Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.09.2009, Qupperneq 8
8 14. september 2009 MÁNUDAGUR ÚTGÁFA Kynbundið ofbeldi gæti kostað þjóðina nærri hálfan annan milljarð króna á ári, samkvæmt útreikningum Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Bók Þórdísar, Á mannamáli, sem fjallar um kynbundið ofbeldi á Íslandi, kemur út á morgun. Útreikningana byggir Þórdís á meðaltali útreikninga á kostn- aði vegna kynbundins ofbeldis hjá þremur Evrópuþjóðum. Miðað er við beinan kostnað ríkisins, til dæmis vegna dómskerfis og heil- brigðiskerfis, kostnað brotaþola sjálfra og vinnuveitenda þeirra. Er þá ótalinn miski sem erfitt er að meta til fjár. Í bók sinni bendir Þórdís á að þrátt fyrir þennan gífurlega kostn- að sé vilji stjórnvalda til úrbóta furðu lítill. Til dæmis virðist íslensk stjórnvöld enga heildar- yfirsýn hafa yfir framgang mála á aðgerðaáætlun vegna ofbeld- is á heimilum og kynferðislegs ofbeldis sem gekk í gildi í nóvem- ber 2006. Í bókinni kemur fram að við heimildaöflun vegna ritun- ar hennar hafi Þórdísi gengið illa að fá upplýsingar um framgang áætlunarinnar hjá þeim ráðuneyt- um sem ætlað var að bera ábyrgð á tilteknum liðum hennar. Í bók Þórdísar er einnig fjall- að um kærur og dóma í kynferð- isbrotamálum og umræðuna sem fram fer í samfélaginu, þar á meðal í fjölmiðlum, um kynbundið ofbeldi. ÚTSALA Daiwa kaststangir afsl Daiwa einhendur afsl Daiwa rennslisstangir afsl Daiwa Tvíhendur afsl Daiwa Spinnhjól afsl Daiwa fluguhjól afsl allar aðrar veiðivörur afsl 50% 30% 20-50% 30% 50% 50% 50% NOREGUR Jens Stoltenberg, leið- togi norska Verkamannaflokks- ins, hefur verið forsætisráðherra meirihlutastjórnar vinstriflokk- anna í Noregi í heilt kjörtíma- bil, sem er afrek út af fyrir sig því áður en sú stjórn tók við árið 2005 hafði meirihlutastjórn ekki farið með völd þar í landi síðan 1985. Hin „rauðgræna“ stjórn Verka- mannaflokksins og Vinstri sósíal- ista, með þátttöku Miðflokksins, virðist þó samkvæmt flestum skoðanakönnunum síðustu daga varla geta haldið meirihluta á þingi eftir kosningarnar í dag. „Þetta sýnir að hvert atkvæði skiptir máli,“ sagði Stoltenberg um helgina. Að minnsta kosti verður mjótt á mununum og von er á spenn- andi talningu í kvöld. Fari svo að stjórnin falli er vandséð hvers konar stjórnarmynstur verður mögulegt. Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn er Framfaraflokkurinn, sem varla getur þó tekið þátt í meirihlutastjórn vegna þess að aðrir flokkar geta ekki hugs- að sér að starfa með honum, að undanskildum Hægriflokknum sem þó er tvístígandi. Norska „járnfrúin“ Siv Jensen tók við forystu í flokknum árið 2006 af Carl I. Hagen og hefur áfram haldið uppi merkjum rót- tækrar einstaklingshyggju og strangrar innflytjendastefnu. Flokkurinn hefur jafnt og þétt bætt við sig fylgi undanfarna áratugi og nú er svo komið að þótt aðrir flokkar vilji helst ekki starfa með honum gæti orðið nánast útilokað að mynda meiri- hlutastjórn í landinu án þátttöku hans. Kosningabaráttan hefur að nokkru snúist um hvað gera eigi við myndarlegan olíusjóð Norð- manna, sem ríkið hefur safnað í áratugum saman með tekjum af olíuvinnslu í Norðursjó. Stoltenberg hefur verið gagn- rýndur bæði fyrir að hafa notað of mikið af þessum sjóði og fyrir að hafa notað of lítið af honum. Jensen hefur meðal annars sagt að hann eigi að verja peningum úr sjóðnum strax til að fjárfesta í heilbrigðiskerfi og samgöngum, frekar en að bíða þangað til hann sjálfur verður gamall og þarf á aðstoð að halda. gudsteinn@frettabladid.is Búist við tvísýnum úrslitum í Noregi Norðmenn kjósa sér nýtt þing í dag. Skoðanakannanir sýna að mjótt verður á mununum. Stjórn Jens Stoltenberg má ekki missa mikið fylgi til að falla. Úrslit kosninga 2005 Nýjasta Gallupkönnunin Rauðgræna stjórnin Verkamannaflokkurinn 32,7% 32,5% Sósíalíski vinstriflokkurinn 8,8% 7,2% Miðflokkurinn 5,4% 6,1% Stjórnarandstaða hægri flokkanna Framfaraflokkurinn 22,1% 22,7% Hægriflokkurinn 14,1% 17,8% Kristilegi þjóðarflokkurinn 6,8% 5,7% Frjálslyndir (Venstre) 5,9% 5,2% LITLAR FYLGISBREYTINGAR JENS STOLTENBERG Meirihlutastjórn vinstri- og miðflokka Noregs hefur haldið út í heilt kjörtímabil. NORDICPHOTOS/AFP JAPAN Meðalaldur japönsku þjóð- arinnar fer nú ört hækkandi og eru yfir 40.000 Japanar orðnir hundrað ára og eldri. Hefur þessum aldurshópi fjölgað um tíu prósent á einu ári. Af þeim sem orðnir eru hundr- að ára og eldri eru konur í mikl- um meirihluta, eða 87 prósent, enda verða japanskar konur allra elstar í heiminum að með- altali. Ástæður fyrir háum aldri hjá japönsku þjóðinni má rekja til heilsusamlegs fæðis, góðs heil- brigðiskerfis og mikils félagslífs meðal eldri borgara í Japan. - kg Ellibylgja austanhafs: 40.000 Japanar 100 ára og eldri 1. Hve margir hafa fengið svínaflensu á Íslandi? 2. Hvaða íslenski kokkur er nú í tökum fyrir nýja matreiðslu- þætti? 3. Hvaða erlendi leikari hefur tekið að sér hlutverk í nýrri mynd Valdísar Óskarsdóttur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 22 BANDARÍKIN Starfsmenn Hvíta hússins í Washington fullyrða að björgunarpakkinn sem Banda- ríkjaþing samþykkti fyrr á árinu hafi nú þegar skapað 1,1 milljón nýrra starfa í Bandaríkjunum. Öldungadeild og fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti um miðjan febrúar aðgerðapakka Baracks Obama sem metinn var á tæpa 790 milljarða dala, eða sem nemur um níutíu þús- und milljörðum íslenskra króna. Björgunarpakkanum var ætlað að skapa um 3,5 milljónir nýrra starfa. Timothy Geithner fjármála- ráðherra segir bandarískan efnahag hafa verið undir miklum þrýstingi en nú sé farið að draga úr samdrætti. Starfsmenn Hvíta hússins: Segja aðgerðir hafa skapað milljón starfa SKÁK Skáksveit Salaskóla í Kópa- vogi hefur tryggt sér Norður- landameistaratitil grunnskóla í skák þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í keppninni. Sveitin hefur unnið allar viðureignir sínar og á nú aðeins eftir að keppa við aðra sveit heimamanna. „Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norður- landameistaratitli og heims- meistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek,“ segir á heimasíðu Salaskóla. Í sveitinni eru Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason, Eiríkur Brynjarsson og Guð- mundur Kristinn Lee. Norðurlandamótið í skák: Salaskóli fagnar Norðurlanda- meistaratitli MENNING Leiksýningin Frida … viva la vida verður að öllum lík- indum sýnd í Mexíkó á næsta ári. Edgardo Bermejo Mora, menning- arfulltrúi Mexíkó á Norðurlöndun- um, var viðstaddur frumsýningu verksins á föstudag og varð svo hrifinn að hann ætlar að vinna að því að koma sýningunni á leiklist- arhátíðir í Mexíkó. Þá hefur hann boðist til þess að finna þýðanda til að snara verkinu yfir á spænsku. Atli Rafn Sigurðarson, leik- stjóri sýningarinnar, hitti Mora í gær. „Hann kallaði sýninguna mexíkóskustu leiksýningu sem hann hefði séð utan heimalands- ins og taldi hana eiga erindi við Mexíkóbúa. Mora er velmetinn rithöfundur og þar að auki menn- ingarfulltrúi sem vinnur við að velja verk inn á sýningar hinna ýmsu hátíða, svo við erum mjög ánægð með þetta,“ segir Atli að vonum stoltur, enda ekki einung- is leikstjóri verksins heldur líka eiginmaður höfundar og aðal- leikkonu verksins, Brynhildar Guðjónsdóttur. Atla leiðist ekki tilhugsunin að sýna í Mexíkó. „Það verður súr- realískt að leika þetta fólk, Fridu og Diego, fyrir Mexíkóa. Það má líkja þessu við það ef mexíkóskur leikhópur sýndi víkingaleikrit hér á landi.“ - hhs Leiksýningin Frida … viva la vida sögð sú „mexíkóskasta utan Mexíkó“: Boðið að sýna Fridu í Mexíkó FRIDA OG DIEGO Menningarfulltrúi Mexíkó á Norðurlöndunum hreifst af sýningunni Frida … viva la vida. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ný bók um kynbundið ofbeldi á Íslandi: Ofbeldið er þjóðinni dýrkeypt Þórdís Elva Þorvalds- dóttir Samkvæmt bók hennar gæti kyn- bundið ofbeldi kostað þjóðina nærri hálfan annan milljarð. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.