Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 44
28 10. september 2009 FIMMTUDAGUR
COLIN FIRTH ER 48 ÁRA Í DAG.
„Ég hef hlutlaust útlit og
það hefur hjálpað mér. Ég
er með andlit sem hægt er
að láta líta mun betur út, og
líka mun verr.“
Colin Firth er breskur leikari,
þekktastur fyrir hlutverk sitt
sem Darcy í Hroka og hleypi-
dómum og Darcy í Dagbók
Bridget Jones.
„Bandalag íslenskra farfugla var stofn-
að með það í huga að skapa ungu fólki
aðstöðu til að ferðast og hvetja fólk til
ferðalaga, að vera úti í náttúrunni og
huga að henni,“ segir Markús Einars-
son, framkvæmdastjóri Farfugla, sem
varð sjötíu ára á árinu.
„Það var Pálmi Hannesson, þáverandi
rektor Menntaskólans í Reykjavík, sem
beitti sér fyrir stofnun Farfugla,“ segir
Markús en Pálmi var einnig fyrsti for-
maður samtakanna. Meiningin var að
farfugladeildir yrðu stofnaðar í tengsl-
um við menntastofnanir víðar um land.
„Það var þó ekki nema um tíma á Akur-
eyri en eftir það var bandalagið rekið
mest frá Reykjavík,“ útskýrir hann.
Ekki er nóg með að Farfuglar haldi
upp á sjötíu ára afmæli í ár heldur
tengjast þeim önnur tímamót. „Í ár eru
hundrað ár frá því hugmyndafræðin að
baki Farfuglum vaknaði,“ segir Mark-
ús og heldur áfram. „Það var þýskur
kennari sem starfaði í Berlín sem er
upphafsmaðurinn en hann hóf að taka
nemendur sína út úr borginni um helg-
ar og gista úti í náttúrunni.“
En hvernig hefur starfið þróast á
þessum sjötíu árum? „Í upphafi var
geysilega öflugt félagastarf í kringum
Farfugla og samtökin sjálf með skipu-
lagðar ferðir og frumkvöðlar á ýmsum
sviðum eins og í hálendisferðum og um-
hverfismálum. Nú hefur þetta þróast
út í að vera nánast eingöngu rekstur,“
segir Markús. Hann upplýsir að sam-
tökunum tilheyri 33 farfuglaheimili um
allt land. Flest séu þó í eigu einstakl-
inga en þrjú þeirra eru rekin af Far-
fuglum. „Svo rekum við líka ferðaskrif-
stofu, tjaldsvæði og tókum í sumar yfir
rekstur í Húsadal í Þórsmörk.“
Markús segir ánægjulegt að á afmæl-
isárinu hafi aldrei fleiri gist á farfugla-
heimilum en í ár. „Það stefnir í að það
verði um 150 þúsund gistinætur á far-
fuglaheimilum á Íslandi á þessu ári.
Þetta er töluverð fjölgun frá því í fyrra
en þá voru gistinætur 115 þúsund og
var það metár samt,“ segir hann stoltur.
Fyrst og fremst þakkar hann það mik-
illi fjölgun erlendra gesta enda séu þeir
í meirihluta þeirra sem nýta sér far-
fuglaheimili. „Það skapast nú oft af því
að Íslendingar eru of seinir til að panta
gistingu,“ segir hann góðlátlega.
Annars segir hann fólk á öllum aldri
nýta sér gistinguna þó flestir séu í yngri
kantinum. „Hin síðari ár hefur þó fjöl-
skyldum fjölgað geysilega,“ segir Mark-
ús og bætir við þeim fróðleik að Far-
fuglar á Íslandi séu hluti af Hosteling
International, sem sé sennilega stærsta
gistihúsakeðja í heimi með um 4.500
farfuglaheimili í níutíu þjóðlöndum.
Farfuglar áttu afmæli í mars og hafa
fagnað áfanganum með ýmsum hætti.
„Við héldum stóra alþjóðlega ráðstefnu,
opnuðum nýtt farfuglaheimili á Vestur-
götu 17 og tókum svo við rekstrinum í
Húsadal,“ segir Markús ánægður með
tímamótin. solveig@frettabladid.is
FARFUGLAR: ERU SJÖTÍU ÁRA Á ÁRINU
ALDREI FLEIRI GISTINÆTUR
FRAMKVÆMDASTJÓRINN Markús Einarsson segir stefna í að gistinætur á farfuglaheimilum landsins verði 150 þúsund. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
timamot@frettabladid.is
Opið hús verður hjá Ráð-
gjafarþjónustu Krabba-
meinsfélags Íslands í Skóg-
arhlíð 8 á laugardaginn 12.
september. Það hefst klukk-
an 13 og þar koma fram níu
stuðningshópar þeirra sem
greinast með krabbamein
sem kynna fjölbreytta starf-
semi sína. Þeir eru Fram-
för, Góðir hálsar, Kraftur,
Ný rödd, Ristilfélagið, Sam-
hjálp kvenna, Stómasamtök-
in, Stuðningshópur kvenna
með krabbamein í eggja-
stokkum og Styrkur.
Klukkan 14 mun Randver
Þorláksson leikari ræða um
krabbamein og reynslu sína
af því sem aðstandandi.
Sérstök áhersla verður
lögð á að aðstandendum sé
líka velkomið að þiggja að-
stoð og hjálp hjá félaginu því
erfitt er að sjá ástvini sína
berjast við illvígan sjúkdóm
á borð við krabbamein.
Stuðningur í boði
Málörvun og lestur – Gagn-
legar og skemmtilegar aðferð-
ir sem hjálpa leik- og grunn-
skólabörnum er yfirskrift ráð-
stefnu sem Bókaforlagið Salka
efnir til í dag. Frú Vigdís Finn-
bogadóttir setur ráðstefnuna og
á mælendaskrá eru margir fag-
menn í fræðunum, meðal ann-
ars foreldri sem segir reynslu-
sögu. Um þrjú hundruð manns
hafa bókað sig sem áheyrendur
og dugir ekki minna húspláss en
Súlnasalur Hótel Sögu. Svona er
áhuginn mikill enda er lestrar-
kunnátta og lesskilningur barna
flestum mikið hjartans mál.
Kynntur verður bókaflokk-
urinn um Bínu litlu brjáluðu,
eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur
talmeinafræðing. Bínubækurn-
ar leggja einmitt áherslu á mál-
örvun ungra barna og það að
veita börnum nothæf verkfæri
frá unga aldri til að taka með sér
inn í áframhaldandi nám.
Málþroski og lestur
BÍNA Bækurnar um Bínu litlu brjáluðu
leggja áherslu á málörvun.
FYRIRLESARI Randver mun ræða
um reynslu sína af krabbameini
sem aðstandandi.
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Elínar Oddsdóttur
Ástúni 8, Kópavogi,
fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 11. september
kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent
á Hjartavernd.
Sólrún B. Kristinsdóttir
Hauður Kristinsdóttir, Magnúns Alfonsson
Þóra Sjöfn Kristinsdóttir
Anna Margrét Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðjón Eymundsson
rafvirkjameistari,
Skúlagötu 20, Reykjavík,
lést á Landakoti, mánudaginn 7. september.
Hrafnhildur Bjarnadóttir
Ingólfur A. Guðjónsson Susan M. Guðjónsson
Áslaug Sif Guðjónsdóttir Karl F. Garðarsson
Kolbrún Guðjónsdóttir Jón Sævar Jónsson
Hörður Guðjónsson María Johnson
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Þennan dag árið 1977 fór fram síðasta aftaka
með fallöxi í Frakklandi. Það var Hamida Djand-
oubi, túnískur innflytjandi, sem var tekinn af lífi
í fangelsinu Baumetes í Marseille. Hann hafði
verið dæmdur fyrir morð.
Fallöxin var fyrst notuð að ráði í frönsku bylt-
ingunni þegar læknirinn og uppreisnarsinninn
Joseph-Ignace Guillotin fékk samþykkt lög um að
allir dauðadómar skyldu framkvæmdir með tækj-
um en ekki af fólki. Svipuð tæki og fallöxin höfðu
áður verið notuð á Írlandi og Englandi en talið
var að slíkar aftökur væru mannúðlegri en heng-
ing eða aftaka með aftökusveit.
Yfir tíu þúsund manns létu lífið í fallöxum í
byltingunni en þeirra á meðal voru Lúðvík XVI. og
María Antoinette, konungur og drottning Frakka.
Haldið var áfram að nota fallöxina í Frakklandi
næstu aldir en í september árið 1981 var dauða-
refsing afnumin í landinu.
ÞETTA GERÐIST: 10. SEPTEMBER 1977
Fallöxin hljóðnar í Frakklandi
MARIE ANTOINETTE Drottningin var ein þeirra sem
létu lífið í fallöxi í byltingunni.
MERKISATBURÐIR
1908 Fyrstu almennu leynilegu
kosningarnar til Alþingis
eru haldnar. Áður hafði
verið kosið í heyranda
hljóði. Þátttaka stórjókst
og fór í 75,5 prósent.
1911 Minnisvarði eftir Einar
Jónsson um Jón Sigurðs-
son er afhjúpaður framan
við Stjórnarráðshúsið í
Reykjavík. Síðar var stytt-
an flutt á Austurvöll.
1950 Í Hellisgerði í Hafnarfirði
er afhjúpaður minnis-
varði um Bjarna Sívertsen
riddara, sem hóf verslun í
Hafnarfirði 1793 og hefur
verið nefndur faðir staðar-
ins.
1960 Samtök hernámsand-
stæðinga eru stofnuð.
AFMÆLI
GERÐUR G.
BJARKLIND
útvarpskona
er 67 ára.
RAGNA LÓA
STEFÁNS-
DÓTTIR
knattspyrnu-
kona er 42
ára.
BARÐI
JÓHANNSSON
tónlistarmaður
er 34 ára.
CHRIS COL-
UMBUS
leikstjóri er 51
árs.