stórt hlutverk í endur- reisninni,“ sagði Olli Rehn, fram- kvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, í erindi sínu á fundi Alþjóða- málastofnunar HÍ og utanríkis- ráðuneytisins í gær. Það var mál manna að Rehn hefði verið orðvar á fundinum og frekar slegið á væntingar um hraða afgreiðslu aðildarumsóknar Íslands. Rehn sagði það sína skoð- un að Norðurlöndin ættu öll að vera innan ESB og nú þegar nyti sambandið kunnáttu og reynslu Íslendinga hvað varðar sjálfbæra nýtingu auðlinda. Sagði hann það jafnt eiga við um orkunýtingu og nýtingu sjávarauðlindarinnar. Hann var spurður hvort til greina kæmi að hans áliti að Ísland gæti fengið sérmeðferð í peninga- málum meðan á umsóknarferlinu stæði – jafnvel að evra yrði tekin upp hér á landi fyrr en almennt væri gert ráð fyrir. Rehn svaraði því til að lög ESB gerðu ekki ráð fyrir því. Hins vegar væri sá sem bæri ábyrgð á peningamálasamstarfinu innan framkvæmdastjórnar ESB [Joaquín Almunia, framkvæmda- stjóri gengis- og efnahagsmála innan ESB] byrjaður að kynna sér stöðu mála á Íslandi. Þannig væri Ísland sem umsóknarland í betri stöðu hvað þetta varðar en annars væri. Rehn hafnaði því alfarið að það tæki mjög langan tíma að fá aðgang að myntbandalaginu, en því hefur verið haldið fram að Ísland eigi jafnvel ekki kost á því fyrr en eftir áratug eða meira. Rehn lítur svo á að innganga Íslands í ESB sé rökrétt fram- hald samvinnu á milli Evrópu og Íslands. Slíkt samstarf hófst með Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) árið 1970 og síðar með til- komu Evrópska efnahagssvæðisins (EES) árið 1994. Rehn var spurður hvort ekki mætti birta spurningalista ESB, en hann inniheldur um 2.000 spurn- ingar sem stjórnvöld hér verða að svara áður en samþykkt verður að hefja formlegar viðræður um aðild Íslands. Slíkt hefur aldrei verið gert áður, að því er næst verður komist. Össur Skarphéðinsson greip bolt- ann á lofti og spurður hvort hann myndi birta listann svaraði: „Þetta var eitt það fyrsta sem ég spurði Rehn að við komuna til landsins og útskýrði að vildum leyfa öllum að sjá hvaða upplýsinga verði óskað frá okkur. Hann tók því vel en þurfti að kanna sitt bakland.“ Spurningalistinn var birtur á vef utanríkisráðuneytisins síðdegis í gær. svavar@frettabladid.is Aðild Íslands rökrétt framhald samvinnu Framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB slær á væntingar um hraða afgreiðslu á aðildarumsókn Íslands. Hann ítrekar afstöðu ESB um að sérmeðferð komi ekki til greina. Spurningalisti ESB hefur verið birtur, sem er án fordæma. HEIMSÓKN Olli Rehn fundaði með utanríkismálanefnd Alþingis í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STÆRÐARMUNUR Hann er svolítið stærri, rúmenski körfuboltamaðurinn Gheorghe Muresan, en fréttakonan sem tók viðtal við hann í Shanghai í Kína í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Hulda Gunnlaugs- dóttir, sem fengið hefur ársleyfi sem forstjóri Landspítalans, tekur að sér tímabundna verk efnisstjórn við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um sam starf og markvissari verkaskiptingu á milli heilbrigðisstofnana. Markmiðið er að setja fram tímasetta verkáætlun sem byggist á vinnu undanfarinna mánaða um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Er þetta gert til að ná fram mark- vissari rekstri heilbrigðisstofnana á næstu árum. Reynt verður að draga eins lítið og kostur er úr þjónustu við sjúk- linga og sömuleiðis er ætlunin að reyna að koma í veg fyrir upp- sagnir starfsmanna. - shá Áætlun hrint í framkvæmd: Samstarf um verkaskiptingu FRAKKLAND, AP Sihem Habchi var mikið niðri fyrir þegar hún kom fyrir nýstofnaða þingnefnd í Frakklandi, sem fær það hlutverk að rannsaka fatn- að íslamskra kvenna í land- inu. Habchi hefur bar- ist fyrir því að búrkur og andlitsskýlur verði bannaðar með lögum, vegna þess að slík- ur fatnaður einangri þær í sam- félaginu. Habchi er formaður samtaka sem nefnast „Hvorki hórur né undirgefnar“ og berjast fyrir auknum réttindum íslamskra kvenna og stúlkna í fátækra- hverfum Frakklands. - gb Íslömsk kona í Frakklandi: Berst fyrir búrkubanni BRUSSEL, AP Jose Manuel Barroso sækist eftir að vera forseti fram- kvæmdastjórnar ESB í önnur fimm ár. Hann svaraði spurn- ingum blaða- manna í gær. Þingmenn gagnrýndu hann fyrir að hafa ekki tekið rétt á fjármála- kreppunni, sem reið yfir í haust. Þá var hann gagn- rýndur fyrir slælega frammistöðu í umhverfis- málum. Í dag taka leiðtogar þingsins afstöðu til þess hvort kosið verði um Barroso í næstu viku. - gb Barroso á Evrópuþinginu: Vill vera forseti önnur fimm ár JOSE MANUEL BARROSO SIHEM HABCHI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.