Fréttablaðið - 14.09.2009, Side 11
MÁNUDAGUR 14. september 2009 11
Vísindavaka
2009
www.rannis.is
Minnt er á að í fyrri hluta okt ób er fer fram
álagn ing op in berra gjalda lög að ila 2009
vegna rekstr ar árs ins 2008.
Þrátt fyrir að framtalsfrestur sé runninn út eru þau félög
sem enn eiga eftir að skila skatt fram tali 2009 ásamt
árs reikn ingi hvött til að gera það hið allra fyrsta.
Bent skal á að skatt fram tali skal allt af skila, jafn vel
þó að engin eig in leg at vinnu starf semi eða rekst ur
hafi verið til stað ar hjá fé lag inu á árinu 2008.
Minnt er á að félög skulu jafnframt skila ársreikningi
til Ársreikningaskrár.
Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra
skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2009
Framtalsfrestur
félaga er liðinn
Hægt er að skila skatt fram tali og árs reikn ingi raf rænt á www.skatt ur. is.
skattur.is
NEYTENDUR „Okkur finnst þetta óábyrg sölu-
mennska og einkennilegt að fyrirtæki sem
vill tengja sig við öryggi kjósi að kynna þjón-
ustu sína á þennan hátt,“ segir Brynhildur
Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasam-
takanna. Samtökunum hefur borist kvörtun
vegna símasölu öryggisvörslufyrirtækisins
Securitas.
Á heimasíðu Neytendasamtakanna kemur
fram að hringt hafi verið í félagsmann
samtakanna að kvöldi til og honum boðin
öryggisráðgjöf. Þótti manninum varhugavert
að útlista í síma hvort og með hvaða hætti
hann tryggði öryggi heimilisins.
Brynhildur segir viðkomandi félagsmann
hafa brugðist hárrétt við hringingunni.
„Hann gaf ekki upp neinar upplýsingar,
heldur skellti á og kannaði svo hvaðan hring-
ingin kom. Undanfarið hefur heyrst mikið af
því að óprúttnir aðilar séu að hringja í fólk
og þykjast vera að selja öryggisgæslu. Það
er mjög einföld aðferð til að komast að því
hvernig slíkum málum er háttað á heimilum,“
segir Brynhildur.
Trausti Harðarson, forstjóri Securitas,
segir að fyrirtækinu hafi ekki borist form-
legt erindi frá Neytendasamtökunum vegna
málsins. „Ég tel ekki óeðlilegt að við kynnum
okkar vöru á sambærilegan hátt og aðrir.
Svona hefur þetta verið gert í mörg ár og
afar sjaldan komið upp óánægja. Það er ekki
hringt úr leyninúmerum, þannig að lítið mál
er að staðfesta hvaðan símtalið kemur,“ segir
Trausti Harðarson. - kg
Neytendasamtökin óánægð með úthringiátak öryggisvörslufyrirtækis sem staðið hefur yfir:
Þykir sölumennska Securitas óábyrg
INNBROT Starfsmaður Neytendasamtakanna segir að
mikið hafi heyrst um óprúttna aðila sem hringi í fólk
og þykist vera að selja öryggisgæslu.
ÍTALÍA, AP Yfirvöld í Napolí á
Ítalíu hafa ráðið sjötíu fyrrver-
andi fanga sem leiðsögumenn
fyrir ferðamenn. Verkefnið hefur
verið gagnrýnt en hefur gefið
góða raun.
Nýju leiðsögumennirnir eru
meðal annars fyrrverandi þjófar
og eiturlyfjasalar. Þeir ganga nú
um borgina í gulum vestum og
leiðbeina ferðamönnum, meðal
annars um það hvernig hægt sé
að forðast að vera rændir.
Leiðsögumennirnir voru ráðn-
ir til sex mánaða í tilrauna-
skyni. Frá því að verkefnið hófst
í maí hefur smáglæpum fækkað
á götum borgarinnar, þar sem
glæpatíðni er mjög há. - þeb
Glæpum hefur fækkað:
Fangar hjálpa
ferðamönnum
Auglýsingasími
– Mest lesið
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarráð
Sandgerðis hefur lagt til við
sveitarfélögin í Garði og Vogum
að tekið verði upp samstarf í
skipulags- og byggingarmálum
til hagræðis fyrir sveitarfélög-
in, að því er fram kemur á vef
Víkurfrétta.
Í tillögunni er lagt til að sveit-
arfélögin taki aftur upp við-
ræður um byggingar- og skipu-
lagsmál með það að markmiði
að auka þjónustu á svæðinu en
um leið verði leitað leiða til að
minnka kostnað sveitarfélag-
anna í þeim málaflokkum. Þá er
einnig lagt til að sveitarfélögin
komi sér saman um starf bygg-
ingarfulltrúa. Sveitarfélögin
eiga nú þegar í samstarfi á sviði
félagsmála. - kh
Sveitarfélög á Suðurnesjum:
Leita samstarfs í
skipulagsmálum
Skólamáltíð í Garði hækkar
Skólamáltíðir hjá börnum í Gerða-
skóla í Garði hafa verið hækkaðar um
sextán prósent, úr 205 krónum í 238,
að því er fram kemur á vef Víkurfrétta.
GARÐUR
KASAKSTAN, AP Allt að fjöru-
tíu manns létu lífið í eldsvoða í
Kasakstan í gær. Eldurinn kom
upp á meðferðarheimili fyrir
eiturlyfjafíkla. Fjörutíu manns
var bjargað úr eldinum.
Öryggismálum á meðferðar-
heimilinu var mjög ábótavant.
Meðal annars voru rimlar fyrir
gluggum sem áttu að vera neyðar-
útgangar. Engir reykskynjar-
ar eða aðrar brunavarnir voru í
húsinu, sem var rúmir 650 fer-
metrar. Ekki er vitað hver orsök
eldsins var.
Tæplega tíu þúsund eldsvoðar
urðu í Kasakstan á fyrstu átta
mánuðum ársins. - þeb
Fjörutíu manns létust:
Eldsvoði á með-
ferðarheimili