Fréttablaðið - 14.09.2009, Side 14

Fréttablaðið - 14.09.2009, Side 14
Púðar og pullur eru atriði númer eitt, tvö og þrjú á haustheimilinu. Efnismiklir púðar eru þar betri, jafnvel úr einhvers konar loðnu efni, og þeir sem hafa haft glað- legri litasamsetningu á púðum yfir sumartímann ættu að skipta um púðaver yfir vetrartímann (hægt að fá ódýr til að mynda í Ikea). Jarðlitir og hvítir tónar (ekki skjannahvítir) koma sterkir inn. Skinn og ábreiður hvers konar geta ekki aðeins komið heimilis- fólki vel á köldum kvöldum held- ur er líka hægt að lífga upp á sóf- ann og láta skinn hylja stóran hluta sófasettsins. Hvítlist selur til að mynda falleg skinn og þar má finna alls kyns stærðir og gerðir. Dyggðateppið fallega, sem meðal annars er selt í minjabúð Þjóðminjasafnsins, er líka freisting sem er vel til þess gerð að falla fyrir áður en vetur gengur í garð og setur fallegan svip á stofuna. Gólfmottur, rýja- teppi og þykk teppi undir sófaborðið er afspyrnu gott ráð á haustin. Ikea hefur um langt skeið selt rýjamottur sem kosta ekki of mikið. Kerti, í haustlitunum, sinneps- gul, fjólublá, dumbrauð og brún- leit, í mismunandi stærðum og gerðum eru upplögð á sófaborð haustsins. Tiger er oft með kerti í fallegum litum sem kosta ekki mikið og svo má finna þykk kubbs- laga kerti víða í blómabúðum. Viðarhúsgögn, hvort sem er í formi lítils hliðarborðs eða kolls, geta gert stórkostlega hluti fyrir stofuna. Ekki þarf að kosta miklu til – tekkhúsgögn má oft finna á ágætis verði í Góða hirðinum og nytjasölum eða hreinlega úti í bíl- skúrum skyldfólks. Í leiðinni má athuga hvort ekki finnist gamall plötuspilari þar líka eða annað góss sem gefur. juliam@frettabladid.is Heimilið dúðað Um leið og við förum í gegnum forstofuskápinn og tökum til vett- lingana er líka nauðsynlegt að taka á móti haustinu í stofunni með værðarvoðum, kertum í haustlitunum, púðum og gólfmottum. Erika er blóm haustsins og dásamlega fagurt á stofuborðinu. Tekk fer vel við púða og kerti í stofunni og ef ekki er pláss fyrir fleiri húsgögn er um að gera að næla sér í bolla eða annað smálegt úr þeim viði eða öðrum. Þorsteinn Berg- mann og Fríða frænka eiga til að mynda alltaf eitthvað úr tekki. Þetta er líkast til hin fullkomna hauststofa – samsett af ótal hlutum úr þykkum efnum, viðarhúsgögnum, kertaljósum og haustlitum. NORDICPHOTO/GETTY FJÓLUBLÁI LITURINN er allsráðandi í tískuvöru- verslunum þessa dagana en þykir ekki síður töff á heimili. Hann fer vel við hvítt og færir haustið heim í stofu. Boðið verður upp á mánaðarlangt námskeið og í framhaldi af því verða skipulögð tímabundin störf á byggingarstað eða teiknistofu í tvo til fimm mánuði. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu skráðir atvinnuleitendur hjá Vinnumálastofnun og þeir munu fá greidd taxtalaun vegna tímabundinnar ráðningar að loknu undirbúningsnámskeiðinu. Áhugasömum er boðið til kynningarfundar þriðjudaginn 15. september klukkan 13.30 á þjónustuskrif- stofu Vinnumálastofnunnar að Engjateigi 11, á 2. hæð. Völundarverk er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Vinnumálastofnunar (VMST), Minjasafns Reykjavíkur og Iðunnar – fræðsluseturs. Betri þekking á viðhaldi og endurgerð sögufrægra gamalla húsa og mann- virkja í Reykjavík er megintilgangur þess. Með verkefninu geta skapast störf, samhliða því að auka á menntun og reynslu fagstétta á borð við arkitekta, verk-/tæknifræðinga og iðnaðarmenn. - gun Vilja bjarga störfum, handverki og húsum VÖLUNDARVERK LEITAR NÚ AÐ HÚSASMIÐUM OG ARKITEKTUM TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í ENDURGERÐ ELDRI HÚSA Í REYKJAVÍK. Fagurt handbragð. Þetta uppgerða hús við Klapparstíg fékk viðurkenningu fegr- unarnefndar Reykjavíkur fyrir þremur árum. smur- bón og dekkjaþjónusta sætúni 4 • sími 562 6066 BREMSUVIÐGERÐIR BREMSUKLOSSAR SPINDILKÚLUR ALLAR PERUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAFGEYMAÞJÓNUSTA OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 14. september Þriðjudagurinn 15. september Miðvikudagurinn 16. september Fimmtudagurinn 17. september Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson leiðir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng- um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00. Afneitun og réttlætingar – Ráðgjafar Lausnarinnar fjalla um áhrifin á fjölskyldulífið. Boðið er upp á einstak- lingsráðgjöf að fyrirlestri loknum. Tími: 13.30-14.30. Kvikmyndirnar og lífið – Kvikmyndir geta nýst okkur sem efniviður og uppspretta umræðna um stóru spurning- arnar, s.s. Hver erum við? Fyrir hvað stöndum við? Tími: 15.00-16.30. Grunnatriði í tölvunotkun - Myndir - Þriðji hluti af fjórum fyrir algera byrjendur. Tími: 12.30-14.30. Kreppan: Er eitthvað jákvætt við hana?- Opnar umræður. Tími: 12.30-13.30. Föndur, skrapp myndaalbúm - Lærðu að búa til skrautleg albúm fyrir uppáhalds myndirnar þínar. Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 13.00-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Ayurveda heilsufræði – Lifir þú í takt við þína náttúru- legu líkamsgerð? Tími: 12.30-13.30. Ísgerð – Bragðgott og hressandi námskeið. Tími: 13.45-15.15. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Nafnlausa vegi eftir Einar Má Guðmundsson. Tími: 14.00-15.00. Baujan sjálfstyrking- Þóra félagsliði kennir slökunar- öndun og tilfinningavinnu til sjálfshjálpar. Tími: 15.30-16.30. Föstudagurinn 18. september Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð! Tími: 13.30-15.30. Við deyjum öll úr stressi - Eyþór frá Þekkingamiðlun skoðar á léttan máta hvernig stressuð þjóð getur brugðist við og slakað á. Tími:14.30-15.30. Facebook fyrir byrjendur - Langar þig að skilja hvað allir eru að tala um? Tími: 12.15-14.00. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Tími: 13.00-14.30. Prjónahópur - Lærðu og kenndu öðrum! Tími: 13.00-15.00. Minnistækni - Kolbeinn frá Betra námi kennir einfaldar en gagnlegar aðferðir til að muna ótrúlegustu hluti. Tími:15.00 -16.00. Allir velkomnir! Náðu fram því besta- Dale Carnegie - Skoðum áskoranir framundan, ræðum innblástur og hvatningu og hvernig samskiptareglur hjálpa okkur að ná fram því besta. Tími: 12.30 -14.00. Einkatímar í söng – fullt. Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari. Tími: 12.00 – 14.00.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.