Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 56

Fréttablaðið - 10.09.2009, Síða 56
40 10. september 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Pape enn á skotskónum fyrir U-19 Íslenska 19 ára landsliðið vann sinn annan sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi á þremur dögum þegar íslensku strákarnir unnu vináttulandsleik þjóðanna 3-1 í gærdag. Pape Mamadou Faye skoraði fyrsta mark íslenska liðsins en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á mánu- daginn. Mark Pape kom eftir aðeins 15 mínútna leik en Skotar jöfnuðu þremur mínútum síðar. Valsarinn Arnar Sveinn Geirsson skoraði annað mark íslenska liðsins á 36. mínútu en hann er sonur Geirs Sveins- sonar, fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta. Þriðja og síðasta markið skoraði síðan KA-maðurinn Andri Fannar Stefánsson úr vítaspyrnu á 86. mínútu leiksins. Örvar Sær Gíslason, A-dómari í knattspyrnu, dæmdi í fyrrakvöld toppslag Hönefoss og Kongsvinger í norsku B-deildinni í knattspyrnu. Leiknum lauk með 3-1 sigri Hönefoss, sem um leið skellti sér á topp deildarinnar. Verkefnið er þáttur í norrænum dómaraskiptum sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Norðurland- anna og hefur verið við lýði undanfarin ár. „Þetta gekk ótrúlega vel og ég er mjög sáttur,“ sagði Örvar í samtali við Fréttablaðið. „Ég fékk líka mjög jákvæð viðbrögð frá aðstoðardómurunum og eftirlits- manninum. Þeir voru mjög ánægðir.“ Örvar gaf fjórar áminningar í leiknum en dæmdi til að mynda enga vítaspyrnu. Hann segir þó að það hafi ekki verið þægilegt að dæma þennan leik. „Þetta var mjög hraður leikur og það var nokkuð óþægilegt að dæma með mönnum sem ég hafði aldrei hitt áður. Ég hefði frekar viljað hafa mína menn með mér. En aðstoðardómararnir sem voru með mér voru mjög góðir. Þess fyrir utan lenti ég í engu veseni. Leikmenn og þjálfarar virtust vera nokkuð ánægðir með dómgæsluna og langflestir þökkuðu fyrir góðan leik að honum loknum.“ Fjölmiðlar í Noregi fjölluðu mikið um leikinn en þó ekki um þátt Örvars. „Ég las stóra umfjöllun í einu dagblaðanna og þar var ekki minnst á dómarann. Þannig á það í raun að vera. Dómarinn á að vera í algjöru aukahlut- verki og það er gott að enginn virtist taka eftir mér.“ Örvar hefur áður dæmt leiki hjá yngri landsliðum, bæði hér á landi og á Norðurlandamóti U-17 landsliða. Hann á þó ekki von á því að gerast alþjóð- legur dómari, svokallaður FIFA-dómari. „Nei, ég á ekki von á því. Ég er orðinn 35 ára gamall og FIFA-dómarar mega aðeins dæma til 45 ára aldurs. Ég læt því ungu strákana um það.“ ÖRVAR SÆR GÍSLASON: DÆMDI TOPPLEIK Í NORSKU B-DEILDINNI Í FYRRAKVÖLD Gott að enginn virtist taka eftir mér FÓTBOLTI Íslenska U-21 lands- liðið vann frábæran 6-2 sigur á Norður-Írlandi í fyrrakvöld í undankeppni EM 2011. Ísland var 4-0 yfir í hálfleik og komst svo í 5-0 áður en Norður-Írar náðu að klóra í bakkann. Rúrik Gíslason skoraði tvö mörk og þeir Bjarni Þór Viðars- son, Aron Einar Gunnars- son, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eitt hver. Þetta er aðeins í annað skipti sem Ísland vinnur fjögurra marka sigur í undankeppni stór- móts. Hitt skipt- ið var frægur 4-0 sigur á Finn- landi á Akur- eyri árið 1989 þar sem Eyj- ólfur Sverr- isson skor- aði öll mörk Íslands. Eyj- ólfur er ein- mitt nú þjálfari U-21 landsliðsins. S i g u r i n n á Norður-Írum er sá stærsti á útivelli frá upphafi. Ísland hefur tvívegis unnið þriggja marka sigur á útivelli, í Litháen árið 1998 (0-3) og í Svíþjóð árið 2005 (1-4) en Eyjólfur var einnig þjálfari liðsins í síðari leiknum. Stærsti sigur Íslands þegar allir leikir eru meðtaldir var gegn Eistlandi árið 1995. Ísland tók þá þátt í æfingamóti á Kýpur og vann 7-0 sigur. Ísland vann ári síðar æfingaleik gegn Möltu hér heima, 6-0. Stærsta tapið kom hins vegar gegn Tékkóslóvakíu ytra árið 1990 en Ísland tapaði þá 7-0. Íslenskt U-21 lið lék sinn fyrsta leik árið 1978 þegar það tapaði fyrir Noregi, 1-0, í vináttulands- leik. Ísland vann sinn fyrsta úti- sigur í Dan- mörku árið 1987 í und- ankeppni EM 1988. Loka- tölur voru 3-1, Íslandi í vil. - esá Frábær fjögurra marka sigur á Norður-Írum: Stærsti útisigurinn EYJÓLFUR SVERRISSON Á ríkan þátt í hinum ýmsu metum íslenska U-21 lands- liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN Vinningar afhentir í ELKO Lindum.199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 10. HVERVINNUR! BÍTLARNIR MÆTA 09.09.09 Í ELKO ALLARPLÖTURBÍTLANNA! FULLT AF AUKAVINNINGUM: BÍÓMIÐAR · TÖLVULEIKIR · DVD GEISLADISKAR · FULLT AF PEPSI MAX OG MARGT FLEIRA! BÍTLA RNIR ROCK BAND LEIKU RINN ! SYNGDU OG SPILAÐU ÖLL HELSTU LÖG BÍTLANNA Á ROCK BAND! AÐALVINNINGUR ER EINTAK AF LEIKNUM ÁSAMT GLÆSILEGUM KASSA MEÐ ÖLLUM HLJÓÐVERSPLÖTUM BÍTLANNA Í BÆTTUM HLJÓMGÆÐUM ÁSAMT HEIMILDARMYND SENDU SMS SKEYTIÐ EST TBA Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FÓTBOLTI Færeyingar unnu nokk- uð óvæntan 2-1 sigur gegn Lit- háen í 7. riðli undankeppni HM 2010 í Tóftum í gærkvöldi en þetta var fyrsti sigur Færeyinga í undankeppninni. Suni Olsen kom Færeyingum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en Thomas Danilevicius jafnaði leikinn fyrir Litháen stuttu síðar. Það var svo Arnbjörn Hansen sem kom Færeyingum yfir á nýjan leik á 35. mínútu og það reyndist vera sigurmark leiksins. Færeyingar voru fyrir leikinn í gærkvöld aðeins með eitt stig í riðlinum eftir jafntefli gegn Austurríki. - óþ Undankeppni HM 2010: Fyrsti sigur Færeyinga SIGUR Færeyingar unnu í gærkvöld sinn fyrsta sigur í undankeppni HM 2010. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Samkvæmt breskum fjölmiðlum í gær stendur nú yfir mikið kapphlaup á milli ensku b- deildarfélaganna Middlesbrough og Watford um landsliðsfram- herjann Heiðar Helguson sem er á mála hjá QPR í sömu deild. Heiðar var einnig orðaður við áðurnefnd félög áður en félaga- skiptaglugganum var lokað en nú er talað um þriggja mánaða láns- samning. Heiðar lék sem kunnugt er hjá Watford á sínum tíma í fimm og hálft ár við góðan orðstír og skor- aði 64 mörk fyrir félagið á þeim tíma en Boro hefur aftur á móti verið að leita að framherja eftir að félagið missti framherjana Tuncay Sanli og Afonso Alves á dögunum. - óþ Heiðar Helguson: Orðaður við Boro og Watford HEIÐAR Er eftirsóttur þessa dagana ef marka má breska fjölmiðla. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Englendingar bókuðu far- seðilinn á lokakeppni HM 2010 með stæl í gærkvöldi með 5-1 sigri gegn Króatíu. Englendingar fengu sannkall- aða draumabyrjun gegn Króöt- um þegar Frank Lampard skor- aði úr vítaspyrnu á 8. mínútu eftir að Aaron Lennon hafði fallið í teignum. Hinn eldsnöggi Lennon var aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann lagði upp skallamark fyrir Steven Gerrard og yfirburð- ir Englendinga voru algjörir á vellinum. Veislan hélt áfram hjá Englandi í síðari hálfleik þegar Lampard og Gerrard bættu báðir við marki áður en Eduardo klóraði í bakkann fyrir Króata. Það var svo Wayne Rooney sem innsigl- aði glæsilegan 5-1 sigur Englands, sem hefur nú unnið alla átta leiki sína í 6. undanriðlinum. Króatar eiga aftur á móti í harðri baráttu við Úkraínumenn um annað sæti riðilsins. Óvænt jafntefli hjá Dönum Spennan er þó meiri í 1. undanriðl- inum þar sem Norðurlandaþjóðirn- ar Svíþjóð og Danmörk berjast við Portúgal og Ungverjaland. Danir eru sem fyrr efstir í riðlinum þrátt fyrir óvænt jafntefli gegn Alban- íu í gærkvöldi á meðan Svíar og Portúgalar unnu sína leiki. Portúgal vann mikilvægan 0-1 sigur gegn Ungverjum með marki Pepe á meðan Svíar rétt mörðu Möltu 0-1 með sjálfsmarki. Malt- verjar eru eina þjóðin í undan- keppninni sem hefur ekki skorað mark. Frökkum mistókst að saxa á forskot Serba í 7. undanriðli þegar þjóðirnar skildu jafnar 1- 1 en Frakkar léku stærstan hluta leiksins manni færri eftir að markvörðurinn Hugo Lloris hafði fengið rautt spjald snemma leiks. Nenad Milijas kom Serbum yfir með marki úr vítaspyrnu en Thi- erry Henry jafnaði fyrir Frakka þegar um hálftími var liðinn af leiknum. Serbar eru áfram með fjögurra stiga forskot á Frakka þegar tveir leikir eru eftir í riðlinum. Þá eru heimsmeistarar Ítala í ákjósanlegri stöðu í 8. riðli eftir 2-0 sigur gegn Búlgaríu. Norðmenn enduðu í öðru Í 9. riðli, sem Íslendingar léku í, náðu Norðmenn að skjótast upp í annað sætið eftir 2-1 sigur gegn Makedóníu á meðan Skotar töpuðu 0-1 fyrir Hollendingum, sem voru fyrir löngu síðan búnir að tryggja sig áfram og enduðu riðilinn með fullt hús stiga. omar@frettabladid.is Englendingar með fullt hús stiga Sigurganga Englendinga undir stjórn Fabio Capello hélt áfram í gær með 5-1 sigri gegn Króatíu í undan- keppni HM 2010. Með sigrinum gulltryggðu Englendingar sér farseðilinn á lokakeppnina í Suður-Afríku. FÖGNUÐUR Frank Lampard fagnar hér öðru marka sinna í gærkvöld. Yfirburðir Englendinga voru miklir í leiknum. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.