Fréttablaðið - 10.09.2009, Side 12

Fréttablaðið - 10.09.2009, Side 12
12 10. september 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Verðtryggðar skuldir hafa hækkað um 0,7% FRÉTTASKÝRING PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is Verðtryggðar íbúðaskuldir heimilanna hækka um átta og hálfan milljarð króna vegna þeirra skattahækk- ana sem komnar eru til framkvæmda á þessu ári. Óbeinir skattar, sem lagðir eru á verð vöru og þjónustu, fara beint út í verðlagið og því kemur hækkun þeirra strax fram í vísi- tölu neysluverðs og þar með verð- bólgunni. Vísitalan er svo notuð til verðtryggingar fasteignalána og námslána. Hækkun beinna skatta eins og tekjuskatts kemur ekki með sama hætti beint fram í verð- bólgumælingum. Í maí í vor ákvað Alþingi að auka skattheimtu af áfengi, tóbaki og eldsneyti og var áætlað að sú breyting mundi skila ríkissjóði um fjórum milljörðum króna í tekjur á heilu ári. Breytingin leiddi af sér 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs. 1. september gekk í gildi umdeild hækkun vörugjalda á sælgæti og ýmsa aðra matvöru. Sú breyting átti að skila ríkissjóði 2,7 millj- örðum króna í auknar tekjur en fjármálaráðuneytið hefur ekki birt upplýsingar um hlutfallsleg áhrif á neysluvísitölu. 0,7 prósenta hækkun á höfuðstól og greiðslubyrði Jón Bjarki Bentsson, hagfræðing- ur hjá Íslandsbanka, hefur reiknað út fyrir Fréttablaðið að verðlags- áhrif sykurskattsins svonefnda séu 0,2 prósent og að þessi 6,7 milljarða tekjuauki ríkis sjóðs leiði til þess að verðtryggðar íbúða- skuldir hækki um 0,7 prósent eða samtals um 8,5 milljarða króna. Þá er byggt á því að verðtryggð- ar íbúðaskuldir landsmanna námu 1.156 milljörðum króna um síðustu áramót, samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands. Seðlabank- inn hefur ekki birt upplýsingar um skuldir heimilanna reglulega á þessu ári, með sama hætti og gert var fyrir hrun, en með framreikn- ingi fæst sú niðurstaða að höfuð- stóll hækki sem þessu nemur. Hækkunin vegna skattbreyt- inganna frá því í maí kom fram í greiðsluseðlum íbúðaeigenda í ágúst en hækkunin 1. sept- ember verður komin inn í verð- tryggingu húsnæðislánanna 1. nóvember. Jón Bjarki segir að greiðslubyrði íbúðalána hækki líka um 0,7 prósent að meðaltali þannig að afborganir hjá fjöl- skyldu sem greiðir 100.000 krón- ur á mánuði af verðtryggðu hús- næðisláni hækka um 700 krónur á mánuði, eða 8.400 krónur á ári. Auk þess rýrir hækkun á höfuð- stóli vegna verðbólgunnar eign fjölskyldunnar í íbúðinni á sama tíma og markaðsverð fasteigna í landinu hefur lækkað mikið. Á hinn bóginn tryggir verðtrygg- ingin að þær eignir sem ríkið á í verðtryggðum lánum ríkisbank- anna og Íbúðalánasjóðs halda verðmæti sínu. 28 til 30 milljarða króna skatta- hækkanir á næsta ári Það liggur fyrir að ríkið mun taka ákvarðanir um nýjar skattahækk- anir þegar Alþingi kemur saman í haust en því hefur verið lýst yfir að ríkisstjórnin ætli að sækja 28 til 30 milljarða króna í nýjum sköttum til landsmanna á næsta ári. Til viðbótar á að skera niður í rekstrinum um 33 til 35 millj- arða. Þetta er áfangi á þeirri leið sem er fram undan í rekstri ríkis- ins næstu ár. Fram til ársins 2013 þarf ríkissjóður að skapa sér 179 milljarða króna svigrúm til að geta greitt afborganir og vexti af erlendum lánum. Fjárþörfin er svo mikil að vænt- anlega verður reynt að ná auknum tekjum út úr flestum skattstofnum, beinum sköttum á borð við tekju- skatt einstaklinga og fyrirtækja og tryggingagjald, og óbeinum skött- um á borð við virðisaukaskatt. Vegna þess að áhrif óbeinna skattahækkana koma með bein- um hætti inn í verðbólguna og verðtrygginguna eru Neytenda- samtökin meðal þeirra aðila sem hvetja stjórnvöld til þess að afla aukinna tekna frekar með beinum sköttum en óbeinum. Kemur með tvöföldum þunga „Þetta kemur með tvöföldum þunga á þau heimili sem eru með verðtryggð lán,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, um hækkun óbeinna skatta. „Þegar upp er staðið er hagstæðara fyrir heimilin, sem eru sum mjög skuldug, að þetta komi inn í ríkissjóð með beinum sköttum en ekki neyslusköttum sem hækka lánin líka. Raunar fæ ég ekki skilið hvers vegna bank- arnir þurfa að fá meira til sín um leið og skattarnir eru hækkaðir.“ Jóhannes segir að alþingis- menn hafi ekki tekið tillit til athugasemda Neytendasamtak- anna í tengslum við frumvarpið um sykur skattinn um að vísitölu- grunninum verði breytt svo að hækkanir óbeinna skatta komi ekki í bakið á almenningi eins og gerist þegar húsnæðislánin hækka líka. Á meðan grunnin- um er ekki breytt er betra fyrir heimilin að borga skattahækk- unina bara einu sinni með bein- um sköttum heldur en að borga þetta tvívegis, fyrst með óbeinum sköttum og svo með hærri lánum, segir Jóhannes. Vill afturkalla innistæðulausar skattalækkanir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er nú að vinna að ýmsum málum í tengsl- um við undirbúning fjárlaga næsta árs en segir að útfærslur í skattamálum séu enn í undirbún- ingi í fjármálaráðuneyti og hjá efnahags- og skattanefnd þings- ins og liggi ekki fyrir. Hann segir að fjárþörf ríkissjóðs sé svo mikil og sá halli, sem þarf að brúa á næstu árum, af þeirri stærðar- gráðu að nauðsynlegt sé að kanna allar færar leiðir í skattamálum. Þar séu engir skattstofnar undan- skildir frá þeim skattahækkunum sem eiga að koma til framkvæmda á næsta ári og árið 2011. „Menn hafa töluvert rætt um að það sé ekki óeðlilegt að fara til baka í sömu skattprósentu og áður,“ segir Guðbjartur og segir að nú hafi það sýnt sig að aldrei var innistæða fyrir þeim skatta- lækkunum sem ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks stóð fyrir á síðasta kjörtímabili. Guðbjartur gerir mun minna úr muninum á áhrifum beinna og óbeinna skatta en Jóhannes Gunn- arsson og segir að sá kostnaðar- auki sem fylgi beinum sköttum skili sér líka inn í verðlag og vísi- tölur − þótt það gerist ekki með beinum hætti og ekki jafnhratt og þegar óbeinu skattarnir hækka. Sykurskatturinn hækkar hússnæðislán heimilanna SKATTAHÆKKANIR FRAM UNDAN Ríkið ætlar að sækja 28 til 30 milljarða í nýjum sköttum á næsta ári. Árið 2011 verða skatt- arnir hækkaðir enn meira enda þarf ríkið að rétta af 179 milljarða króna halla á næstu árum. Á sunnudaginn ganga Norðmenn til kosninga og velja sér nýtt þing. Hin rauð- græna stjórn Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins berst fyrir lífi sínu. ■ Hverjar eru horfurnar? Skoðanakannanir benda ekki til þess að neinar stórvægilegar breytingar verði á fylgi flokkanna frá síðustu kosningum fyrir fjórum árum. Þó virðist ljóst að vinstriflokkarnir, sem hafa verið við stjórn undanfarið kjörtímabil, missi fylgi en hægriflokkarnir bæti við sig. Meirihluti stjórnarinnar hefur hins vegar verið naumur. Til þess að lifa áfram sem minnihlutastjórn þyrfti hún stuðning frá einhverjum af núverandi stjórnarandstöðuflokkum, sem ekki hafa gert sig líklega til slíks. ■ Hvaða flokkar hafa stjórnað? Frá árinu 2005 hefur Verkamannaflokkurinn verið í stjórnarsamstarfi við Sósíalíska vinstriflokkinn og Miðflokkinn, með Jens Stoltenberg, leiðtoga Verkamannaflokksins, í embætti forsætisráðherra. Rauð- græna stjórnin, eins og hún er nefnd, hefur verið með 87 þingsæti af alls 169. Stjórnin er söguleg af ýmsum ástæðum: Sósíalíski vinstriflokkurinn hefur aldrei tekið þátt í stjórnarsamstarfi áður, Miðflokkurinn hefur aldrei áður tekið þátt í vinstristjórn, og Verkamannaflokkurinn, sem er vanur því að vera einn í stjórn, hefur ekki tekið þátt í samsteypustjórn síðan í lok seinna stríðs. ■ Hvað með minnihlutastjórnir? Löng hefð er fyrir því í Noregi að minnihlutastjórnir séu við völd. Oftast hefur það verið Verkamannaflokkurinn, sem hefur myndað minnihlutastjórn án aðildar annarra flokka, en þess á milli hafa hægriflokkarnir myndað samsteypustjórnir með minnihluta á þingi. Stuðningur annarra flokka við minnihlutastjórnirnar hefur verið stopull, þannig að þær hafa sjaldnast enst út kjörtíma- bilið. FBL-GREINING: KOSNINGAR NÁLGAST Í NOREGI Stoltenberg tæpur Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * FERSKT & ÞÆGILEGT TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Skoðaðu nánar á somi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.