Fréttablaðið - 14.09.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég eignaðist ísskápinn þegar amma fór á elliheimili árið 2001. Ég var afskaplega ánægð með það, bæði var ekkert að skápnum og svo átti ég sterka minningu tengda honum. Amma átti nefnilega í Westi
Hlíf segir straumlínulag ísskápsins sem vísi til sjötta áratug-arins höfða til sín. „Frá því tíma-bili er líka ímynd þessara amerískufyrirmyndarheimil
tilbúin til þess að láta skápinn fara. Fjölskyldan var þá flutt í glænýja íbúð með nýrri eldhúsinn ésem
Gersemar í ísskápnumÞegar Hlíf Sævarsdóttir var lítil stelpa fannst henni það hin mesta upplifun að fara til ömmu sinnar og fá
malt eða appelsín í flösku úr Westinghouse-ísskápnum. Seinna á ævinni eignaðist hún einnig ísskápinn.
SJÓVÁ FORVARNAHÚS hefur í samstarfi við IKEA innréttað tvö
örugg heimili í Forvarnahúsinu að Kringlunni 3. Annars vegar heimili
fyrir eldra fólk og hins vegar fyrir barnafólk. Almenningi gefst kostur á að
koma og skoða heimilin undir leiðsögn sérfræðings Forvarnahússins en
nauðsynlegt er að skrá sig í slíka heimsókn með því að senda póst á
sjova@sjova.is.
Hlíf Sævarsdóttir við hliðina á Westinghouse-ísskápnum, sem hún notar sem búr heimilisins og kertageymslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MÁNUDAGUR
14. september 2009 — 217. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
FÓLK Íslensku þáttaraðirnar
Hamarinn og Fangavaktin verða
sýndar á svipuðum tíma hvor á
sinni sjónvarpsstöðinni. Báðar
verða þær á sunnudagskvöldum,
Hamarinn byrjar klukkan 20.10
á RÚV og Fangavaktin hefst tut-
tugu mínútum seinna á Stöð 2.
Hamarinn fer í loftið 4. október
en Fangavaktin hefur göngu sína
27. september. Þetta er annað
árið í röð sem íslenskt leikið efni
rekst á en í fyrra var dagskrár-
tíma Svartra engla hnikað til á
RÚV svo að áhorfendur gætu
horft á þann þátt og Dagvaktina
á Stöð 2. Í ár vill hvorug
sjónvarpsstöðin láta undan.
- fgg / sjá síðu 22
Hamarinn og Fangavaktin:
Íslenskt efni
rekst aftur á
UNNUR BIRNA VILHJÁLMSDÓTTIR
Fórnarlamb
netníðings
Óprúttinn aðili í hennar nafni á Facebook
FÓLK 22
Óvæntur smellur
Barði Guðmundsson
flugþjónn gerði stutt-
mynd sem hefur feng-
ið góðar viðtökur.
FÓLK 22
Útvegar gas á kútana
Fyrirtækið ÍSAGA var
stofnað árið 1919 og
fagnar því níutíu ára
afmæli um þessar
mundir.
TÍMAMÓT 14
HLÍF SÆVARSDÓTTIR
Notar gamlan Westing-
house-ísskáp sem búr
• heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
ATVINNULEYSI 345 háskólastúdentar
í lánshæfu námi voru skráðir
atvinnulausir á síðasta skólaári og
þáðu atvinnuleysisbætur sem þeir
áttu ekki rétt á. Þetta kom í ljós
þegar nemendaskrár háskólanna
voru keyrðar saman við upplýsing-
ar um þá sem þegið hafa atvinnu-
leysisbætur.
Talið er að nemendurnir hafi
þegið samtals um það bil 300 millj-
ónir króna úr Atvinnuleysistrygg-
ingarsjóði á síðasta ári.
Anna Sigrún Baldursdóttir,
aðstoðarmaður félagsmálaráð-
herra, segir að ekki liggi fyrir
nákvæmar tölur, en 300 milljón-
ir eru taldar nærri lagi. Verið er
að vinna úr upplýsingum um stöðu
háskólastúdentanna gagnvart
Atvinnuleysistryggingarsjóði.
Sumir úr hópnum fengu tekju-
tengdar bætur, sem atvinnulausir
fá fyrstu mánuðina eftir atvinnu-
missi. Aðrir fengu almennar
atvinnuleysisbætur, sem eru
149.000 krónur á mánuði.
Í þriðja hópnum eru þeir sem
skráðu sig sem atvinnulausa náms-
menn í fyrrasumar en héldu áfram
að skrá sig atvinnulausa eftir að
þeir fóru aftur í nám í fyrrahaust.
Þeir fengu atvinnuleysisbætur, sem
eru að meðaltali 110.000 krónur á
mánuði fyrir þennan hóp náms-
manna sem hafa ekki öðlast full
réttindi á vinnumarkaði. Grunn-
framfærsla námslána samkvæmt
reglum Lánasjóðs íslenskra náms-
manna var hins vegar 100.600
krónur á mánuði.
Nemendaskrár og skrár Atvinnu-
leysistryggingarsjóðs eru nú að
fullu samkeyrðar og á það að koma
í veg fyrir að svona mál endurtaki
sig.
Nokkrir dagar eru síðan félags-
málaráðherra og menntamála-
ráðherra kynntu breytingar sem
fela í sér að réttur námsmanna
til atvinnuleysisbóta á sumrin er
afnuminn. Samhliða voru frítekju-
mörk þeirra sem fara í lánshæft
nám eftir atvinnumissi hækkuð,
til þess að auðvelda fólki að hefja
lánshæft nám frekar en að skrá sig
atvinnulaust. - pg
Háskólanemar sviku
út 300 milljóna bætur
Á fjórða hundrað háskólanema skráðu sig ranglega atvinnulausa á meðan þeir
stunduðu nám á síðasta skólaári. Svikin eru talin nema um 300 milljónum
króna. Staða nemendanna gagnvart Atvinnuleysistryggingarsjóði er í skoðun.
Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Síðustu keppendurnir á fyrsta Íslandsmótinu í póker sátu yfir spilunum í gær. Sigurvegarinn átti von á
1,6 milljónum króna í verðlaun. Logi Unnarsson Jónsson lenti í þriðja sæti en þeir Axel Einarsson og Matthías Vilhjálmsson
börðust um fyrsta sætið. Þeir áttu jafnmikla spilapeninga eftir þegar blaðið fór í prentun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VÍÐA VINDASAMT Í dag verða
sunnan 8-15 m/s, hvassast vestan
til. Rigning eða skúrir, einkum síð-
degis en úrkomulítið á Austurlandi.
Hiti 10-18 stig að deginum, hlýjast
norðaustan til.
VEÐUR 4
13
12
16
16
14
FÓLK „Þetta hefur gengið eins og lygasögu. Pókerinn
er orðinn gríðarlega vinsæll hérna á Íslandi og það
komust færri að en vildu,“ segir Jóhann Ólafur
Schröder, einn skipuleggjenda Íslandsmótsins í
póker, sem haldið var um helgina.
„Ég veit ekki nákvæmlega hversu mörgum þurfti
að vísa frá en sem dæmi get ég nefnt að það voru
yfir þrjátíu ósvöruð símtöl á símanum mínum kvöld-
ið áður en mótið hófst. Ég geri ráð fyrir að flest
þeirra hafi haft að gera með mótið,“ segir Jóhann.
Hann nefnir einnig að fullur salur af fólki hafi fylgst
með síðari degi mótsins á Hilton Nordica-hótelinu.
Fyrir mót höfðu aðstandendur boðið lögreglu að
líta við til að ganga úr skugga um að allt færi eftir
settum reglum. „Við höfum verið í góðu samstarfi
við yfirvöld og lögreglu, en löggurnar létu ekkert
sjá sig. Enda flokkast þetta ekki undir fjárhættuspil
heldur svokallaðan móta-póker, sem er allt annars
eðlis,“ segir Jóhann.
Stefnt er á að endurtaka leikinn að ári. - kg
Alls tóku 190 þátt í fyrsta Íslandsmeistaramótinu í póker um helgina:
Lögreglan mætti ekki á pókermótið
Stærstu málin
Það er líklega stærsti árangur
Obama í embætti að sópa stór-
málunum undir teppið og beina
sjónum manna að þeim minni,
skrifar Jón Ormur Halldórsson.
UMRÆÐAN 12
LÖGREGLUMÁL „Ég gerði ráð fyrir
að hann væri nýdottinn út í og
hefði kannski rekið hausinn í og
rotast, þannig
að mín fyrstu
viðbrögð voru
að hendast út
í,“ segir Hrafn
Davíð Hrafns-
son, tvítugur
starfsmaður í
Kolaportinu,
sem í gærmorg-
un reyndi að
bjarga karl-
manni upp úr
Reykjavíkurhöfn.
Maðurinn sem Hrafn hugðist
bjarga var látinn þegar lögreglu
bar að. Hinn látni var á milli
tvítugs og þrítugs, að sögn lög-
reglu sem hafði seint í gærkvöld
ekki enn tekist að bera kennsl á
manninn og óskar eftir aðstoð frá
almenningi.
Maðurinn var um 170 senti-
metrar á hæð, dökkkærður og
sólbrúnn. Hann var í gulum og
bláum bol, svörtum skóm með
hvítum röndum og hvítri úlpu
með gráum ermum. - gar / sjá síðu 4
Hetjudáð er maður lést:
Stökk í sjóinn
til að bjarga
HRAFN DAVÍÐ
HRAFNSSON
Breiðablik
og Fram unnu
Undanúrslitin í VISA-
bikar karla fóru fram
um helgina.
ÍÞRÓTTIR 17